Mátti synja meintum nasista um inngöngu í lögregluskólann Árni Sæberg skrifar 4. janúar 2024 15:17 Sigríður Björk Guðjónsdóttir, Ríkislögreglustjóri, þarf ekki veita mönnum, sem hliðhollir eru nasistum, inngöngu í lögregluskólann. Vísir/Vilhelm Umboðsmaður Alþingis hefur með áliti lagt blessun sína yfir ákvörðun Ríkislögreglustjóra um að synja manni um inngöngu í starfsnám hjá mennta- og starfsþróunarsetri lögreglu. Í ákvörðun sinni leit Ríkislögreglustjóri meðal annars til þess að starfsfólk framhaldsskóla, sem maðurinn gekk í, hafi lýst yfir áhyggjum af ummælum hans um múslima og að hann væri hliðhollur nasistum. Í áliti umboðsmanns, sem birt var aðilum þann 22. desember síðastliðinn en á vef umboðsmanns í dag, segir að maðurinn hafi leitað til umboðsmanns Alþingis og kvartað yfir ákvörðun Ríkislögreglustjóra um synjun umsóknar hans um starfsnám hjá mennta- og starfsþróunarsetri lögreglu. Ákvörðunin hafi byggst á því að maðurinn uppfyllti ekki skilyrði lögreglulaga fyrir inngöngu í námið vegna þess að hann hefði sýnt af sér háttsemi sem gæti rýrt það traust sem lögreglumenn yrðu almennt að njóta. Í kvörtuninni hafi verið byggt á því að ákvörðunin hefði verið efnislega röng og rannsókn málsins ófullnægjandi þar sem dregnar hefðu verið ályktanir af sögusögnum frá ónafngreindum aðilum sem ekki hefðu verið rannsakaðar eða bornar undir manninn. Þá hafi kvörtunin lotið að því að maðurinn hefði ekki fengið aðgang að öllum samskiptum Ríkislögreglustjóra eða annarra lögregluembætta við erlend lögregluyfirvöld sem hann vörðuðu. Kom með hníf í skólann og viðhafði ummæli um múslima Í ákvörðun Ríkislögreglustjóra um að synja manninum um inngöngu segir að í bakgrunnsskoðun vegna umsóknar hans hafi komið í ljós við skoðun í málaskrá lögreglu skráð mál hjá lögreglunni. Þar komi fram að maðirinn hafi mætt með hníf í skólann, sem ekki er tilgreindur í áliti umboðsmanns. Að sögn skólastjóra skólans hefði starfsfólk skólans einnig lýst yfir áhyggjum af framkomu mannsins og þá sérstaklega í tengslum við ummæli hans um múslima og jafnframt að starfsfólkið teldi hann hliðhollan nasisma. Ástæða þess er afmáð úr birtu áliti umboðsmanns. Þá hefði Ríkislögreglustjóri jafnframt upplýsingar frá erlendum lögregluyfirvöldum, um að manninum hefði verið vísað úr skóla þar í landi vegna svipaðra atriða. Óumdeilt að atvikin hafi átt sér stað Í áliti umboðsmanns segir að af skýringum Ríkislögreglustjóra yrði ráðið að embættið teldi sjálft að rannsókn málsins hefði að vissu marki verið ábótavant og að ekki hefði mátt leggja óstaðfestar upplýsingar ónafngreindra aðila um viðhorf mannsins einar og sér til grundvallar synjun. Hins vegar hefðu tiltekin atvik, sem óumdeilt væri að hefðu átt sér stað, í heild verið nægileg til að hann teldist ekki fullnægja skilyrðum fyrir inngöngu í námið. Umboðsmaður teldi sig ekki hafa forsendur til að fullyrða að mat Ríkislögreglustjóra hefði að því leyti verið ómálefnalegt eða bersýnilega óforsvaranlegt með tilliti til þeirra upplýsinga sem fyrir lágu um atvikin. Þá hefði lýsing mannsins sjálfs á öðru atvikinu verið lögð til grundvallar við matið samkvæmt skýringum embættisins. Þar sem umboðsmaður taldi ekki ástæðu til að gera athugasemdir við þá efnislegu niðurstöðu Ríkislögreglustjóra að synja manninum um inngöngu í starfsnámið taldi hann ekki ástæðu til að beina tilmælum til embættisins um endurupptöku málsins. Lögreglan Umboðsmaður Alþingis Stjórnsýsla Skóla - og menntamál Mest lesið Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Synir konunnar lýsa andláti hennar sem létti Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Gera hlé á leitinni í Tálknafirði Innlent Ikea sakað um grænþvott: „Slökkvið á myndavélunum“ Erlent Hellti bensíni og bar eld að bílum í Kópavogi Innlent Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Erlent Viðgerð lokið og rafmagn aftur á í Vík Innlent Daníel fær 24 ára dóm til viðbótar fyrir barnaníð Erlent Fleiri fréttir Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Viðgerð lokið og rafmagn aftur á í Vík Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Gera hlé á leitinni í Tálknafirði Hellti bensíni og bar eld að bílum í Kópavogi Tveir fréttamenn RÚV söðla um Svæðisskipulag fyrir Suðurhálendi Íslands til 2042 Framúrskarandi Íslendingur sendur úr landi Stjórnarmyndun og íbúi ósáttur vegna stanslausra framkvæmda Vonbetri eftir daginn í dag Leita einstaklings í Tálknafirði Efling lætur ekki af aðgerðum á meðan SVEIT endurskoðar samning Synir konunnar lýsa andláti hennar sem létti „Það er ekkert drama í þessu – ég rýk ekkert á dyr“ SVEIT endurskoðar kjarasamning við Virðingu Telja sólarorku ekki vera auðlind Framlengja gæsluvarðhald vegna árásar á Vopnafirði Enginn skilningur á alvarleika málsins hjá SVEIT Viðgerð hafin og enn allt keyrt á varaafli í Vík Verkefni næstu ríkisstjórnar flóknara en áður var útlit fyrir Verri afkoma ríkissjóðs ekki gott veganesti fyrir næstu stjórn Þau vilja taka við af Helga Grímssyni Fimmtungur veitingastaða sem Efling sendi bréf hefur sagt sig úr SVEIT Mega hafa einn sundlaugarvörð á vakt í Vík í Mýrdal Stærstu og umdeildustu sigrar ársins Ríkur vilji til að styðja áfram við bakið á Úkraínu Líkamsárásir, þjófnaðir og rúðubrot Níræður maður og nýbakaður tvíburafaðir duttu í lukkupottinn Auglýstu á samfélagsmiðlum fyrir 45 milljónir Óánægja í Laugarneshverfi: „Við ráðum ekki við þetta ægivald“ Sjá meira
Í áliti umboðsmanns, sem birt var aðilum þann 22. desember síðastliðinn en á vef umboðsmanns í dag, segir að maðurinn hafi leitað til umboðsmanns Alþingis og kvartað yfir ákvörðun Ríkislögreglustjóra um synjun umsóknar hans um starfsnám hjá mennta- og starfsþróunarsetri lögreglu. Ákvörðunin hafi byggst á því að maðurinn uppfyllti ekki skilyrði lögreglulaga fyrir inngöngu í námið vegna þess að hann hefði sýnt af sér háttsemi sem gæti rýrt það traust sem lögreglumenn yrðu almennt að njóta. Í kvörtuninni hafi verið byggt á því að ákvörðunin hefði verið efnislega röng og rannsókn málsins ófullnægjandi þar sem dregnar hefðu verið ályktanir af sögusögnum frá ónafngreindum aðilum sem ekki hefðu verið rannsakaðar eða bornar undir manninn. Þá hafi kvörtunin lotið að því að maðurinn hefði ekki fengið aðgang að öllum samskiptum Ríkislögreglustjóra eða annarra lögregluembætta við erlend lögregluyfirvöld sem hann vörðuðu. Kom með hníf í skólann og viðhafði ummæli um múslima Í ákvörðun Ríkislögreglustjóra um að synja manninum um inngöngu segir að í bakgrunnsskoðun vegna umsóknar hans hafi komið í ljós við skoðun í málaskrá lögreglu skráð mál hjá lögreglunni. Þar komi fram að maðirinn hafi mætt með hníf í skólann, sem ekki er tilgreindur í áliti umboðsmanns. Að sögn skólastjóra skólans hefði starfsfólk skólans einnig lýst yfir áhyggjum af framkomu mannsins og þá sérstaklega í tengslum við ummæli hans um múslima og jafnframt að starfsfólkið teldi hann hliðhollan nasisma. Ástæða þess er afmáð úr birtu áliti umboðsmanns. Þá hefði Ríkislögreglustjóri jafnframt upplýsingar frá erlendum lögregluyfirvöldum, um að manninum hefði verið vísað úr skóla þar í landi vegna svipaðra atriða. Óumdeilt að atvikin hafi átt sér stað Í áliti umboðsmanns segir að af skýringum Ríkislögreglustjóra yrði ráðið að embættið teldi sjálft að rannsókn málsins hefði að vissu marki verið ábótavant og að ekki hefði mátt leggja óstaðfestar upplýsingar ónafngreindra aðila um viðhorf mannsins einar og sér til grundvallar synjun. Hins vegar hefðu tiltekin atvik, sem óumdeilt væri að hefðu átt sér stað, í heild verið nægileg til að hann teldist ekki fullnægja skilyrðum fyrir inngöngu í námið. Umboðsmaður teldi sig ekki hafa forsendur til að fullyrða að mat Ríkislögreglustjóra hefði að því leyti verið ómálefnalegt eða bersýnilega óforsvaranlegt með tilliti til þeirra upplýsinga sem fyrir lágu um atvikin. Þá hefði lýsing mannsins sjálfs á öðru atvikinu verið lögð til grundvallar við matið samkvæmt skýringum embættisins. Þar sem umboðsmaður taldi ekki ástæðu til að gera athugasemdir við þá efnislegu niðurstöðu Ríkislögreglustjóra að synja manninum um inngöngu í starfsnámið taldi hann ekki ástæðu til að beina tilmælum til embættisins um endurupptöku málsins.
Lögreglan Umboðsmaður Alþingis Stjórnsýsla Skóla - og menntamál Mest lesið Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Synir konunnar lýsa andláti hennar sem létti Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Gera hlé á leitinni í Tálknafirði Innlent Ikea sakað um grænþvott: „Slökkvið á myndavélunum“ Erlent Hellti bensíni og bar eld að bílum í Kópavogi Innlent Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Erlent Viðgerð lokið og rafmagn aftur á í Vík Innlent Daníel fær 24 ára dóm til viðbótar fyrir barnaníð Erlent Fleiri fréttir Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Viðgerð lokið og rafmagn aftur á í Vík Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Gera hlé á leitinni í Tálknafirði Hellti bensíni og bar eld að bílum í Kópavogi Tveir fréttamenn RÚV söðla um Svæðisskipulag fyrir Suðurhálendi Íslands til 2042 Framúrskarandi Íslendingur sendur úr landi Stjórnarmyndun og íbúi ósáttur vegna stanslausra framkvæmda Vonbetri eftir daginn í dag Leita einstaklings í Tálknafirði Efling lætur ekki af aðgerðum á meðan SVEIT endurskoðar samning Synir konunnar lýsa andláti hennar sem létti „Það er ekkert drama í þessu – ég rýk ekkert á dyr“ SVEIT endurskoðar kjarasamning við Virðingu Telja sólarorku ekki vera auðlind Framlengja gæsluvarðhald vegna árásar á Vopnafirði Enginn skilningur á alvarleika málsins hjá SVEIT Viðgerð hafin og enn allt keyrt á varaafli í Vík Verkefni næstu ríkisstjórnar flóknara en áður var útlit fyrir Verri afkoma ríkissjóðs ekki gott veganesti fyrir næstu stjórn Þau vilja taka við af Helga Grímssyni Fimmtungur veitingastaða sem Efling sendi bréf hefur sagt sig úr SVEIT Mega hafa einn sundlaugarvörð á vakt í Vík í Mýrdal Stærstu og umdeildustu sigrar ársins Ríkur vilji til að styðja áfram við bakið á Úkraínu Líkamsárásir, þjófnaðir og rúðubrot Níræður maður og nýbakaður tvíburafaðir duttu í lukkupottinn Auglýstu á samfélagsmiðlum fyrir 45 milljónir Óánægja í Laugarneshverfi: „Við ráðum ekki við þetta ægivald“ Sjá meira