The Guardian greinir frá því að tilkynningar um sprengju hafi borist til þinghússins í Connecticut, Georgíu, Hawaii, Idaho, Kentucky, Maine, Michigan, Mississippi og Montana. Hótanirnar bárust í gegnum tölvupóst til starfsmanna þingsins.

Alríkislögreglan í Bandaríkjunum, FBI, rannsakar nú málið ásamt fulltrúum frá ríkjunum níu. Í tilkynningu frá FBI segir að ekkert bendi til þess að neinar sprengjur séu í byggingunum. Samt sem áður beri þeim að taka svona hótunum alvarlega.