Vatns- og matarskortur í skjálausri ferð heim frá Kanarí Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 8. janúar 2024 07:01 Flugvélin sem ferjaði Íslendinga heim frá Kanaríeyjunum á mánudag var sú eina í eigu Icelandair sem ekki er með afþreyingarkerfi. Vísir/Vilhelm Icelandair hefur borist nokkrar kvartanir frá farþegum sem voru um borð í flugi heim til Íslands frá Gran Canaria síðastliðinn mánudag. Veitingar um borð í vélinni voru nær uppurnar, ekkert vatn var á krönum og engin afþreying í boði í fluginu, sem endaði á því að vera sjö klukkustundir vegna seinkanna. Þetta er meðal þess sem fram kemur í svörum Guðna Sigurðssonar, upplýsingafulltrúa Icelandair til Vísis. Tilefnið er umfjöllun Nútímans þar sem haft er eftir ónefndum farþegum um borð að um hafi verið að ræða „algjört“ hryllingsflug. Farþegar lýsa því að þeir hafi setið um borð í vélinni í tvær klukkustundir á flugvellinum á Gran Canaria á meðan reynt var að fylla á vatnstanka vélarinnar. Það hafi hinsvegar ekki tekist og ekkert vatn í krönum vélarinnar. Þegar lagt hafi verið af stað hafi svo litlar sem engar veitingar verið í boði, ekkert kaffi, ekkert te og enginn bjór. Þá lýsir farþegi óánægju með fría barnamáltíð og segir þeim hafa verið boðið upp á gulrætur og eplasafa. Flugið hafi á endanum verið sjö klukkustunda langt. Farþegarnir voru á leið heim eftir gott jólafrí á Gran Canaria.Vísir/Getty Forsvarsmönnum félagsins þykir málið leitt „Já okkur hafa borist nokkrar kvartanir vegna þessa flugs enda komu þarna upp aðstæður sem voru ekki í samræmi við þá þjónustu sem við bjóðum almennt og fólk er vant. Okkur þykir það mjög leitt,“ segir Guðni Sigurðsson, upplýsingafulltrúi Icelandair í svari til Vísis vegna málsins. „Ástæðurnar fyrir þessu eru fyrst og fremst þrjár: Veitingasala var óvenju mikil á leið til Kanarí og því var lítið eftir af stökum vörum á leiðinni til baka, flugvélin sem var notuð í flugið var ekki með skjáum í sætum og þjónustuaðili á flugvellinum ytra náði ekki að fylla vatnstanka að fullu fyrir brottför. Skortur á vatni hafði þau áhrif að ekki var hægt að afgreiða matvörur sem krefjast þess að hafa heitt vatn, svo sem kaffi og te.“ Eina vélin sem er eftir án afþreyingar „Aðeins þessi eina vél í okkar flota er án hefðbundins afþreyingarkerfis. Hins vegar bjóðum við farþegum að tengja sín eigin snjalltæki við innranet flugvélarinnar og streyma afþreyingarefni. Farþegum var sendur tölvupóstur sem útskýrði þetta fyrir flugið en við erum að skoða hvort við getum bætt um betur í því upplýsingaflæði.“ Félagið segist ekki flytja fleiri vörur en þörf sé á í hverri flugvél. Vísir/Vilhelm Bera ekki fleiri vörur en þarf Gerist það oft að kaffi, gos og aðrir drykkir líkt og bjór klárist í vélum? „Við reynum eftir fremsta megni að meta þörfina fyrir hvert flug en um leið leggjum við áherslu á að bera ekki meiri vörur en við þurfum til þess að stuðla að minni eldsneytisnotkun og þar með minni kolefnislosun. Það getur komið fyrir að sala er óvenjumikil á einhverjum flugleggjum og að það hafi áhrif á seinni fluglegg. Það gerist hins vegar sjaldan.“ Ný barnamáltíð til reynslu Spurður um barnamáltíðir um borð í vélum Icelandair segir Guðni þær taka breytingum yfir árið. Það sé eins mismunandi eftir því hvaða leiðar eru í boði. „Í þessu flugi var um að ræða máltíð sem er ný og er til reynslu á Evrópuleiðum. Hún inniheldur hollari kost, í takt við eftirspurn frá viðskiptavinum. Barnaboxið á þessari leið innihélt ost, ávaxtarúllu, gulrætur, hrökk kex og ávaxtasafa.“ Fréttir af flugi Icelandair Kanaríeyjar Mest lesið Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Innlent Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Innlent Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Innlent Fleiri fréttir „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð Sjá meira
Þetta er meðal þess sem fram kemur í svörum Guðna Sigurðssonar, upplýsingafulltrúa Icelandair til Vísis. Tilefnið er umfjöllun Nútímans þar sem haft er eftir ónefndum farþegum um borð að um hafi verið að ræða „algjört“ hryllingsflug. Farþegar lýsa því að þeir hafi setið um borð í vélinni í tvær klukkustundir á flugvellinum á Gran Canaria á meðan reynt var að fylla á vatnstanka vélarinnar. Það hafi hinsvegar ekki tekist og ekkert vatn í krönum vélarinnar. Þegar lagt hafi verið af stað hafi svo litlar sem engar veitingar verið í boði, ekkert kaffi, ekkert te og enginn bjór. Þá lýsir farþegi óánægju með fría barnamáltíð og segir þeim hafa verið boðið upp á gulrætur og eplasafa. Flugið hafi á endanum verið sjö klukkustunda langt. Farþegarnir voru á leið heim eftir gott jólafrí á Gran Canaria.Vísir/Getty Forsvarsmönnum félagsins þykir málið leitt „Já okkur hafa borist nokkrar kvartanir vegna þessa flugs enda komu þarna upp aðstæður sem voru ekki í samræmi við þá þjónustu sem við bjóðum almennt og fólk er vant. Okkur þykir það mjög leitt,“ segir Guðni Sigurðsson, upplýsingafulltrúi Icelandair í svari til Vísis vegna málsins. „Ástæðurnar fyrir þessu eru fyrst og fremst þrjár: Veitingasala var óvenju mikil á leið til Kanarí og því var lítið eftir af stökum vörum á leiðinni til baka, flugvélin sem var notuð í flugið var ekki með skjáum í sætum og þjónustuaðili á flugvellinum ytra náði ekki að fylla vatnstanka að fullu fyrir brottför. Skortur á vatni hafði þau áhrif að ekki var hægt að afgreiða matvörur sem krefjast þess að hafa heitt vatn, svo sem kaffi og te.“ Eina vélin sem er eftir án afþreyingar „Aðeins þessi eina vél í okkar flota er án hefðbundins afþreyingarkerfis. Hins vegar bjóðum við farþegum að tengja sín eigin snjalltæki við innranet flugvélarinnar og streyma afþreyingarefni. Farþegum var sendur tölvupóstur sem útskýrði þetta fyrir flugið en við erum að skoða hvort við getum bætt um betur í því upplýsingaflæði.“ Félagið segist ekki flytja fleiri vörur en þörf sé á í hverri flugvél. Vísir/Vilhelm Bera ekki fleiri vörur en þarf Gerist það oft að kaffi, gos og aðrir drykkir líkt og bjór klárist í vélum? „Við reynum eftir fremsta megni að meta þörfina fyrir hvert flug en um leið leggjum við áherslu á að bera ekki meiri vörur en við þurfum til þess að stuðla að minni eldsneytisnotkun og þar með minni kolefnislosun. Það getur komið fyrir að sala er óvenjumikil á einhverjum flugleggjum og að það hafi áhrif á seinni fluglegg. Það gerist hins vegar sjaldan.“ Ný barnamáltíð til reynslu Spurður um barnamáltíðir um borð í vélum Icelandair segir Guðni þær taka breytingum yfir árið. Það sé eins mismunandi eftir því hvaða leiðar eru í boði. „Í þessu flugi var um að ræða máltíð sem er ný og er til reynslu á Evrópuleiðum. Hún inniheldur hollari kost, í takt við eftirspurn frá viðskiptavinum. Barnaboxið á þessari leið innihélt ost, ávaxtarúllu, gulrætur, hrökk kex og ávaxtasafa.“
Fréttir af flugi Icelandair Kanaríeyjar Mest lesið Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Innlent Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Innlent Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Innlent Fleiri fréttir „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð Sjá meira