Skjálftinn líklega ekki merki um kvika sé að brjótast upp Sunna Sæmundsdóttir skrifar 3. janúar 2024 12:24 Benedikt Halldórsson, sérfræðingur á sviði jarðskjálftafræði á Veðurstofunni. Vísir Tveir nokkuð stórir skjálftar riðu yfir suðvesturhorn landsins rétt fyrir klukkan ellefu í morgun. Sérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands segir þá líklega ekki til marks um að kvika sé að brjóta sér leið til yfirborðsins heldur afleiðing spennubreytinga á Reykjanesi. Stærri skjálftinn af stærðinni 4,5 reið yfir klukkan tíu mínútur í ellefu og sá seinni sem mældist 3,9 fjórum mínútum síðar. Fjöldi eftirskjálfta hefur mælst í kjölfarið. Benedikt Halldórsson, sérfræðingur á sviði jarðskjálftafræði á Veðurstofunni, segir upptökin vera við Trölladyngju. „Í raun og veru má segja að þetta sé vægur skjálfti en við fundum vel fyrir honum hérna í höfuðborginni og það sem stýrir því er bara fyrst og fremst það að hann er nær heldur en atburðirnir í Svartsengi og Grindavík hafa verið,“ segir Benedikt Upptök tveggja stærstu skjálftanna í morgun samkvæmt korti á vef Veðurstofunnar. Upptökin voru nærri Trölladyngju.vísir/sara Skjálftinn sé á flekamótum og afleiðing spenngubreytinga á Reykjanesskaga. „Spurning hvort við köllum þetta gikkskjálfta eða brotskjálfta á flekamótunum. Kvikuinnskotin sem hafa verið í Fagradasfjalli og nú í Svartsengi hafa áhrif og breyta spennuástandinu. Við sjáum það til dæmis að eftir atburðina eða gangainnskotin í Svartsengi hafa afleiddir skjálftar eða gikkskjálftar verið á þessu svæði, þar sem þessi skjálfti er. Þannig þetta kemur ekki á óvart en ég viðurkenni að það eru allir á tánum yfir því hvort eitthvað sé að fara gerast og hvar, þannig manni brá aðeins.“ Skjálftinn virðist ekki merki um að kvika sé að brjóta sér leið til yfirborðisins. „Við þekkjum það ágætlega þegar kvika er að hlaupa til í skorpunni og þetta virðist ekki með slík einkenni. Og þetta er það langt frá kvikusöfnuninni að það er ekki hægt að segja að þetta tengist beint.“ Gera ráð fyrir að það styttist í gos GPS gögn Veðurstofunnar staðfesta aftur á móti að dregið hafi úr hraðanum á landrisi, sem gæti verið vísbending um að kvikuþrýstingur sé að byggjast upp og gos þar með að verða líklegra. Benedikt Ófeigsson, fagstjóri aflögunarmælinga hjá Veðurstofunni, segir það enn eiga við. „Ég held að við eigum að gera ráð fyrir að það sé að styttast í gos, allavega í bili,“ segir Benedikt. Hann segir líklegasta upptakasvæðið enn vera á milli Stóra Skógfells og Hagafells. „Það er það svæði sem bæði jarðfræðilega og vöktunargögnin okkar benda á sem líklegasta upptakastað.“ Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Mest lesið Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Erlent Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Erlent Einar baðst fyrirgefningar Innlent Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Innlent „Maður mun sakna þess mjög“ Innlent Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Erlent Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Erlent Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Innlent Sprenghlægilegt og grafalvarlegt klúður ársins Innlent Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér Innlent Fleiri fréttir Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Ríkisstjórn sem þarfnist mikillar samhæfingar milli formannanna Einar baðst fyrirgefningar Áherslur nýrrar ríkisstjórnar, fordæmalausar aðgerðir og minningarathöfn Fönguðu augnablikin þegar tunglið skyggði á Mars Hafi litað bæjarpólitík í Hafnarfirði í áratugi Settur ráðherra skipar skrifstofustjóra Börnin búin að velja ný nöfn á skólana á Kársnesi „Nokkuð þægilegt samtal um hver fái hvað“ Skorað á Sjálfstæðiskonur í formannsframboð Óróahviður í Mýrafjöllum sagðar líkjast aðdraganda Reykjaneselda Kynna ráðherraskipan í Hafnarborg Síðasti fundur starfsstjórnar og rýnt í ráðherrakapalinn Fólk fari varlega í kringum nýfædd börn í jólaboðunum Viðreisn fær utanríkis- og fjármálaráðuneytið Borgin fær 150 milljónir frá ESB til að hreinsa Tjörnina og Vatnsmýri Starfsmaður sendiráðs hafi skilið við íbúðina í óviðunandi ástandi Vill að stjórn FH fari frá Sprenghlægilegt og grafalvarlegt klúður ársins Setur út á aðbúnað og umgjörð starfseminnar á neyðarvistun Stuðla Kristrún sögð verða forsætisráðherra í nýrri stjórn Handtekinn vegna gruns um líkamsárás Ummælin hörð gagnrýni sem ekki eigi að flokka sem hatursorðræðu Eldstöðvar sem ógnað gætu Vestlendingum minna á sig Máttu ekki selja í stæði við Engjaveg fyrir Jólagesti Björgvins Andlátið á Stuðlum hafði mikil áhrif Sjá meira
Stærri skjálftinn af stærðinni 4,5 reið yfir klukkan tíu mínútur í ellefu og sá seinni sem mældist 3,9 fjórum mínútum síðar. Fjöldi eftirskjálfta hefur mælst í kjölfarið. Benedikt Halldórsson, sérfræðingur á sviði jarðskjálftafræði á Veðurstofunni, segir upptökin vera við Trölladyngju. „Í raun og veru má segja að þetta sé vægur skjálfti en við fundum vel fyrir honum hérna í höfuðborginni og það sem stýrir því er bara fyrst og fremst það að hann er nær heldur en atburðirnir í Svartsengi og Grindavík hafa verið,“ segir Benedikt Upptök tveggja stærstu skjálftanna í morgun samkvæmt korti á vef Veðurstofunnar. Upptökin voru nærri Trölladyngju.vísir/sara Skjálftinn sé á flekamótum og afleiðing spenngubreytinga á Reykjanesskaga. „Spurning hvort við köllum þetta gikkskjálfta eða brotskjálfta á flekamótunum. Kvikuinnskotin sem hafa verið í Fagradasfjalli og nú í Svartsengi hafa áhrif og breyta spennuástandinu. Við sjáum það til dæmis að eftir atburðina eða gangainnskotin í Svartsengi hafa afleiddir skjálftar eða gikkskjálftar verið á þessu svæði, þar sem þessi skjálfti er. Þannig þetta kemur ekki á óvart en ég viðurkenni að það eru allir á tánum yfir því hvort eitthvað sé að fara gerast og hvar, þannig manni brá aðeins.“ Skjálftinn virðist ekki merki um að kvika sé að brjóta sér leið til yfirborðisins. „Við þekkjum það ágætlega þegar kvika er að hlaupa til í skorpunni og þetta virðist ekki með slík einkenni. Og þetta er það langt frá kvikusöfnuninni að það er ekki hægt að segja að þetta tengist beint.“ Gera ráð fyrir að það styttist í gos GPS gögn Veðurstofunnar staðfesta aftur á móti að dregið hafi úr hraðanum á landrisi, sem gæti verið vísbending um að kvikuþrýstingur sé að byggjast upp og gos þar með að verða líklegra. Benedikt Ófeigsson, fagstjóri aflögunarmælinga hjá Veðurstofunni, segir það enn eiga við. „Ég held að við eigum að gera ráð fyrir að það sé að styttast í gos, allavega í bili,“ segir Benedikt. Hann segir líklegasta upptakasvæðið enn vera á milli Stóra Skógfells og Hagafells. „Það er það svæði sem bæði jarðfræðilega og vöktunargögnin okkar benda á sem líklegasta upptakastað.“
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Mest lesið Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Erlent Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Erlent Einar baðst fyrirgefningar Innlent Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Innlent „Maður mun sakna þess mjög“ Innlent Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Erlent Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Erlent Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Innlent Sprenghlægilegt og grafalvarlegt klúður ársins Innlent Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér Innlent Fleiri fréttir Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Ríkisstjórn sem þarfnist mikillar samhæfingar milli formannanna Einar baðst fyrirgefningar Áherslur nýrrar ríkisstjórnar, fordæmalausar aðgerðir og minningarathöfn Fönguðu augnablikin þegar tunglið skyggði á Mars Hafi litað bæjarpólitík í Hafnarfirði í áratugi Settur ráðherra skipar skrifstofustjóra Börnin búin að velja ný nöfn á skólana á Kársnesi „Nokkuð þægilegt samtal um hver fái hvað“ Skorað á Sjálfstæðiskonur í formannsframboð Óróahviður í Mýrafjöllum sagðar líkjast aðdraganda Reykjaneselda Kynna ráðherraskipan í Hafnarborg Síðasti fundur starfsstjórnar og rýnt í ráðherrakapalinn Fólk fari varlega í kringum nýfædd börn í jólaboðunum Viðreisn fær utanríkis- og fjármálaráðuneytið Borgin fær 150 milljónir frá ESB til að hreinsa Tjörnina og Vatnsmýri Starfsmaður sendiráðs hafi skilið við íbúðina í óviðunandi ástandi Vill að stjórn FH fari frá Sprenghlægilegt og grafalvarlegt klúður ársins Setur út á aðbúnað og umgjörð starfseminnar á neyðarvistun Stuðla Kristrún sögð verða forsætisráðherra í nýrri stjórn Handtekinn vegna gruns um líkamsárás Ummælin hörð gagnrýni sem ekki eigi að flokka sem hatursorðræðu Eldstöðvar sem ógnað gætu Vestlendingum minna á sig Máttu ekki selja í stæði við Engjaveg fyrir Jólagesti Björgvins Andlátið á Stuðlum hafði mikil áhrif Sjá meira