Innlent

Land­ris heldur á­fram við Svarts­engi

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Engin kvika hefur sést koma upp úr gossprungunum, sem opnuðust á sunnudagsmorgun, síðan klukkan eitt aðfaranótt þriðjudags.
Engin kvika hefur sést koma upp úr gossprungunum, sem opnuðust á sunnudagsmorgun, síðan klukkan eitt aðfaranótt þriðjudags. Vísir/Björn Steinbekk

Landris heldur áfram við Svartsengi og kvika safnast enn upp. Tæplega sextíu jarðskjálftar hafa mælst í kvikuganginum frá miðnætti. Staðan er þó meira og minna óbreytt.

„Það er eiginlega óbreytt staða. Það hafa mælst tæplega 60 jarðskjálftar frá miðnætti við kvikuganginn en þetta er allt saman smáskjálftavirkni,“ segir Bjarki Kaldalóns Friis, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. 

Hann segir jarðhreyfingar í og við sigdalinn sem liggur í gegnum Grindavík meira og minna búnar en þó sé of snemmt að segja endanlega til um það. 

Vísindamenn koma saman á stöðufundi klukkan átta til að fara yfir málin og klukkan tíu fer fram daglegur fundur með almannavörnum. 


Tengdar fréttir

Kvikusöfnun heldur áfram

Kvikusöfnun heldur áfram undir Svartsengi með svipuðum hraða og fyrir tvö síðustu gos. Þetta kemur fram á vef Veðurstofu íslands, en þar segir að um sé að ræða niðurstöðu samráðsfundar vísindamanna sem haldinn var í morgun.

Engin virkni en of snemmt að lýsa yfir gos­lokum

Of snemmt er að lýsa yfir goslokum þrátt fyrir að engin virkni hafi verið sjáanleg í gossprungunum frá því um klukkan eitt í nótt. Enn er mikil hætta á svæðinu. Þetta kemur fram í uppfærðri frétt Veðurstofu Íslands um eldgos norðan Grindavíkur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×