Innlent

Óttast að Grind­víkingar í göngu­túr endi í sprungum

Jón Þór Stefánsson skrifar
Grindvíkingar eru beðnir um að halda sig innan vega og fara ekki út á hraunið.
Grindvíkingar eru beðnir um að halda sig innan vega og fara ekki út á hraunið. Vísir/Arnar

Lögreglan á Suðurnesjum varar fólk í Grindavík við það að ganga utan vega um bæinn. Fólk gæti lent í sprungum án þess að verða þeirra vart.

Sölvi Rafn Rafnsson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á Suðurnesjum, segir í samtali við Vísi að ljóst sé að Grindvíkingar sem eru í bænum séu að fara í göngutúra.

„Við erum að sjá að þeir Grindvíkingar sem eru í Grindavík eru mikið að fara út að rölta, bæði sjálfir, en líka með hunda og eftir atvikum börnin sín,“ segir Sölvi.

„Við sjáum svolítið af sporum fyrir utan vegina í snjóþekju og við óttumst að fólk verði ekki vart við sprungur sem gætu leynst þarna undir.“

Hann biðlar til fólks að halda sig á vegunum og fara ekki á snjóþekjuna.


Tengdar fréttir

Koma upp nýju verk­lagi á lokunar­póstum

Lögregla á Suðurnesjum hefur tekið upp nýtt verklag á lokunarpóstum til Grindavíkur og þurfa þeir sem vilja komast í bæinn nú að gefa upp kennitölu, auk þess að bílnúmer er sérstaklega skráð niður.

Þrautseigja Grindvíkinga

Föstudagskvöldið 10. nóvember var heilt bæjarfélag rýmt í skyndi eftir stanslausa skjálftahrinu. Eldgosið á Reykjanesskaga varði sögulega stutt og íbúar Grindavíkur vita lítið sem ekkert um framhaldið.

Altjón við Víkurbraut þar sem boltar renna eftir gólfinu

Sigurður Óli Þórleifsson íbúi í Grindavík sýndi fréttamönnum TV2 í Noregi stöðuna á húsinu sínu við Víkurbraut í Grindavík á dögunum. Gólfið hallar svo mikið að boltar rúlla eftir því. Um er að ræða altjón samkvæmt Náttúruhamfaratryggingum Íslands.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×