- Hraunstreymi úr syðri sprungunni, sem er rétt norðan byggðar, fjaraði út í nótt.
- Talið er að þrjú hús hafi orðið hrauninu að bráð. Svo virðist sem litlu hafi munað á því að fjórða húsið hlyti sömu örlög.
- Enn er hraunstreymi úr hinni sprungunni, sem er norðar.
- Ríkisstjórn hefur ákveðið að framlengja hússnæðisstuðning við íbúa Grindavíkur. Aukinn kraftur verður settur í að kaupa íbúðir fyrir Grindvíkinga.
- Sprungur í og við Grindavík hafa stækkað og telur jarðeðlisfræðingur líkur á nýjum gosopum.
Að neðan má sjá beina útsendingu frá gosstöðvunum á Stöð 2 Vísi.
Fylgst er með gangi mála í vaktinni hér fyrir neðan. Ef vaktin birtist ekki er ráð að endurhlaða síðunni.