Fulham hafði mikla yfirburði í leiknum en gestirnir náðu ekki einu einasta skoti á rammann og áttu raunar aðeins þrjár marktilraunir gegn 21. Mörkin létu þó á sér standa hjá heimamönnum en Bobby De Cordova-Reid skoraði eina mark leiksins á 24. mínútu.
Þetta er í þrettánda sinn í 15 leikjum sem Fulham kemst áfram í bikarnum eftir leik gegn liði í neðri deild. Rotherham aftur á móti bíða enn eftir sigri á útivelli í bikarnum en liðið hefur ekki unnið slíka viðureign síðan í nóvember 2022.
Þrír leikir voru á dagskrá í enska bikarnum í kvöld. Leik Tottenham og Burnley er ekki lokið og þá lauk viðureign Wolves og Brentford með 1-1 jafntefli og þurfa liðin því að mætast á ný. Úlfarnir léku manni færri nánast allan leikinn en Joao Gomes fékk beint rautt spjald á 9. mínútu.