Vantar ástríðu og auðmýkt: „Man ekki í fljótu bragði eftir annarri eins frammistöðu“ Stefán Árni Pálsson skrifar 17. janúar 2024 08:01 Leikmenn landsliðsins ósáttir eftir leikinn í gær. Vísir/vilhelm „Ég man ekki í fljótu bragði eftir annarri eins frammistöðu hjá íslensk landsliðinu því miður,“ segir Einar Jónsson, þjálfari Fram, í hlaðvarpinu Besta sætið á Vísi og á öllum hlaðvarpsveitum. Ísland tapaði illa fyrir Ungverjum 33-25 í lokaleik liðsins í riðlinum á EM í gærkvöldi. Eins marks sigur Svartfellinga gegn Serbum fyrr um daginn skilar Íslendingum áfram í milliriðilinn. Rúnar Kárason, leikmaður Fram og fyrrum landsliðsmaður, mætti einnig í þáttinn og gerði leikinn upp. „Þetta var ótrúlega skrýtið. Við erum að sjá mikið hik, óöryggi, skreffeila, tvígrip, drippla og grípa í tómt í hraðaupphlaupum og einhvern veginn var þetta eins og algjört andlegt gjaldþrot,“ segir Rúnar Kárason. „Það stendur bara ekki steinn yfir steini þarna,“ grípur Einar inn í. „Í gegnum tíðina hefur okkur skort breidd og annað. En það hefur aldrei verið vesen að okkur skorti ástríðu. Þessi andlegi þáttur hefur yfirleitt alltaf verið mjög sterkur. Ég hef smá áhyggjur af því á fyrsta móti Snorra að þessi andlegi þáttur er núll og ég er ekki að kenna Snorra um það. Að horfa á leikmenn inn á vellinum og ég tek sérstaklega eftir því þegar Bjarki er að fagna upp í stúku þvílíkt mikið. Ég á ekki að taka eftir því að hann er einn að gera það. Það eiga allir að gera það,“ segir Einar Jóns og heldur áfram. „Vertu þakklátur og dragðu í þig þessa sex þúsund Íslendinga sem eru þarna að styðja þig. Taktu það með þér og ekki láta það hvíla á öxlunum á þér. Ég sakna þess að sjá leikmenn sem þátttakendur með áhorfendum.“ Rúnar telur að leikmenn landsliðsins séu ekki að sleppa sér og njóta að vera á stærsta sviðinu. Hann bætir við að það verði að vera ákveðin auðmýkt í öllum leikmönnum landsliðsins. „Sýnið þið smá fokking auðmýkt og ekki tala um í viðtölum að það sé svo æðislegt að horfa upp í stúku að allir séu hérna. Sýndu það í verki inni á vellinum og taktu með þér orkuna úr stúkunni og spilaðu með af auðmýkt.“ Hér að neðan má hlusta á hlaðvarpið í heild og einnig má hlusta á öllum hlaðvarðsveitum. Landslið karla í handbolta EM 2024 í handbolta Besta sætið Mest lesið Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport „Kannski er ég orðinn frekur“ Handbolti Orri Freyr er Orri óstöðvandi Handbolti „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti Fleiri fréttir Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Noregur marði Spán „Kannski er ég orðinn frekur“ Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Valur ekki í teljandi vandræðum með Gróttu „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Lærisveinar Dags unnu Grænhöfðaeyjar með tuttugu marka mun Loksins komu treyjur og þær ruku út Slóvenía ekki í miklum vandræðum með Argentínu Ekkert vesen á sókninni Líkurnar á að Ísland komist í átta liða úrslit aukist um 66 prósent Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Orri Freyr er Orri óstöðvandi Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina „Þetta er miklu skemmtilegra“ „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Gætið ykkar: Dodo-skortur en Egypski Omar ætlar að vinna HM Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Mögulega leikþáttur hjá Egyptum „Það er einhver ára yfir liðinu“ „Alltaf óþolandi að klikka“ Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Holland marði Katar Sjá meira
Ísland tapaði illa fyrir Ungverjum 33-25 í lokaleik liðsins í riðlinum á EM í gærkvöldi. Eins marks sigur Svartfellinga gegn Serbum fyrr um daginn skilar Íslendingum áfram í milliriðilinn. Rúnar Kárason, leikmaður Fram og fyrrum landsliðsmaður, mætti einnig í þáttinn og gerði leikinn upp. „Þetta var ótrúlega skrýtið. Við erum að sjá mikið hik, óöryggi, skreffeila, tvígrip, drippla og grípa í tómt í hraðaupphlaupum og einhvern veginn var þetta eins og algjört andlegt gjaldþrot,“ segir Rúnar Kárason. „Það stendur bara ekki steinn yfir steini þarna,“ grípur Einar inn í. „Í gegnum tíðina hefur okkur skort breidd og annað. En það hefur aldrei verið vesen að okkur skorti ástríðu. Þessi andlegi þáttur hefur yfirleitt alltaf verið mjög sterkur. Ég hef smá áhyggjur af því á fyrsta móti Snorra að þessi andlegi þáttur er núll og ég er ekki að kenna Snorra um það. Að horfa á leikmenn inn á vellinum og ég tek sérstaklega eftir því þegar Bjarki er að fagna upp í stúku þvílíkt mikið. Ég á ekki að taka eftir því að hann er einn að gera það. Það eiga allir að gera það,“ segir Einar Jóns og heldur áfram. „Vertu þakklátur og dragðu í þig þessa sex þúsund Íslendinga sem eru þarna að styðja þig. Taktu það með þér og ekki láta það hvíla á öxlunum á þér. Ég sakna þess að sjá leikmenn sem þátttakendur með áhorfendum.“ Rúnar telur að leikmenn landsliðsins séu ekki að sleppa sér og njóta að vera á stærsta sviðinu. Hann bætir við að það verði að vera ákveðin auðmýkt í öllum leikmönnum landsliðsins. „Sýnið þið smá fokking auðmýkt og ekki tala um í viðtölum að það sé svo æðislegt að horfa upp í stúku að allir séu hérna. Sýndu það í verki inni á vellinum og taktu með þér orkuna úr stúkunni og spilaðu með af auðmýkt.“ Hér að neðan má hlusta á hlaðvarpið í heild og einnig má hlusta á öllum hlaðvarðsveitum.
Landslið karla í handbolta EM 2024 í handbolta Besta sætið Mest lesið Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport „Kannski er ég orðinn frekur“ Handbolti Orri Freyr er Orri óstöðvandi Handbolti „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti Fleiri fréttir Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Noregur marði Spán „Kannski er ég orðinn frekur“ Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Valur ekki í teljandi vandræðum með Gróttu „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Lærisveinar Dags unnu Grænhöfðaeyjar með tuttugu marka mun Loksins komu treyjur og þær ruku út Slóvenía ekki í miklum vandræðum með Argentínu Ekkert vesen á sókninni Líkurnar á að Ísland komist í átta liða úrslit aukist um 66 prósent Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Orri Freyr er Orri óstöðvandi Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina „Þetta er miklu skemmtilegra“ „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Gætið ykkar: Dodo-skortur en Egypski Omar ætlar að vinna HM Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Mögulega leikþáttur hjá Egyptum „Það er einhver ára yfir liðinu“ „Alltaf óþolandi að klikka“ Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Holland marði Katar Sjá meira
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti