Tónninn gjörbreyttist þegar „eiginkonan“ hafði samband Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 10. janúar 2024 10:31 Fréttastofu er ekki kunnugt um hvers lags skáp hafi verið um að ræða. Hér er mynd af smíðuðum skáp úr safni. Getty Smiður sem tók að sér að smíða fallegan skáp fyrir um hálfa milljón króna tilkynnti kaupanda að vegna heilsufarsbrests gæti hann ekki lokið við verkið eins og samið var um. Þegar kaupandi hafði samband í nafni eiginkonu sinnar og ætlaði að kaupa annað verk tók smiðurinn vel í það erindi. Málið var tekið fyrir af kærunefnd vöru- og þjónustukaupa sem kaupandinn, búsettur í Bandaríkjunum, leitaði til. Forsagan er sú að í febrúar 2023 pantaði hann sérsmíðaðan skáp af smiðnum í gegnum vefsíðu og greiddi fjögur þúsund dollara fyrir, um hálfa milljón íslenskra króna. Staðfesting barst á greiðslunni og samkvæmt reikningnum átti skápurinn að verða afhentur eftir sjö til níu vikur. Að þeim tíma liðnum reyndi kaupandinn að ná í smiðinn um stöðuna á verkinu en þar var fátt um svör að fá. Í júní 2023 fékk kaupandinn tölvupóst frá smiðnum sem bar sig illa. Sökum heilsufarsbrests og fjárhagsvandræða hefði hann ekki getað orðið við pöntuninni. Hann stefndi á að reyna að greiða honum kaupverð skápsins fyrir árslok. Kaupandinn krafðist nokkrum vikum síðar endurgreiðslu innan sólarhrings en ekkert varð af henni og engin merki þess að skápurinn væri í smíðum. Brást skjótt við skilaboðum eiginkonunnar Kaupandinn brá að það ráð að hafa samband við smiðinn undir nafni eiginkonu sinnar um þetta leyti og spyrjast fyrir um annan sérsmíðaðan hlut til sölu. Sömuleiðis hvort í boði væri að senda hlutinn til Bandaríkjanna. Þá brást smiðurinn skjótt við og kvaðst geta sent hlutinn strax þangað. Hvergi var minnst á tafir á afhendingu, fjárhagsvandræði eða heilsufarsbrest. Þegar kaupandinn svipti hulunni af sjálfum sér, ef svo má segja, hætti smiðurinn að svara honum. Kærunefnd vöru- og þjónustukaupa hefur haft málið á sínu borði síðan í ágúst, leitað svara hjá smiðnum en ekki fengið nein. Úrskurður var því kveðinn upp miðað við gögn kaupanda í málinu og var niðurstaðan skýr. Smiðurinn þarf að greiða kaupandanum fjögur þúsund dollara auk málskostnaðargjalds upp á 35 þúsund krónur. Bandaríkin Handverk Neytendur Mest lesið „Við bara tókum íslensku brjáluðu bjartsýnina á þetta“ Atvinnulíf BYKO opnar nýja og glæsilega timburverslun Samstarf Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Viðskipti innlent „Þetta er afnotagjald“ Viðskipti innlent Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum Viðskipti innlent Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Viðskipti innlent Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Viðskipti innlent Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Viðskipti innlent Gerðu tungumálarassíu hjá reiðhjólaverslunum Neytendur Fjórðungur Z-kynslóðarinnar hyggst flytja til útlanda Atvinnulíf Fleiri fréttir Gerðu tungumálarassíu hjá reiðhjólaverslunum Svara Melabúðinni: „Verðtökufólki hefur sannarlega verið vísað á dyr“ Þrjú hundruð á biðlista og hækkuð áskriftargjöld Indó ríður aftur á vaðið Óskiljanlegt að ASÍ beini spjótum sínum að lítilli hverfisverslun Meina verðlagseftirlitsmönnum inngöngu Þröng á þingi og þriggja tíma ferð vegna þrjátíu prósenta afsláttar Margir gangi í gildru netsvindlara í óðagoti Sýndarverslanir spretta upp eins og gorkúlur Verð enn lægst í Prís Milljarðar Menntasjóðsins skrítnir þegar stúdentar sligist undan vöxtum Varað við svörtum eldhúsáhöldum IKEA innkallar útiljósaseríur og útiljós Neytendastofa sektar þrjár verslanir vegna nikótínauglýsinga Innkalla baunasúpu rétt í tæka tíð Rukkað því fólk hékk í rennunni Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Skilar samkeppnin okkur samkeppnishæfu matarverði? Norskir komast í Víking gylltan Auðveldara verði að breyta atvinnuhúsnæði í íbúðir E. coli í frönskum osti Morgunblaðið skammað fyrir að birta óvart lítið merki Stytta skammarkrókinn til muna Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Loforð um milljarða í vasa neytenda „fuglar í skógi“ Sendi kærustuna með fiðluna svo hann kæmist í flugið Tappareglurnar innsiglaðar með lögum Greiði milljarða í arð í stað þess að lækka vexti til almennings Sjá meira
Málið var tekið fyrir af kærunefnd vöru- og þjónustukaupa sem kaupandinn, búsettur í Bandaríkjunum, leitaði til. Forsagan er sú að í febrúar 2023 pantaði hann sérsmíðaðan skáp af smiðnum í gegnum vefsíðu og greiddi fjögur þúsund dollara fyrir, um hálfa milljón íslenskra króna. Staðfesting barst á greiðslunni og samkvæmt reikningnum átti skápurinn að verða afhentur eftir sjö til níu vikur. Að þeim tíma liðnum reyndi kaupandinn að ná í smiðinn um stöðuna á verkinu en þar var fátt um svör að fá. Í júní 2023 fékk kaupandinn tölvupóst frá smiðnum sem bar sig illa. Sökum heilsufarsbrests og fjárhagsvandræða hefði hann ekki getað orðið við pöntuninni. Hann stefndi á að reyna að greiða honum kaupverð skápsins fyrir árslok. Kaupandinn krafðist nokkrum vikum síðar endurgreiðslu innan sólarhrings en ekkert varð af henni og engin merki þess að skápurinn væri í smíðum. Brást skjótt við skilaboðum eiginkonunnar Kaupandinn brá að það ráð að hafa samband við smiðinn undir nafni eiginkonu sinnar um þetta leyti og spyrjast fyrir um annan sérsmíðaðan hlut til sölu. Sömuleiðis hvort í boði væri að senda hlutinn til Bandaríkjanna. Þá brást smiðurinn skjótt við og kvaðst geta sent hlutinn strax þangað. Hvergi var minnst á tafir á afhendingu, fjárhagsvandræði eða heilsufarsbrest. Þegar kaupandinn svipti hulunni af sjálfum sér, ef svo má segja, hætti smiðurinn að svara honum. Kærunefnd vöru- og þjónustukaupa hefur haft málið á sínu borði síðan í ágúst, leitað svara hjá smiðnum en ekki fengið nein. Úrskurður var því kveðinn upp miðað við gögn kaupanda í málinu og var niðurstaðan skýr. Smiðurinn þarf að greiða kaupandanum fjögur þúsund dollara auk málskostnaðargjalds upp á 35 þúsund krónur.
Bandaríkin Handverk Neytendur Mest lesið „Við bara tókum íslensku brjáluðu bjartsýnina á þetta“ Atvinnulíf BYKO opnar nýja og glæsilega timburverslun Samstarf Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Viðskipti innlent „Þetta er afnotagjald“ Viðskipti innlent Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum Viðskipti innlent Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Viðskipti innlent Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Viðskipti innlent Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Viðskipti innlent Gerðu tungumálarassíu hjá reiðhjólaverslunum Neytendur Fjórðungur Z-kynslóðarinnar hyggst flytja til útlanda Atvinnulíf Fleiri fréttir Gerðu tungumálarassíu hjá reiðhjólaverslunum Svara Melabúðinni: „Verðtökufólki hefur sannarlega verið vísað á dyr“ Þrjú hundruð á biðlista og hækkuð áskriftargjöld Indó ríður aftur á vaðið Óskiljanlegt að ASÍ beini spjótum sínum að lítilli hverfisverslun Meina verðlagseftirlitsmönnum inngöngu Þröng á þingi og þriggja tíma ferð vegna þrjátíu prósenta afsláttar Margir gangi í gildru netsvindlara í óðagoti Sýndarverslanir spretta upp eins og gorkúlur Verð enn lægst í Prís Milljarðar Menntasjóðsins skrítnir þegar stúdentar sligist undan vöxtum Varað við svörtum eldhúsáhöldum IKEA innkallar útiljósaseríur og útiljós Neytendastofa sektar þrjár verslanir vegna nikótínauglýsinga Innkalla baunasúpu rétt í tæka tíð Rukkað því fólk hékk í rennunni Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Skilar samkeppnin okkur samkeppnishæfu matarverði? Norskir komast í Víking gylltan Auðveldara verði að breyta atvinnuhúsnæði í íbúðir E. coli í frönskum osti Morgunblaðið skammað fyrir að birta óvart lítið merki Stytta skammarkrókinn til muna Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Loforð um milljarða í vasa neytenda „fuglar í skógi“ Sendi kærustuna með fiðluna svo hann kæmist í flugið Tappareglurnar innsiglaðar með lögum Greiði milljarða í arð í stað þess að lækka vexti til almennings Sjá meira