Enski boltinn

Ten Hag: Hann hefur þetta allt

Dagur Lárusson skrifar
Erik Ten Hag stendur við bakið á Antony.
Erik Ten Hag stendur við bakið á Antony. Visionhaus/Getty Images

Erik Ten Hag, þjálfari Manchester United, kom Antony til varnar á fréttamannafundi sínum í gær.

Vængmaðurinn Antony hefur verið mikið gagnrýndur fyrir frammistöðu sína hjá félaginu síðan hann var keyptur til liðsins árið 2022 en hann hefur ekki skorað mikið af mörkum né gefið mikið af stoðsendingum.

„Ég tel mig geta útskýrt hvað málið er með hann. Vandamál hans utan vallar hafa komið í veg fyrir það að hann geti spilað vel á vellinum,“ byrjaði Ten Hag að segja.

„Á hans fyrsta tímabili þá spilaði hann ágætlega og á undirbúningstímabilinu þá spilaði hann einnig ágætlega. Síðan á þessu tímabili fannst mér hann spila mjög vel fyrstu fjóra leikina.“

„Hann þurfti síðan að taka skref frá en síðan kom hann til baka og síðan þá hafa frammistöður hans ekki verið nægilega góðar og ekki það sem við búumst við af honum. Þar sem þú nefnir Ajax þá man ég eftir honum þar og hversu öflugur hann var fyrir okkur, ekki bara í deildinni heldur í Meistaradeildinni líka.“

„Ég er þess vegna alveg viss um það að hann geti gert alla þessa hluti aftur því hann hefur þetta allt í sér. Hann þarf að aðlagast betur að þessari deild, sem er auðvitað erfitt,“ endaði Ten Hag á að segja.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×