Fótbolti

Leik Rea­ding og Port Vale af­lýst vegna mót­mæla

Siggeir Ævarsson skrifar
Stuðningsmenn Reading á vellinum í dag
Stuðningsmenn Reading á vellinum í dag Twitter@SellBeforeWeDai

Leikur Reading og Port Vale í ensku C-deildinni var blásinn af í dag eftir um stundarfjórðungs leik þar sem um þúsund stuðningsmenn Reading stormuðu inn á völlinn til að mótmæla eignarhaldi Dai Yongge á klúbbnum.

Ýmislegt hefur gengið á hjá Reading undanfarin misseri en liðið var dæmt í tveggja ára félagaskiptabann sem lauk nú í sumar. Stuðningsmenn liðsins eru mjög ósáttir við eignarhald Dai Yongge sem tók liðið yfir árið 2017 og vilja hann á brott sem allra fyrst.

Liðið hefur ítrekað fengið dæmdar á sig refsingar fyrir slæma fjármálastjórnun, m.a. fyrir að borga ekki laun á tilsettum tíma og einnig fyrir að standa ekki skil á skattgreiðslum. 

Alls hafa 16 stig verið dregin af liðinu síðan í nóvember 2021 og tvisvar á þessum tímabili. Stuðningsmenn liðsins virðast hafa fengið sig fullsadda af ástandinu og létu rödd sína heyrast í dag með afgerandi hætti.

Lið Reading er sem stendur í 21. sæti C-deildarinnar með 23 stig, jafnmörg stig og Cheltenham og eru bæði liðin í fallsæti. Alls hafa fjögur stig verið dregin af Reading, en þrjú stig skilja næsta lið frá þeim í töflunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×