Innlent

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Jón Þór Stefánsson skrifar
Frettastofa_2021_1080x720_03

Hjól atvinnulífsins eru smám saman farin að snúast í Grindavík, þrátt fyrir yfirvofandi hættu á eldgosi nálægt bæjarmörkunum. Framkvæmdastjóri fiskvinnslufyrirtækis, sem opnaði í dag í fyrsta sinn frá rýmingu, segir tilfinningarnar blendnar

Við kíkjum til Grindavíkur og í Bláa Lónið í kvöldfréttum Stöðvar 2 og ræðum við Víði Reynisson um stöðu mála í beinni.

Faðir drengs sem lést af slysförum á síðasta ári segir síðustu mánuði hafa verið erfiða. Við hittum foreldrana sem minntust hans á veitingastað fjölskyldunnar í tilefni þess að Ibrahim hefði orðið níu ára í dag.

Árið 2023 var hlýjasta ár frá upphafi mælinga og er hlýnunin nærri viðmiði Parísarsáttmálans. Formaður Landverndar mætir í myndver og fer yfir málið.

Þá skoðum við flugeldaruslið sem liggur enn á víð og dreif, hittum mótmælendur á Austurvelli og kíkjum á miklar framkvæmdir við sundlaugina á Sauðarkróki.

Í Íslandi í dag hittum við aðstoðarskólastjóra Réttarholtsskóla sem segir að kennarar, skólastjórnendur og embættismenn verði að taka ábyrgð á lélegu gengi nemenda í Pisa-könnunum.

Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar og Stöðvar 2 klukkan 18:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×