Innlent

Aukafréttatími í opinni dag­skrá á Stöð 2

Boði Logason skrifar
Erla Björg Gunnarsdóttir ritstjóri fréttastofunnar segir fréttir klukkan tólf.
Erla Björg Gunnarsdóttir ritstjóri fréttastofunnar segir fréttir klukkan tólf. Vísir/Vilhelm

Fréttastofa Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar efndi til aukafréttatíma klukkan tólf á hádegi vegna eldgossins norðan Grindavíkur.

Þar voru flutt nýjustu tíðindi af eldgosinu sem hófst klukkan 7:57 í morgun. Fréttamenn okkar rýndu í stöðuna, sérfræðingar voru teknir tali og fréttafólk okkar var á gosstöðvunum og í höfuðstöðvum almannavarna.

Fréttatíminn var í opinni dagskrá og má horfa á hann í heild sinni hér fyrir neðan:




Fleiri fréttir

Sjá meira


×