Ræddu heljarmennið Kristófer Acox: „Ætlar bara að vera eins og LeBron James“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 15. janúar 2024 23:01 Kristófer í leik með Val. Vísir/Anton Brink Kristófer Acox fór mikinn þegar Valur lagði nýliða Hamars í Hveragerði í Subway-deild karla á dögunum. Valur vann öruggan 22 stiga sigur þar sem Kristófer skoraði 26 stig og tók 10 fráköst. Valsmenn eru mættir á topp Subway-deildarinnar eftir öruggan sigur í Hveragerði. Joshua Jefferson hefur verið frábær í rauðri treyju Vals en það hefur Kristófer líka verið. Því ákvað Körfuboltakvöld að fara aðeins yfir frammistöðu hans á föstudaginn var. „Við ætlum að fara í Kristófer Acox sem kom með enn einn 20-10 leikinn í þessum leik. Kristófer, nýbúinn að láta tappa af hnénu - gerði það um áramótin - og lítur vel út,“ sagði Stefán Árni Pálsson, þáttastjórnandi. „Lítur svakalega vel út. Skal viðurkenna það að ég er alltaf að bíða eftir því að sjá hvað gerist þegar íþróttamennskan fer að minnka, sé bara engin merki um að íþróttamennskan sé að fara niður á við enda æfir þessi drengur eins og atvinnumaður,“ sagði Ómar Sævarsson, sérfræðingur, á meðan myndefni af Kristófer að troða boltanum af öllu afli rúllaði. „Sonur minn var að benda mér á Instagram-ið hans og hvað hann gerir á daginn, það er alveg æðislegt. Eins og ég segi, er alltaf að bíða eftir að hann hætti að geta gert þetta en hann klárlega vinnur svo mikið í líkamanum hjá sjálfum sér að hann ætlar bara að vera eins og LeBron James, halda áfram að troða yfir menn þangað til hann verður 39 ára,“ bætti Ómar við. Klippa: Ræddu heljarmennið Kristófer Acox: Ætlar bara að vera eins og LeBron James Stefán Árni spurði Teit Örlygsson þá hvort Kristófer væri einfaldlega besti leikmaður deildarinnar? „Örugglega topp þrír,“ sagði Teitur og hélt áfram. „Svo gaman að sjá hvað hann hugsar vel um sig. Er ekkert viss um að Kristó hafi einhvern tímann verið í svona góðu formi. Hann var náttúrulega búinn að vera ofboðslega óheppinn með meiðsli en nú er hann búinn að hanga heill í ansi marga mánuði og 7,9 13 af því að Valur þarf á honum að halda. Hann er búinn að vera frábær.“ Umræðu Körfuboltakvölds má sjá í spilaranum hér að ofan en þar sést Kristófer troða yfir mann og annan. Körfubolti Subway-deild karla Valur Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús Handbolti Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Handbolti „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ Handbolti Feyenoord pakkaði Bayern saman Fótbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ Handbolti Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-93 | Grænar betri þegar mest á reyndi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Curry bauð gömlu konunni á leik með sér Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Sjá meira
Valsmenn eru mættir á topp Subway-deildarinnar eftir öruggan sigur í Hveragerði. Joshua Jefferson hefur verið frábær í rauðri treyju Vals en það hefur Kristófer líka verið. Því ákvað Körfuboltakvöld að fara aðeins yfir frammistöðu hans á föstudaginn var. „Við ætlum að fara í Kristófer Acox sem kom með enn einn 20-10 leikinn í þessum leik. Kristófer, nýbúinn að láta tappa af hnénu - gerði það um áramótin - og lítur vel út,“ sagði Stefán Árni Pálsson, þáttastjórnandi. „Lítur svakalega vel út. Skal viðurkenna það að ég er alltaf að bíða eftir því að sjá hvað gerist þegar íþróttamennskan fer að minnka, sé bara engin merki um að íþróttamennskan sé að fara niður á við enda æfir þessi drengur eins og atvinnumaður,“ sagði Ómar Sævarsson, sérfræðingur, á meðan myndefni af Kristófer að troða boltanum af öllu afli rúllaði. „Sonur minn var að benda mér á Instagram-ið hans og hvað hann gerir á daginn, það er alveg æðislegt. Eins og ég segi, er alltaf að bíða eftir að hann hætti að geta gert þetta en hann klárlega vinnur svo mikið í líkamanum hjá sjálfum sér að hann ætlar bara að vera eins og LeBron James, halda áfram að troða yfir menn þangað til hann verður 39 ára,“ bætti Ómar við. Klippa: Ræddu heljarmennið Kristófer Acox: Ætlar bara að vera eins og LeBron James Stefán Árni spurði Teit Örlygsson þá hvort Kristófer væri einfaldlega besti leikmaður deildarinnar? „Örugglega topp þrír,“ sagði Teitur og hélt áfram. „Svo gaman að sjá hvað hann hugsar vel um sig. Er ekkert viss um að Kristó hafi einhvern tímann verið í svona góðu formi. Hann var náttúrulega búinn að vera ofboðslega óheppinn með meiðsli en nú er hann búinn að hanga heill í ansi marga mánuði og 7,9 13 af því að Valur þarf á honum að halda. Hann er búinn að vera frábær.“ Umræðu Körfuboltakvölds má sjá í spilaranum hér að ofan en þar sést Kristófer troða yfir mann og annan.
Körfubolti Subway-deild karla Valur Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús Handbolti Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Handbolti „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ Handbolti Feyenoord pakkaði Bayern saman Fótbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ Handbolti Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-93 | Grænar betri þegar mest á reyndi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Curry bauð gömlu konunni á leik með sér Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Sjá meira
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti