Innlent

Enn mælist land­ris við Svarts­engi

Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar
Um 140 skjálftar hafa mælst yfir kvikuganginum í dag, allt smá skjálftar og var sá stærsti 1,1 að stærð.
Um 140 skjálftar hafa mælst yfir kvikuganginum í dag, allt smá skjálftar og var sá stærsti 1,1 að stærð. Vísir/Arnar

Enn mælist landris við Svartsengi með svipuðum hraða og undanfarna daga samkvæmt GPS gögnum Veðurstofunnar. 

Lítil breyting er sögð vera á stöðunni. Um 140 skjálftar hafa mælst yfir kvikuganginum í dag, allt smá skjálftar og var sá stærsti 1,1 að stærð. Veðurstofan heldur áfram að vakta svæðið gaumgæfilega allan sólarhringinn og er í beinu sambandi við almannavarnir um stöðu mála.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×