Sambíóin „verði að girða sig í brók“ og fá nýja lyftu Lovísa Arnardóttir skrifar 4. janúar 2024 23:32 Sigrún María vonar að Sambíóin fái nýja lyftu í kvikmyndahúsið sem nú er það eina á Akureyri. Samsett Sigrún María Óskarsdóttir segir að Sambíóin á Akureyri verði að „girða sig í brók“ og koma stigalyftunni í bíóhúsinu í lag. Sigrún María er í hjólastól og fór í bíó með bróður sínum á milli jóla og nýárs en þurfti að láta bera sig upp stigann því lyftan var biluð. Stiginn er um 25 til 30 þrep og í boga. „Það er svona lyfta víða. Hún er á stiganum og er samanbrjótanleg og svo er hægt að láta hana niður og þá fer maður upp á með stólinn og þá fer maður upp,“ segir Sigrún María í samtali við fréttastofu í kvöld. Hún vakti athygli á biluninni í færslu á Facebook-síðu sinni í gær þar sem hún skorar á Sambíóin að gera eitthvað í málinu. Hún segir þetta alls ekki fyrsta skiptið sem lyftan virkar ekki. „Ég veit um nokkra á Akureyri sem hafa hreinlega þurft að hætta við að fara í bíó út af lyftunni,“ segir Sigrún María en í færslu hennar kemur fram að starfsmaður kvikmyndahússins og bróðir hennar þurftu að lyfta henni saman upp stigann vegna bilunarinnar. Lyftan sem um ræðir er svona en stiginn er miklu lengri. Sigrún María telur að hann sé um 30 þrep. í honum er líka beygja. Vísir/Getty „Ég var búin að hringja á undan og spyrja um ástandið á lyftunni. Mér hafði verið sagt að hún væri biluð og að þau væru að bíða eftir varahlutum. En ég sagði þá bara að það yrði einhver að vera í bíóinu sem gæti aðstoðað mig upp því ég ætlaði ekki að hætta við að fara. Bróður minn býr í útlöndum og hann var á landinu og ég ætlaði með honum í bíó. Ég ætlaði ekki að láta þetta stoppa mig í því,“ segir Sigrún María. Hún segir það hafa verið mikil vonbrigði að bróðir hennar hafi svo þurft að aðstoða við að færa hana upp. Það hafi ekki verið tveir starfsmenn frá kvikmyndahúsinu sem gerðu það. Langvarandi ástand Spurð hvort þetta hafi verið svona lengi segir Sigrún María að hún hafi heyrt frá annarri konu sem er í hjólastól að sama ástand hafi verið á lyftunni fyrir fimm árum síðan. „Ég skil ekki hvaða droll þetta er í þeim. Mér finnst þetta ömurlegt. Ég hef mjög gaman af því að horfa á bíómyndir og myndi örugglega fara oftar í bíó ef aðstæður væru öðruvísi.“ Eins og stendur eru Sambíóin eina kvikmyndahúsið á Akureyri. Áður var líka Borgarbíó en því var lokað árið 2022. Sigrún segir að aðstæður hafi verið miklu betri þar fyrir fólk sem noti hjólastól og eigi erfitt með gang. Það sé því orðið mjög áríðandi að Sambíóin kaupi nýja lyftu svo allir komist í bíó. „Það þýðir ekkert alltaf að laga þessa. Hún virkar í tvær vikur en svo kemur eitthvað upp á.“ Hún hefur engin viðbrögð enn fengið frá bíóinu en vonar að það breytist fljótlega. Akureyri Málefni fatlaðs fólks Mannréttindi Bíó og sjónvarp Kvikmyndahús Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Erlent Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Innlent Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Innlent Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Fleiri fréttir Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Ástand skapaðist vegna skorts á armböndum Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Sjá meira
„Það er svona lyfta víða. Hún er á stiganum og er samanbrjótanleg og svo er hægt að láta hana niður og þá fer maður upp á með stólinn og þá fer maður upp,“ segir Sigrún María í samtali við fréttastofu í kvöld. Hún vakti athygli á biluninni í færslu á Facebook-síðu sinni í gær þar sem hún skorar á Sambíóin að gera eitthvað í málinu. Hún segir þetta alls ekki fyrsta skiptið sem lyftan virkar ekki. „Ég veit um nokkra á Akureyri sem hafa hreinlega þurft að hætta við að fara í bíó út af lyftunni,“ segir Sigrún María en í færslu hennar kemur fram að starfsmaður kvikmyndahússins og bróðir hennar þurftu að lyfta henni saman upp stigann vegna bilunarinnar. Lyftan sem um ræðir er svona en stiginn er miklu lengri. Sigrún María telur að hann sé um 30 þrep. í honum er líka beygja. Vísir/Getty „Ég var búin að hringja á undan og spyrja um ástandið á lyftunni. Mér hafði verið sagt að hún væri biluð og að þau væru að bíða eftir varahlutum. En ég sagði þá bara að það yrði einhver að vera í bíóinu sem gæti aðstoðað mig upp því ég ætlaði ekki að hætta við að fara. Bróður minn býr í útlöndum og hann var á landinu og ég ætlaði með honum í bíó. Ég ætlaði ekki að láta þetta stoppa mig í því,“ segir Sigrún María. Hún segir það hafa verið mikil vonbrigði að bróðir hennar hafi svo þurft að aðstoða við að færa hana upp. Það hafi ekki verið tveir starfsmenn frá kvikmyndahúsinu sem gerðu það. Langvarandi ástand Spurð hvort þetta hafi verið svona lengi segir Sigrún María að hún hafi heyrt frá annarri konu sem er í hjólastól að sama ástand hafi verið á lyftunni fyrir fimm árum síðan. „Ég skil ekki hvaða droll þetta er í þeim. Mér finnst þetta ömurlegt. Ég hef mjög gaman af því að horfa á bíómyndir og myndi örugglega fara oftar í bíó ef aðstæður væru öðruvísi.“ Eins og stendur eru Sambíóin eina kvikmyndahúsið á Akureyri. Áður var líka Borgarbíó en því var lokað árið 2022. Sigrún segir að aðstæður hafi verið miklu betri þar fyrir fólk sem noti hjólastól og eigi erfitt með gang. Það sé því orðið mjög áríðandi að Sambíóin kaupi nýja lyftu svo allir komist í bíó. „Það þýðir ekkert alltaf að laga þessa. Hún virkar í tvær vikur en svo kemur eitthvað upp á.“ Hún hefur engin viðbrögð enn fengið frá bíóinu en vonar að það breytist fljótlega.
Akureyri Málefni fatlaðs fólks Mannréttindi Bíó og sjónvarp Kvikmyndahús Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Erlent Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Innlent Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Innlent Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Fleiri fréttir Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Ástand skapaðist vegna skorts á armböndum Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Sjá meira