Enn líkur á eldgosi og von á nýju hættumatskorti í dag Lovísa Arnardóttir skrifar 12. janúar 2024 13:51 Áhrif meiri skjálftavirkni myndi gæta bæði í Svartsengi og í Grindavík. Enn rís land við Svartsengi vegna kvikusöfnunar. Vísir/Vilhelm Áfram mælist landris við Svartsengi vegna kvikusöfnunar sem getur leitt til eldgoss. Enn er líklegast að ef til eldgoss komi gjósi á svipuðum slóðum og í desember á síðasta ári. Eldgos getur hafist með litlum fyrirvara. Nýtt hættumatskort byggt á túlkun nýjustu gagna og þróun atburðarásarinnar síðustu daga er í vinnslu hjá Veðurstofunni og verður gefið út síðar í dag. Þetta kemur fram í uppfærðri frétt um aðstæður við Svartsengi og Sundhnjúkgsgígaröðinni á vef Veðurstofunnar. Þar segir að enn sé það mat vísindamanna að ef til eldgoss komi sé líklegast að að kvikan leiti frá Svartsengi yfir í Sundhnjúksgígaröðina og að gos komi upp á svæðinu milli Stóra-Skógfells og Hagafells. Á svipuðum slóðum og gaus 18. desember. Þá segir að eldgos gæti hafist með litlum fyrirvara. Merki um að kvika sé að brjóta sér leið upp á yfirborðið myndu koma fram í skyndilegri, staðbundinni og ákafri smáskjálftavirkni. Í aðdraganda gossins 18. desember liðu um 90 mínútur frá því að fyrstu merki sáust þangað til að kvika var komin upp og eldgos hafið. Í frétt Veðurstofunnar segir að undanfarna hafi skjálftavirkni verið afar væg en ef kvika færi að leita til yfirborðs megi fólk búast við því að skjálftavirknin samfara því yrði svipuð og sást í aðdraganda gossins 18. desember, bæði hvað varðar stærð skjálfta og fjölda þeirra. Áhrif þeirrar skjálftavirkni myndi gæta bæði í Svartsengi og í Grindavík. Miðað við stöðuna núna, er afar talið ólíklegt að skjálftavirknin verði eins öflug og þegar kvikugangurinn stóri myndaðist 10. nóvember. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Tengdar fréttir Lægðin hefur áhrif á mælana Líkur á eldgosi á Reykjanesskaga á næstu dögum aukast stöðugt, að mati jarðeðlisfræðings. Ekki sé sjálfgefið að atburðarásin verði með sama hætti og síðast. Veður hefur áhrif á mæla á svæðinu þessa dagana og náið er fylgst með vefmyndavélum. 10. janúar 2024 14:52 Bæjarstjórn fundaði í Grindavík í fyrsta sinn síðan í október Bæjarstjórn Grindavíkur fundaði í Grindavík í dag í fyrsta skipti síðan í lok október. Forseti bæjarstjórnar segir innviði líta betur út en þau þorðu að vona og segir uppbyggingu varnargarða ganga hratt fyrir sig. 9. janúar 2024 23:01 Fólk geri ráð fyrir að geta yfirgefið Grindavík í flýti Prófessor í jarðeðlisfræði segir að þeir sem kjósi að dvelja í Grindavík ættu að vera undir það búnir að yfirgefa bæinn mjög hratt. Rúmmál kviku er svipað og í aðdraganda gossins í desember. Ef til eldgoss kæmi sé ekki hægt að útiloka að gossprungur opnist innan bæjarmarkanna. 9. janúar 2024 11:40 Segir líkur á gosi ef til vill mestar við Krísuvík Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur segir dreif af grunnum og nokkrum dýpri skjálftum á svæðinu umhverfis Krísuvík geta verið merki um stórt lárétt kvikuinnskot. Ef svo sé geti það verið fimmtíu til eitthundrað ferkílómetrar. Líkurnar á eldgosi séu ef til vill mestar þar, segir hann. 9. janúar 2024 06:36 Sundhnúkagígaröð „langlanglíklegasta“ upptakasvæði eldgoss Í uppfærðu hættumatskorti Veðurstofunnar eru líkur á eldgosi við Svartsengi lækkaðar úr töluverðum líkum í nokkrar. Jarðeðlisfræðingur segir að breytingin sé fyrst og fremst til marks um að öll gögn bendi til að það verði eldgos á Sundhnjúkagígaröð. 5. janúar 2024 18:39 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Innlent Fleiri fréttir Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Sjá meira
Nýtt hættumatskort byggt á túlkun nýjustu gagna og þróun atburðarásarinnar síðustu daga er í vinnslu hjá Veðurstofunni og verður gefið út síðar í dag. Þetta kemur fram í uppfærðri frétt um aðstæður við Svartsengi og Sundhnjúkgsgígaröðinni á vef Veðurstofunnar. Þar segir að enn sé það mat vísindamanna að ef til eldgoss komi sé líklegast að að kvikan leiti frá Svartsengi yfir í Sundhnjúksgígaröðina og að gos komi upp á svæðinu milli Stóra-Skógfells og Hagafells. Á svipuðum slóðum og gaus 18. desember. Þá segir að eldgos gæti hafist með litlum fyrirvara. Merki um að kvika sé að brjóta sér leið upp á yfirborðið myndu koma fram í skyndilegri, staðbundinni og ákafri smáskjálftavirkni. Í aðdraganda gossins 18. desember liðu um 90 mínútur frá því að fyrstu merki sáust þangað til að kvika var komin upp og eldgos hafið. Í frétt Veðurstofunnar segir að undanfarna hafi skjálftavirkni verið afar væg en ef kvika færi að leita til yfirborðs megi fólk búast við því að skjálftavirknin samfara því yrði svipuð og sást í aðdraganda gossins 18. desember, bæði hvað varðar stærð skjálfta og fjölda þeirra. Áhrif þeirrar skjálftavirkni myndi gæta bæði í Svartsengi og í Grindavík. Miðað við stöðuna núna, er afar talið ólíklegt að skjálftavirknin verði eins öflug og þegar kvikugangurinn stóri myndaðist 10. nóvember.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Tengdar fréttir Lægðin hefur áhrif á mælana Líkur á eldgosi á Reykjanesskaga á næstu dögum aukast stöðugt, að mati jarðeðlisfræðings. Ekki sé sjálfgefið að atburðarásin verði með sama hætti og síðast. Veður hefur áhrif á mæla á svæðinu þessa dagana og náið er fylgst með vefmyndavélum. 10. janúar 2024 14:52 Bæjarstjórn fundaði í Grindavík í fyrsta sinn síðan í október Bæjarstjórn Grindavíkur fundaði í Grindavík í dag í fyrsta skipti síðan í lok október. Forseti bæjarstjórnar segir innviði líta betur út en þau þorðu að vona og segir uppbyggingu varnargarða ganga hratt fyrir sig. 9. janúar 2024 23:01 Fólk geri ráð fyrir að geta yfirgefið Grindavík í flýti Prófessor í jarðeðlisfræði segir að þeir sem kjósi að dvelja í Grindavík ættu að vera undir það búnir að yfirgefa bæinn mjög hratt. Rúmmál kviku er svipað og í aðdraganda gossins í desember. Ef til eldgoss kæmi sé ekki hægt að útiloka að gossprungur opnist innan bæjarmarkanna. 9. janúar 2024 11:40 Segir líkur á gosi ef til vill mestar við Krísuvík Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur segir dreif af grunnum og nokkrum dýpri skjálftum á svæðinu umhverfis Krísuvík geta verið merki um stórt lárétt kvikuinnskot. Ef svo sé geti það verið fimmtíu til eitthundrað ferkílómetrar. Líkurnar á eldgosi séu ef til vill mestar þar, segir hann. 9. janúar 2024 06:36 Sundhnúkagígaröð „langlanglíklegasta“ upptakasvæði eldgoss Í uppfærðu hættumatskorti Veðurstofunnar eru líkur á eldgosi við Svartsengi lækkaðar úr töluverðum líkum í nokkrar. Jarðeðlisfræðingur segir að breytingin sé fyrst og fremst til marks um að öll gögn bendi til að það verði eldgos á Sundhnjúkagígaröð. 5. janúar 2024 18:39 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Innlent Fleiri fréttir Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Sjá meira
Lægðin hefur áhrif á mælana Líkur á eldgosi á Reykjanesskaga á næstu dögum aukast stöðugt, að mati jarðeðlisfræðings. Ekki sé sjálfgefið að atburðarásin verði með sama hætti og síðast. Veður hefur áhrif á mæla á svæðinu þessa dagana og náið er fylgst með vefmyndavélum. 10. janúar 2024 14:52
Bæjarstjórn fundaði í Grindavík í fyrsta sinn síðan í október Bæjarstjórn Grindavíkur fundaði í Grindavík í dag í fyrsta skipti síðan í lok október. Forseti bæjarstjórnar segir innviði líta betur út en þau þorðu að vona og segir uppbyggingu varnargarða ganga hratt fyrir sig. 9. janúar 2024 23:01
Fólk geri ráð fyrir að geta yfirgefið Grindavík í flýti Prófessor í jarðeðlisfræði segir að þeir sem kjósi að dvelja í Grindavík ættu að vera undir það búnir að yfirgefa bæinn mjög hratt. Rúmmál kviku er svipað og í aðdraganda gossins í desember. Ef til eldgoss kæmi sé ekki hægt að útiloka að gossprungur opnist innan bæjarmarkanna. 9. janúar 2024 11:40
Segir líkur á gosi ef til vill mestar við Krísuvík Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur segir dreif af grunnum og nokkrum dýpri skjálftum á svæðinu umhverfis Krísuvík geta verið merki um stórt lárétt kvikuinnskot. Ef svo sé geti það verið fimmtíu til eitthundrað ferkílómetrar. Líkurnar á eldgosi séu ef til vill mestar þar, segir hann. 9. janúar 2024 06:36
Sundhnúkagígaröð „langlanglíklegasta“ upptakasvæði eldgoss Í uppfærðu hættumatskorti Veðurstofunnar eru líkur á eldgosi við Svartsengi lækkaðar úr töluverðum líkum í nokkrar. Jarðeðlisfræðingur segir að breytingin sé fyrst og fremst til marks um að öll gögn bendi til að það verði eldgos á Sundhnjúkagígaröð. 5. janúar 2024 18:39