Líkurnar meiri en minni á gosi í Grímsvötnum Oddur Ævar Gunnarsson og Kristín Ólafsdóttir skrifa 11. janúar 2024 10:26 Magnús Tumi Guðmundsson segir líkurnar meiri en minni á að gos hefjist brátt í Grímsvötnum. Vísir/Vilhelm Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði, segir meiri líkur en minni á því að eldgos hefjist í Grímsvötnum á næstunni. Þau sýni öll merki þess. Jökulhlaup er hafið úr Grímsvötnum. „Það er hægt, rísandi jökulhlaup búið að vera í gangi þar í nokkra daga,“ segir Magnús Tumi í samtali við fréttastofu. Nokkuð öflugur skjálfti reið yfir Grímsvötn í morgun en upptök hans voru um þrjá og hálfan kílómetra norðaustur af Grímsfjalli í Vatnajökli. Hvað þýðir það að það sé jökulhlaup? „Grímsvötn eru eitt stærsta jarðhitasvæði landsins, er undir jökli og þar flæðir ísinn inn í öskjuna, þar bráðnar hann og þar er vatn undir og svo fer þetta vatn fram í jökulhlaupum öðru hvoru.“ Magnús segir hlaupin ekki eins tíð og áður fyrr. Þá hafi hlaupin verið stærri. Nú verði hlaup nánast árlega og eru því töluvert minni og líkari Skaftárhlaupum. Gosin yfirleitt ekki stór Hvað þýðir þetta með tillit til mögulegs eldgoss þarna? „Það eru að verða núna þrettán ár síðan það gaus síðast í Grímsvötnum en Grímsvötn eru sú eldstöð sem gýs langoftast á Íslandi. Það eru á milli sextíu og sjötíu gos þekkt þar síðustu áttahundruð árin, sem er meira en þrefalt meira í Heklu eða Kötlu til dæmis.“ Magnús segir gosin yfirleitt ekki stór. Um sé að verða sprengigos sem hafi tilhneigingu til að verða í lok jökulhlaupa því þá minnki þrýstingurinn, fargið ofan á eldfjallinu minnki þegar vatnsborðið lækki og þá hafi þau tilhneigingu til að gjósa. Öll merki um gos „Það var þannig síðast 2004 og þar áður 1934 og oft þar áður. Þess vegna erum við að líta svo á að það séu meiri líkur á að það gjósi þar á næstunni, næstu dögum meðan að þrýstingurinn er að minnka, heldur en vanalega. En það er ekkert sem við getum gefið okkur í þessu, þetta er bara möguleiki og það verður líka að segjast að Grímsvötn sýna öll merki um að þau séu tilbúin í gos.“ Það gæti gosið þarna á næstu dögum? „Það eru auknar líkur en það er ekkert gefið í þessu.“ Ef það gýs ekki og hlaupið klárast, eru aftur minni líkur á gosi? „Já en Grímsvötn eru farin að líkjast meira því sem var fyrir gosið 2004, þá voru allskonar svona óróa merki sem voru að koma fram og við erum að sjá það núna. Svo er þessi skjálfti sem varð núna, hann er nú sennilega sá stærsti sem hefur orðið þarna í áratugi en hvaða merkingu það hefur, það er ekki svo auðvelt að segja til um það.“ Geti truflað flug Magnús tekur aftur fram að gosin séu ekki stór. Það sé helst þannig að þau geti truflað flugumferð. „Það er tvennt sem þau geta gert af sér, það er annars vegar að ef það gýs utan við sjálf vötnin þá getur orðið töluvert mikil ísbráðnun og það getur orið töluvert hlaup, en aðstæður á Skeiðarársandi eru þannig að þau geta tekið við töluvert miklum hlaupum,“ segir Magnús Tumi. „Síðan er það gjóskan, þetta eru sprengigos og það getur þá haft áhrif út yfir svolítið svæði og búið til flugbannssvæði, þannig það getur haft áhrif og truflar flugleiðir í einhvern smá tíma, en yfirleitt ekki lengur en svona einn, tvo daga og yfirleitt á takmörkuðu svæði. Algengast er að það fari í norðaustur, það væri auðvitað besta áttin og hefur minnstu áhrif á flug en ef það er í sömu átt eins og í Eyjafjallajökli 2010 þá verða áhrifin meiri. Við þurfum bara að sjá.“ Grímsvötn Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, rennileg og háfætt Innlent Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Erlent Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Innlent Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Erlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Vill fartölvu í fangelsið Erlent Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Erlent Danir kveðja konur í herinn Erlent Pyttur opnaðist skyndilega á hraðbraut Erlent Fleiri fréttir Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, rennileg og háfætt Rannsaka neysluvatn í Hveragerði Ósammála hvort að um leiðréttingu sé að ræða Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Myndefni af heimilisofbeldi, vanvirðing við skattgreiðendur og fegurðardís „Þessi leiðrétting er hið rétta í stöðunni“ Tvíburaforeldrar fái hálft ár í viðbótarorlof Tveimur konum sleppt en fimm dúsa enn inni Ár frá þjófnaðinum í Hamraborg og enginn verið ákærður Líklegast að næsta gos verði stærra en fyrri gos Fólk ekki fasistar þó það eigi Teslu Lýsti áralöngu heimilisofbeldi í pontu Alþingis MAST kærir Kaldvík til lögreglu Aukin harka að færast í undirheimana Lögregla muni reyna að vera orðvarari í samræðum á vettvangi Kynntu breytingar á lögum um veiðigjald Næstu dagar ráða úrslitum um framtíð Kvikmyndaskóla Íslands Sögð ætla að kynna umtalsverðar breytingar á veiðigjöldum Guðmundur Ingi ávarpaði menntafólk á leiðtogafundi Tveir handteknir vegna stolins riffils með hljóðdeyfi Guðbjörg aðstoðar Guðmund Inga Líf hans í hættu ef hann leitaði til lögreglu Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Tekur við stöðunni af Guðmundi Inga Opnunarsamkoma leiðtogafundar í menntamálum „Þarna ertu ekki að tala um breytingu, heldur byltingu“ Áföll hafa mótað Guðmund Inga: „Ég læt ekki valta yfir mig“ Sjá meira
„Það er hægt, rísandi jökulhlaup búið að vera í gangi þar í nokkra daga,“ segir Magnús Tumi í samtali við fréttastofu. Nokkuð öflugur skjálfti reið yfir Grímsvötn í morgun en upptök hans voru um þrjá og hálfan kílómetra norðaustur af Grímsfjalli í Vatnajökli. Hvað þýðir það að það sé jökulhlaup? „Grímsvötn eru eitt stærsta jarðhitasvæði landsins, er undir jökli og þar flæðir ísinn inn í öskjuna, þar bráðnar hann og þar er vatn undir og svo fer þetta vatn fram í jökulhlaupum öðru hvoru.“ Magnús segir hlaupin ekki eins tíð og áður fyrr. Þá hafi hlaupin verið stærri. Nú verði hlaup nánast árlega og eru því töluvert minni og líkari Skaftárhlaupum. Gosin yfirleitt ekki stór Hvað þýðir þetta með tillit til mögulegs eldgoss þarna? „Það eru að verða núna þrettán ár síðan það gaus síðast í Grímsvötnum en Grímsvötn eru sú eldstöð sem gýs langoftast á Íslandi. Það eru á milli sextíu og sjötíu gos þekkt þar síðustu áttahundruð árin, sem er meira en þrefalt meira í Heklu eða Kötlu til dæmis.“ Magnús segir gosin yfirleitt ekki stór. Um sé að verða sprengigos sem hafi tilhneigingu til að verða í lok jökulhlaupa því þá minnki þrýstingurinn, fargið ofan á eldfjallinu minnki þegar vatnsborðið lækki og þá hafi þau tilhneigingu til að gjósa. Öll merki um gos „Það var þannig síðast 2004 og þar áður 1934 og oft þar áður. Þess vegna erum við að líta svo á að það séu meiri líkur á að það gjósi þar á næstunni, næstu dögum meðan að þrýstingurinn er að minnka, heldur en vanalega. En það er ekkert sem við getum gefið okkur í þessu, þetta er bara möguleiki og það verður líka að segjast að Grímsvötn sýna öll merki um að þau séu tilbúin í gos.“ Það gæti gosið þarna á næstu dögum? „Það eru auknar líkur en það er ekkert gefið í þessu.“ Ef það gýs ekki og hlaupið klárast, eru aftur minni líkur á gosi? „Já en Grímsvötn eru farin að líkjast meira því sem var fyrir gosið 2004, þá voru allskonar svona óróa merki sem voru að koma fram og við erum að sjá það núna. Svo er þessi skjálfti sem varð núna, hann er nú sennilega sá stærsti sem hefur orðið þarna í áratugi en hvaða merkingu það hefur, það er ekki svo auðvelt að segja til um það.“ Geti truflað flug Magnús tekur aftur fram að gosin séu ekki stór. Það sé helst þannig að þau geti truflað flugumferð. „Það er tvennt sem þau geta gert af sér, það er annars vegar að ef það gýs utan við sjálf vötnin þá getur orðið töluvert mikil ísbráðnun og það getur orið töluvert hlaup, en aðstæður á Skeiðarársandi eru þannig að þau geta tekið við töluvert miklum hlaupum,“ segir Magnús Tumi. „Síðan er það gjóskan, þetta eru sprengigos og það getur þá haft áhrif út yfir svolítið svæði og búið til flugbannssvæði, þannig það getur haft áhrif og truflar flugleiðir í einhvern smá tíma, en yfirleitt ekki lengur en svona einn, tvo daga og yfirleitt á takmörkuðu svæði. Algengast er að það fari í norðaustur, það væri auðvitað besta áttin og hefur minnstu áhrif á flug en ef það er í sömu átt eins og í Eyjafjallajökli 2010 þá verða áhrifin meiri. Við þurfum bara að sjá.“
Grímsvötn Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, rennileg og háfætt Innlent Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Erlent Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Innlent Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Erlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Vill fartölvu í fangelsið Erlent Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Erlent Danir kveðja konur í herinn Erlent Pyttur opnaðist skyndilega á hraðbraut Erlent Fleiri fréttir Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, rennileg og háfætt Rannsaka neysluvatn í Hveragerði Ósammála hvort að um leiðréttingu sé að ræða Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Myndefni af heimilisofbeldi, vanvirðing við skattgreiðendur og fegurðardís „Þessi leiðrétting er hið rétta í stöðunni“ Tvíburaforeldrar fái hálft ár í viðbótarorlof Tveimur konum sleppt en fimm dúsa enn inni Ár frá þjófnaðinum í Hamraborg og enginn verið ákærður Líklegast að næsta gos verði stærra en fyrri gos Fólk ekki fasistar þó það eigi Teslu Lýsti áralöngu heimilisofbeldi í pontu Alþingis MAST kærir Kaldvík til lögreglu Aukin harka að færast í undirheimana Lögregla muni reyna að vera orðvarari í samræðum á vettvangi Kynntu breytingar á lögum um veiðigjald Næstu dagar ráða úrslitum um framtíð Kvikmyndaskóla Íslands Sögð ætla að kynna umtalsverðar breytingar á veiðigjöldum Guðmundur Ingi ávarpaði menntafólk á leiðtogafundi Tveir handteknir vegna stolins riffils með hljóðdeyfi Guðbjörg aðstoðar Guðmund Inga Líf hans í hættu ef hann leitaði til lögreglu Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Tekur við stöðunni af Guðmundi Inga Opnunarsamkoma leiðtogafundar í menntamálum „Þarna ertu ekki að tala um breytingu, heldur byltingu“ Áföll hafa mótað Guðmund Inga: „Ég læt ekki valta yfir mig“ Sjá meira