Fullnaðarsigur Slayer fimm árum eftir tónleikana í Laugardalnum Kolbeinn Tumi Daðason og Árni Sæberg skrifa 5. janúar 2024 11:08 Slayer er ein helsta þrassmetalband sögunnar. Tónleikar þeirra á Íslandi árið 2018 hafa dregið dilk á eftir sér. Getty Images/Ben Hasty Guðmundur Hreiðarsson Viborg og Félögin L Events ehf. og Lifandi Viðburðir ehf. þurfa að greiða þungarokkshljómsveitinni Slayer eftirstöðvar þóknunar sem sveitin var snuðuð um eftir að hún tróð upp á tónlistarhátíðinni Secret Solstice sumarið 2018. Þetta er ljóst eftir að Hæstiréttur hafnaði kröfu Guðmundar og félaganna tveggja um áfrýjunarleyfi vegna dóms Landsréttar í október síðastliðnum. Því má segja að áralangri deilu hljómsveitarinnar við skipuleggjendur tónleikanna sé loks úr sögunni. Stærsti hluti þóknunarinnar hafði þegar verið greiddur eftir aðra baráttu fyrir dómstólum. Unnu málið en félagið farið í þrot K2 Agency Limited, umboðsfyrirtæki Slayer, hefur um nokkurra ára skeið reynt að krefja þáverandi og núverandi aðstandendur Secret Solstice um eftirstöðvar þóknunar sem sveitin var snuðuð um eftir að hún kom fram á hátíðinni sumarið 2018. Friðrik Ólafsson, skipuleggjandi hátíðarinnar, var dæmdur til að greiða umboðsfyrirtækinu eftirstöðvar skuldarinnar, meira en 133 þúsund dollara, jafnvirði meira en sautján milljóna króna árið 2020. Landsréttur staðfesti dóminn en Friðriki var synjað um leyfi til að áfrýja til Hæstaréttar. Ekkert fékkst þó upp í kröfuna eftir að upphaflegt rekstrarfélag hátíðarinnar fór í þrot. Gáfust ekki upp Umboðsfyrirtæki Slayers gafst ekki upp og höfðaði mál á hendur Live Events ehf., L Events ehf., Lifandi viðburðum ehf. og Guðmundi Hreiðarssyni Viborg. Í héraði voru félögin og Guðmundur dæmd ábyrg fyrir kröfunni en Landsréttur sneri þeim dómi við. Hæstiréttur samþykkti í kjölfarið beiðni umboðsfyrirtækisins um málskot til réttarins. Hæstiréttur taldi að málið gæti haft fordæmisgildi um stofnun kröfu og greiðsluskyldu í tilviki fleiri skuldara. Niðurstaða Hæstaréttar var að sýkna Live Events ehf. af kröfu Slayer en ómerkja hluta Landsréttardómsins sem snerist um skaðabótakröfu hljómsveitarinnar á hendur hinum félögunum tveimur og stjórnarmanninum. Skuldbatt félagið ekki með loforði í fjölmiðlum Live Events ehf. var sýknað á grundvelli þess að ekki var talið að Víkingur Heiðar Arnórsson, framkvæmdastjóri Live events, eins félaganna sem tók yfir Secret Solstice, hefði skuldbundið félagið til að greiða kröfuna þegar hann lýsti því yfir í fjölmiðlum árið 2019 að gert yrði upp við þá tónlistarmenn sem fengu ekki greitt fyrir að koma fram á hátíðinni árið áður. Eftir stóð málsástæða Slayer þess efnis að verðmætum hefði verið ráðstafað frá gamla rekstrarfélaginu með ólögmætum og saknæmum hætti áður en félagið var tekið til gjaldþrotaskipta. Guðmundur og félögin þrjú hefðu hagnast á því. Vegna náinna eigna- og stjórnunartengsl yrði að samsama Guðmund og nýju félögin því gamla. Sami hópur fólks hafi staðið að öllum félögunum. Eftir að leyfi til þess að áfrýja málinu til Hæstaréttar var veitt gerði Friðrik samkomulag við K2 Agency Limited um að stöðva innheimtu kröfunnar og að fella niður ábyrgð. Samkomulagið fól í sér að Friðrik greiddi umboðsfyrirtækinu 19,5 milljónir króna. Lækkaði umboðsfyrirtækið kröfu sína um það sem því nemur fyrir Hæstarétti. Hún hljóðaði því upp á um 12.700 dollara, jafnvirði rúmra 1,7 milljóna króna, þegar Landsréttur tók málið fyrir í annað sinn í haust. Töldu sig ekki hafa bakað neitt tjón Fyrir Landsrétti í síðari atrennu báru félögin tvö og Guðmundur fyrir sig að umboðsfyrirtækið hefði ekki sýnt fram á að það hefði orðið fyrir tjóni við framsal eigna fyrra rekstrarfélags til nýrra. Í því sambandi var vísað til gagna sem lögð voru fyrir Landsrétt um lánveitingu tveggja nafngreindra félaga til Solstice Productions ehf., framsal þess lánssamnings til áfrýjandans Guðmundar og uppgjör milli Solstice Productions ehf. og Show ehf., síðar Lifandi viðburða ehf., þar sem fram kemur að síðargreinda félagið hafi leyst til sín allar eignir Solstice Productions ehf. Í dómi Landsréttar frá því í október segir að að félögin þrjú, sem öll voru í eigu áfrýjandans Guðmundar, hafi verið rekin sem væru þau eitt félag. Gögn málsins beri einnig með sér að náin stjórnunartengsl hafi verið á milli Solstice Productions ehf., Lifandi viðburða ehf., Live events ehf. og L Events ehf. Þannig hafi sama fólkið haldið um stjórnartauma í öllum félögunum á þeim tíma sem eignir og rekstur Solstice Productions ehf. færðust til Lifandi viðburða ehf. 5. september 2018. Engin sennileg skýring sé á stofnun L-félaganna þriggja önnur en að þeim hafi verið ætlað að taka við eignum og rekstri Solstice Productions ehf., en skilja skuldirnar eftir í félaginu. Meðal þeirra réttinda sem Lifandi viðburðir ehf. hafi eignast við framsalið væri vörumerki Secret Solstice, sem væri forsenda þess að unnt væri að reka tónlistarhátíðina undir þeim merkjum sumarið 2019. Samkvæmt gögnum málsins hafi fyrst verið gert árangurslaust fjárnám hjá Solstice Productions ehf. í lok ágúst 2018 og félagið því verið ógjaldfært á þeim tíma sem eignayfirfærslan átti sér stað. „Með því að eignum félagsins var ráðstafað við þær aðstæður voru hagsmunir kröfuhafa þess, þar með talið stefnda, fyrir borð bornir,“ segir í dómi Landsréttar. Hefðu fengið greitt ef ekki fyrir fléttuna Í dómnum segir að það hafi staðið félögunum tveimur og Guðmundi næst að sýna fram á að Slayer hefði ekki fengið fjárkröfu sína greidda ef eignir Solstice Productions ehf. hefðu ekki verið framseldar til Lifandi Viðburða ehf. Í því sambandi sé einnig til þess að líta að krafan hafi verið lækkuð verulega fyrir dómi. Af gögnum málsins verði engu slegið föstu um raunverulegt verðmæti eignanna sem framseldar voru. Þó megi ætla að þar hafi vörumerki Secret Solstice ásamt þeim viðskiptasamböndum sem því fylgdu vegið þyngst vegna tekjuöflunarmöguleika sem í tónlistarhátíðinni fólust. Hafi það einnig verið svo að afrakstur hátíðarinnar sem haldin var sumarið 2019 rann til Live events ehf. og L Events ehf., dótturfélaga Lifandi viðburða ehf., í samræmi við ráðagerð stjórnenda félaganna. Samkvæmt framangreindu verði lagt til grundvallar að höfuðstóll kröfu Slayer hefði fengist greiddur ef ekki hefði komið framsalsins. Saknæmir og ólögmætir hættir „Að þessu gættu en að öðru leyti með vísan til forsendna hins áfrýjaða dóms er staðfest sú niðurstaða héraðsdóms að stjórnendur félaganna sem að umræddri ráðstöfun komu hafi með saknæmum og ólögmætum hætti valdið stefnda fjártjóni, sem áfrýjendurnir Lifandi viðburðir ehf. og L Events ehf. beri skaðabótaábyrgð á.“ Þá staðfesti Landsréttur niðurstöðu héraðsdóms þess efnis að Guðmundur beri einnig ábyrgð á tjóni Slayer á grundvelli almennra reglna skaðabótaréttar. Því var öllum stefndu gert að greiða kröfu Slayer óskipt, að frádreginni innborgun Friðriks, sem nefnd var hér að framan. Félögin tvö og Guðmundur þurfa því að greiða um þrettán þúsund Bandaríkjadali, sem jafngildir um 1,8 milljónum króna, auk málskostnaðar upp á 3,7 milljónir króna, óskipt. Dómsmál Secret Solstice Tónlist Mest lesið Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Synir konunnar lýsa andláti hennar sem létti Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Gera hlé á leitinni í Tálknafirði Innlent Ikea sakað um grænþvott: „Slökkvið á myndavélunum“ Erlent Hellti bensíni og bar eld að bílum í Kópavogi Innlent Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Erlent Viðgerð lokið og rafmagn aftur á í Vík Innlent Daníel fær 24 ára dóm til viðbótar fyrir barnaníð Erlent Fleiri fréttir Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Viðgerð lokið og rafmagn aftur á í Vík Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Gera hlé á leitinni í Tálknafirði Hellti bensíni og bar eld að bílum í Kópavogi Tveir fréttamenn RÚV söðla um Svæðisskipulag fyrir Suðurhálendi Íslands til 2042 Framúrskarandi Íslendingur sendur úr landi Stjórnarmyndun og íbúi ósáttur vegna stanslausra framkvæmda Vonbetri eftir daginn í dag Leita einstaklings í Tálknafirði Efling lætur ekki af aðgerðum á meðan SVEIT endurskoðar samning Synir konunnar lýsa andláti hennar sem létti „Það er ekkert drama í þessu – ég rýk ekkert á dyr“ SVEIT endurskoðar kjarasamning við Virðingu Telja sólarorku ekki vera auðlind Framlengja gæsluvarðhald vegna árásar á Vopnafirði Enginn skilningur á alvarleika málsins hjá SVEIT Viðgerð hafin og enn allt keyrt á varaafli í Vík Verkefni næstu ríkisstjórnar flóknara en áður var útlit fyrir Verri afkoma ríkissjóðs ekki gott veganesti fyrir næstu stjórn Þau vilja taka við af Helga Grímssyni Fimmtungur veitingastaða sem Efling sendi bréf hefur sagt sig úr SVEIT Mega hafa einn sundlaugarvörð á vakt í Vík í Mýrdal Stærstu og umdeildustu sigrar ársins Ríkur vilji til að styðja áfram við bakið á Úkraínu Líkamsárásir, þjófnaðir og rúðubrot Níræður maður og nýbakaður tvíburafaðir duttu í lukkupottinn Auglýstu á samfélagsmiðlum fyrir 45 milljónir Óánægja í Laugarneshverfi: „Við ráðum ekki við þetta ægivald“ Sjá meira
Þetta er ljóst eftir að Hæstiréttur hafnaði kröfu Guðmundar og félaganna tveggja um áfrýjunarleyfi vegna dóms Landsréttar í október síðastliðnum. Því má segja að áralangri deilu hljómsveitarinnar við skipuleggjendur tónleikanna sé loks úr sögunni. Stærsti hluti þóknunarinnar hafði þegar verið greiddur eftir aðra baráttu fyrir dómstólum. Unnu málið en félagið farið í þrot K2 Agency Limited, umboðsfyrirtæki Slayer, hefur um nokkurra ára skeið reynt að krefja þáverandi og núverandi aðstandendur Secret Solstice um eftirstöðvar þóknunar sem sveitin var snuðuð um eftir að hún kom fram á hátíðinni sumarið 2018. Friðrik Ólafsson, skipuleggjandi hátíðarinnar, var dæmdur til að greiða umboðsfyrirtækinu eftirstöðvar skuldarinnar, meira en 133 þúsund dollara, jafnvirði meira en sautján milljóna króna árið 2020. Landsréttur staðfesti dóminn en Friðriki var synjað um leyfi til að áfrýja til Hæstaréttar. Ekkert fékkst þó upp í kröfuna eftir að upphaflegt rekstrarfélag hátíðarinnar fór í þrot. Gáfust ekki upp Umboðsfyrirtæki Slayers gafst ekki upp og höfðaði mál á hendur Live Events ehf., L Events ehf., Lifandi viðburðum ehf. og Guðmundi Hreiðarssyni Viborg. Í héraði voru félögin og Guðmundur dæmd ábyrg fyrir kröfunni en Landsréttur sneri þeim dómi við. Hæstiréttur samþykkti í kjölfarið beiðni umboðsfyrirtækisins um málskot til réttarins. Hæstiréttur taldi að málið gæti haft fordæmisgildi um stofnun kröfu og greiðsluskyldu í tilviki fleiri skuldara. Niðurstaða Hæstaréttar var að sýkna Live Events ehf. af kröfu Slayer en ómerkja hluta Landsréttardómsins sem snerist um skaðabótakröfu hljómsveitarinnar á hendur hinum félögunum tveimur og stjórnarmanninum. Skuldbatt félagið ekki með loforði í fjölmiðlum Live Events ehf. var sýknað á grundvelli þess að ekki var talið að Víkingur Heiðar Arnórsson, framkvæmdastjóri Live events, eins félaganna sem tók yfir Secret Solstice, hefði skuldbundið félagið til að greiða kröfuna þegar hann lýsti því yfir í fjölmiðlum árið 2019 að gert yrði upp við þá tónlistarmenn sem fengu ekki greitt fyrir að koma fram á hátíðinni árið áður. Eftir stóð málsástæða Slayer þess efnis að verðmætum hefði verið ráðstafað frá gamla rekstrarfélaginu með ólögmætum og saknæmum hætti áður en félagið var tekið til gjaldþrotaskipta. Guðmundur og félögin þrjú hefðu hagnast á því. Vegna náinna eigna- og stjórnunartengsl yrði að samsama Guðmund og nýju félögin því gamla. Sami hópur fólks hafi staðið að öllum félögunum. Eftir að leyfi til þess að áfrýja málinu til Hæstaréttar var veitt gerði Friðrik samkomulag við K2 Agency Limited um að stöðva innheimtu kröfunnar og að fella niður ábyrgð. Samkomulagið fól í sér að Friðrik greiddi umboðsfyrirtækinu 19,5 milljónir króna. Lækkaði umboðsfyrirtækið kröfu sína um það sem því nemur fyrir Hæstarétti. Hún hljóðaði því upp á um 12.700 dollara, jafnvirði rúmra 1,7 milljóna króna, þegar Landsréttur tók málið fyrir í annað sinn í haust. Töldu sig ekki hafa bakað neitt tjón Fyrir Landsrétti í síðari atrennu báru félögin tvö og Guðmundur fyrir sig að umboðsfyrirtækið hefði ekki sýnt fram á að það hefði orðið fyrir tjóni við framsal eigna fyrra rekstrarfélags til nýrra. Í því sambandi var vísað til gagna sem lögð voru fyrir Landsrétt um lánveitingu tveggja nafngreindra félaga til Solstice Productions ehf., framsal þess lánssamnings til áfrýjandans Guðmundar og uppgjör milli Solstice Productions ehf. og Show ehf., síðar Lifandi viðburða ehf., þar sem fram kemur að síðargreinda félagið hafi leyst til sín allar eignir Solstice Productions ehf. Í dómi Landsréttar frá því í október segir að að félögin þrjú, sem öll voru í eigu áfrýjandans Guðmundar, hafi verið rekin sem væru þau eitt félag. Gögn málsins beri einnig með sér að náin stjórnunartengsl hafi verið á milli Solstice Productions ehf., Lifandi viðburða ehf., Live events ehf. og L Events ehf. Þannig hafi sama fólkið haldið um stjórnartauma í öllum félögunum á þeim tíma sem eignir og rekstur Solstice Productions ehf. færðust til Lifandi viðburða ehf. 5. september 2018. Engin sennileg skýring sé á stofnun L-félaganna þriggja önnur en að þeim hafi verið ætlað að taka við eignum og rekstri Solstice Productions ehf., en skilja skuldirnar eftir í félaginu. Meðal þeirra réttinda sem Lifandi viðburðir ehf. hafi eignast við framsalið væri vörumerki Secret Solstice, sem væri forsenda þess að unnt væri að reka tónlistarhátíðina undir þeim merkjum sumarið 2019. Samkvæmt gögnum málsins hafi fyrst verið gert árangurslaust fjárnám hjá Solstice Productions ehf. í lok ágúst 2018 og félagið því verið ógjaldfært á þeim tíma sem eignayfirfærslan átti sér stað. „Með því að eignum félagsins var ráðstafað við þær aðstæður voru hagsmunir kröfuhafa þess, þar með talið stefnda, fyrir borð bornir,“ segir í dómi Landsréttar. Hefðu fengið greitt ef ekki fyrir fléttuna Í dómnum segir að það hafi staðið félögunum tveimur og Guðmundi næst að sýna fram á að Slayer hefði ekki fengið fjárkröfu sína greidda ef eignir Solstice Productions ehf. hefðu ekki verið framseldar til Lifandi Viðburða ehf. Í því sambandi sé einnig til þess að líta að krafan hafi verið lækkuð verulega fyrir dómi. Af gögnum málsins verði engu slegið föstu um raunverulegt verðmæti eignanna sem framseldar voru. Þó megi ætla að þar hafi vörumerki Secret Solstice ásamt þeim viðskiptasamböndum sem því fylgdu vegið þyngst vegna tekjuöflunarmöguleika sem í tónlistarhátíðinni fólust. Hafi það einnig verið svo að afrakstur hátíðarinnar sem haldin var sumarið 2019 rann til Live events ehf. og L Events ehf., dótturfélaga Lifandi viðburða ehf., í samræmi við ráðagerð stjórnenda félaganna. Samkvæmt framangreindu verði lagt til grundvallar að höfuðstóll kröfu Slayer hefði fengist greiddur ef ekki hefði komið framsalsins. Saknæmir og ólögmætir hættir „Að þessu gættu en að öðru leyti með vísan til forsendna hins áfrýjaða dóms er staðfest sú niðurstaða héraðsdóms að stjórnendur félaganna sem að umræddri ráðstöfun komu hafi með saknæmum og ólögmætum hætti valdið stefnda fjártjóni, sem áfrýjendurnir Lifandi viðburðir ehf. og L Events ehf. beri skaðabótaábyrgð á.“ Þá staðfesti Landsréttur niðurstöðu héraðsdóms þess efnis að Guðmundur beri einnig ábyrgð á tjóni Slayer á grundvelli almennra reglna skaðabótaréttar. Því var öllum stefndu gert að greiða kröfu Slayer óskipt, að frádreginni innborgun Friðriks, sem nefnd var hér að framan. Félögin tvö og Guðmundur þurfa því að greiða um þrettán þúsund Bandaríkjadali, sem jafngildir um 1,8 milljónum króna, auk málskostnaðar upp á 3,7 milljónir króna, óskipt.
Dómsmál Secret Solstice Tónlist Mest lesið Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Synir konunnar lýsa andláti hennar sem létti Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Gera hlé á leitinni í Tálknafirði Innlent Ikea sakað um grænþvott: „Slökkvið á myndavélunum“ Erlent Hellti bensíni og bar eld að bílum í Kópavogi Innlent Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Erlent Viðgerð lokið og rafmagn aftur á í Vík Innlent Daníel fær 24 ára dóm til viðbótar fyrir barnaníð Erlent Fleiri fréttir Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Viðgerð lokið og rafmagn aftur á í Vík Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Gera hlé á leitinni í Tálknafirði Hellti bensíni og bar eld að bílum í Kópavogi Tveir fréttamenn RÚV söðla um Svæðisskipulag fyrir Suðurhálendi Íslands til 2042 Framúrskarandi Íslendingur sendur úr landi Stjórnarmyndun og íbúi ósáttur vegna stanslausra framkvæmda Vonbetri eftir daginn í dag Leita einstaklings í Tálknafirði Efling lætur ekki af aðgerðum á meðan SVEIT endurskoðar samning Synir konunnar lýsa andláti hennar sem létti „Það er ekkert drama í þessu – ég rýk ekkert á dyr“ SVEIT endurskoðar kjarasamning við Virðingu Telja sólarorku ekki vera auðlind Framlengja gæsluvarðhald vegna árásar á Vopnafirði Enginn skilningur á alvarleika málsins hjá SVEIT Viðgerð hafin og enn allt keyrt á varaafli í Vík Verkefni næstu ríkisstjórnar flóknara en áður var útlit fyrir Verri afkoma ríkissjóðs ekki gott veganesti fyrir næstu stjórn Þau vilja taka við af Helga Grímssyni Fimmtungur veitingastaða sem Efling sendi bréf hefur sagt sig úr SVEIT Mega hafa einn sundlaugarvörð á vakt í Vík í Mýrdal Stærstu og umdeildustu sigrar ársins Ríkur vilji til að styðja áfram við bakið á Úkraínu Líkamsárásir, þjófnaðir og rúðubrot Níræður maður og nýbakaður tvíburafaðir duttu í lukkupottinn Auglýstu á samfélagsmiðlum fyrir 45 milljónir Óánægja í Laugarneshverfi: „Við ráðum ekki við þetta ægivald“ Sjá meira