Fær nýjan samning þrátt fyrir að hafa slitið krossband nýlega Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 11. janúar 2024 23:01 Sam Kerr í leik með Chelsea. Gaspafotos/Getty Images Stormsenterinn Sam Kerr hefur framlengt samning sinn við Englandsmeistara Chelsea til 2025 hið minnsta. Tímasetningin vekur athygli en stutt er síðan Kerr sleit krossband í hné og ljóst að hún spilar ekki meira á þessari leiktíð. Hin þrítuga Kerr hefur skorað 99 mörk í 128 leikjum fyrir Chelsea. Hún fer undir hnífinn á næstu dögum eftir að hafa slitið krossband í hné þegar hún var við æfingar í Marokkó á meðan jólafrí var í ensku deildinni. Kerr hefur verið að glíma við ýmis meiðsli á síðustu mánuðum og náði til að mynda ekki að spila alla leiki Ástralíu á HM síðasta sumar. Þá hafði hún misst af leikjum með Chelsea á leiktíðinni. Það breytir því ekki að Kerr er lykilmaður í liði Chelsea og einn besti leikmaður heims um þessar mundir. Er hún meðal tíu bestu að mati The Guardian sem tekur árlega saman 100 bestu leikmenn heims í karla- og kvennaflokki. Nú hefur DAZN, rétthafi Meistaradeildar Evrópu kvenna í knattspyrnu, greint frá því að Kerr hafi fengið nýjan samning hjá Chelsea en núverandi samningur hennar átti að renna út næsta sumar. Ekki hefur verið staðfest hversu langur samningurinn er en hann er sagður vera til sumarsins 2025 hið minnsta. The Road To Recovery...We understand that Sam Kerr has extended her contract at Chelsea FC Women until at least 2025.There is believed to be a further option to extend. pic.twitter.com/TTUwdmQwYy— ata football (@atafball) January 11, 2024 Chelsea trónir á toppi deildarinnar í Englandi með 25 stig að loknum 10 leikjum. Þar á eftir koma Manchester City og Arsenal með þremur stigum minna. Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Ein besta fótboltakona heims skellti sér á skeljarnar Sam Kerr, ein besta fótboltakona heims, greindi frá því í dag að hún hefði beðið kærustu sinnar. Hún heitir Kristie Mewis og spilar fyrir bandaríska landsliðið. 21. nóvember 2023 16:31 Færir sig nær kærustunni: Ekki í sama lið en í sömu borg Bandaríska landsliðskonan Kristie Mewis er sögð vera að skipta yfir í enska úrvalsdeildarfélagið West Ham og verða þar með nýr liðsfélagi Dagnýjar Brynjarsdóttur. 21. desember 2023 13:00 Mest lesið Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Fleiri fréttir Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Músaskítur í leikhúsi draumanna Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Jackson komst upp fyrir Eið Smára Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Áfall bætist við ógöngur Man. City Króatíski metalhausinn á að bjarga málunum „Ekki það góður leikmaður miðað hvað við tölum mikið um hann“ Sjá meira
Hin þrítuga Kerr hefur skorað 99 mörk í 128 leikjum fyrir Chelsea. Hún fer undir hnífinn á næstu dögum eftir að hafa slitið krossband í hné þegar hún var við æfingar í Marokkó á meðan jólafrí var í ensku deildinni. Kerr hefur verið að glíma við ýmis meiðsli á síðustu mánuðum og náði til að mynda ekki að spila alla leiki Ástralíu á HM síðasta sumar. Þá hafði hún misst af leikjum með Chelsea á leiktíðinni. Það breytir því ekki að Kerr er lykilmaður í liði Chelsea og einn besti leikmaður heims um þessar mundir. Er hún meðal tíu bestu að mati The Guardian sem tekur árlega saman 100 bestu leikmenn heims í karla- og kvennaflokki. Nú hefur DAZN, rétthafi Meistaradeildar Evrópu kvenna í knattspyrnu, greint frá því að Kerr hafi fengið nýjan samning hjá Chelsea en núverandi samningur hennar átti að renna út næsta sumar. Ekki hefur verið staðfest hversu langur samningurinn er en hann er sagður vera til sumarsins 2025 hið minnsta. The Road To Recovery...We understand that Sam Kerr has extended her contract at Chelsea FC Women until at least 2025.There is believed to be a further option to extend. pic.twitter.com/TTUwdmQwYy— ata football (@atafball) January 11, 2024 Chelsea trónir á toppi deildarinnar í Englandi með 25 stig að loknum 10 leikjum. Þar á eftir koma Manchester City og Arsenal með þremur stigum minna.
Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Ein besta fótboltakona heims skellti sér á skeljarnar Sam Kerr, ein besta fótboltakona heims, greindi frá því í dag að hún hefði beðið kærustu sinnar. Hún heitir Kristie Mewis og spilar fyrir bandaríska landsliðið. 21. nóvember 2023 16:31 Færir sig nær kærustunni: Ekki í sama lið en í sömu borg Bandaríska landsliðskonan Kristie Mewis er sögð vera að skipta yfir í enska úrvalsdeildarfélagið West Ham og verða þar með nýr liðsfélagi Dagnýjar Brynjarsdóttur. 21. desember 2023 13:00 Mest lesið Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Fleiri fréttir Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Músaskítur í leikhúsi draumanna Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Jackson komst upp fyrir Eið Smára Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Áfall bætist við ógöngur Man. City Króatíski metalhausinn á að bjarga málunum „Ekki það góður leikmaður miðað hvað við tölum mikið um hann“ Sjá meira
Ein besta fótboltakona heims skellti sér á skeljarnar Sam Kerr, ein besta fótboltakona heims, greindi frá því í dag að hún hefði beðið kærustu sinnar. Hún heitir Kristie Mewis og spilar fyrir bandaríska landsliðið. 21. nóvember 2023 16:31
Færir sig nær kærustunni: Ekki í sama lið en í sömu borg Bandaríska landsliðskonan Kristie Mewis er sögð vera að skipta yfir í enska úrvalsdeildarfélagið West Ham og verða þar með nýr liðsfélagi Dagnýjar Brynjarsdóttur. 21. desember 2023 13:00