De Bruyne sneri aftur í fimm marka sigri

Kevin De Bruyne kom inn sem varamaður á 57. mínútu eftir 149 daga fjarveru. Þetta var fyrsti leikur hans síðan í opnunarleik ensku úrvalsdeildarinnar.
Kevin De Bruyne kom inn sem varamaður á 57. mínútu eftir 149 daga fjarveru. Þetta var fyrsti leikur hans síðan í opnunarleik ensku úrvalsdeildarinnar. Gareth Copley/Getty Images)

Varnarmaður Man. City, Manuel Akanji, fór meiddur af velli eftir aðeins 18 mínútna leik.

Manchester City skoraði fyrstu tvö mörkin með aðeins fjögurra mínútna millibili, Phil Foden setti það fyrsta eftir góðan undirbúning Julian Alvarez. Sá síðarnefndi var svo sjálfur á ferðinni í öðru markinu en þetta var fjórði leikurinn í röð sem Alvarez kom boltanum í netið.

Ben Jackson setti boltann óvart í eigið net mínútu síðar, Phil Foden skoraði svo fjórða markið áður en Kevin De Bruyne lagði fimmta og síðasta mark leiksins upp á Jeremy Doku. 


Tengdar fréttir

Man. City á fjóra af ellefu bestu í heimi

The Guardian fékk 218 sérfræðinga, þar á meðal þrjá íslenska, til að taka þátt í að velja hundrað bestu knattspyrnukarla heims í ár. Norðmaður, Englendingur og Frakki sitja í efstu þremur sætunum.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira