Raunverð íbúðaverðs lækkar og kaupkeðjur oftar að rofna Atli Ísleifsson skrifar 18. janúar 2024 07:18 Hrein ný íbúðalán námu 19,1 milljarða króna í nóvember samanborið við 12,9 milljarða í október og á föstu verðlagi hafa útlánin í einum mánuði ekki verið meiri síðan í ágúst 2022. Vísir/Vilhelm Raunverð íbúða á höfuðborgarsvæðinu hefur lækkað um þrjú prósent síðastliðna tólf mánuði. Merki eru um að verulega sé farið að ganga á stofn nýrra íbúða í nágrenni höfuðborgarsvæðisins og þá benda tölur til að kaupkeðjur séu oftar að rofna en einnig fjölgunar íbúða sem teknar eru af sölu án þess að seljast. Þetta er meðal þess sem fram kemur í nýrri mánaðaskýrslu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. Þar kemur fram að þó að raunverð íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu hafi lækkað síðasta árið þá hafi vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu hækkað um hálft prósent á milli mánaða í desember og síðastliðna tólf mánuði hafi vísitalan hækkað um 4,5 prósent. Í skýrslunni segir einnig að á síðasta ári hafi 3.079 nýbyggðar íbúðir verið fullbúnar, en til viðbótar hafi íbúðum fjölgað um 378 og því hafi fullbúnum íbúðum fjölgað um 3.457 á árinu. Þá megi sjá merki um að verulega sé farið að ganga á stofn nýrra íbúða í nágrenni höfuðborgarsvæðisins. Flestar þeirra, um helmingur, eru í sveitarfélögunum Árborg og Ölfusi og hafi þeim farið hratt fækkandi frá miðju síðasta ári. Kaupkeðjur að rofna Í skýrslunni segir að kaupsamningar um íbúðarhúsnæði hafi verið um sjö hundruð í nóvember og sé miðað við þriggja mánaða hlaupandi meðaltal og árstíðarleiðréttar tölur eða nóvembermánuð 2022 fækkar samningum um fjögur prósent milli mánaða. Ef rýnt er í tölur um fjölda fasteigna sem teknar voru úr sölu í desember þá voru 818 fasteignir teknar úr sem er lítils háttar fækkun frá nóvember þegar 821 fasteignir voru teknar úr sölu. Tölur um fjölda íbúða sem teknar eru úr birtingu af auglýsingasíðum fasteigna fylgjast gjarnan að við fjölda kaupsamninga næstu mánuði þar á eftir vegna þess tíma sem tekur að ganga frá kaupsamningi og þinglýsa. Síðustu mánuði virðist fylgnin á höfuðborgarsvæðinu hafa minnkað sem gæti bent til þess að kaupkeðjan þar sé í einhverju mæli að rofna og þ.a.l. verði ekkert af viðskiptum. Einnig gæti verið að íbúðir séu í auknum mæli teknar úr sölu án þess að seljast. Ný útlán í nóvember ekki verið hærri síðan 2022 Hrein ný íbúðalán námu 19,1 ma. kr. í nóvember samanborið við 12,9 ma. kr. í október og á föstu verðlagi hafa útlánin í einum mánuði ekki verið meiri síðan í ágúst 2022. Þessi breyting í útlánum hefur ekki leitt til aukinnar veltu á íbúðamarkaði, en hún dróst saman milli mánaða um rúm 6% í nóvember. Verðtryggð lán eru ríkjandi bæði hjá bönkum og lífeyrissjóðum þessi dægrin. Verulegar uppgreiðslur óverðtryggðra lána heimila halda áfram. Þar sem þær uppgreiðslur eiga sér stað hjá bönkum þá voru hrein ný útlán álíka mikil hjá bönkum og lífeyrissjóðum í nóvembermánuði. HMS Hvar eru nýbyggingarnar á höfuðborgarsvæðinu? Samkvæmt fasteignaskrá eru 10.910 íbúðir með byggingarár 2021 eða síðar og er 6.331 þeirra á höfuðborgarsvæðinu. Á landsbyggðinni eru 4.579 íbúðir með byggingarár 2021 eða síðar. Á höfuðborgarsvæðinu eru flestar íbúðir með byggingarár 2021 eða síðar í póstnúmeri 221 í Hafnarfirði og þar á eftir kemur póstnúmer 210 í Garðabæ. Í Reykjavík eru flestar íbúðirnar í Vogahverfi i (póstnúmer 104), í Laugarnesi (póstnúmer 105), í Norðlingaholti (póstnúmer 110) og í Grafarholti (póstnúmer 113) (póstnúmer 104), í Laugarnesi (póstnúmer 105), í Norðlingaholti (póstnúmer 110) og í Grafarholti (póstnúmer 113),“ segir í skýrslunni. Fasteignamarkaður Húsnæðismál Byggingariðnaður Mest lesið „Væri samt mjög til í að vera betri söngvari“ Atvinnulíf „Við bara tókum íslensku brjáluðu bjartsýnina á þetta“ Atvinnulíf BYKO opnar nýja og glæsilega timburverslun Samstarf Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Viðskipti innlent „Þetta er afnotagjald“ Viðskipti innlent Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum Viðskipti innlent Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Viðskipti innlent Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Viðskipti innlent Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Viðskipti innlent Gerðu tungumálarassíu hjá reiðhjólaverslunum Neytendur Fleiri fréttir Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Sækja á sjötta milljarð króna Laun eftir kjarasamningi „gervistéttarfélags“ sögð tugum þúsunda lægri Spá 1,8 prósent hagvexti í ár og 2,7 prósent verðbólgu á næsta ári Helgi fær ekki áheyrn Hæstaréttar Hans leiðir vinnu við mögulega sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Hagnaður Isavia rúmir fimm milljarðar Aðalsteinn verður aðstoðarritsjóri við hlið systur sinnar Sjá meira
Þetta er meðal þess sem fram kemur í nýrri mánaðaskýrslu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. Þar kemur fram að þó að raunverð íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu hafi lækkað síðasta árið þá hafi vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu hækkað um hálft prósent á milli mánaða í desember og síðastliðna tólf mánuði hafi vísitalan hækkað um 4,5 prósent. Í skýrslunni segir einnig að á síðasta ári hafi 3.079 nýbyggðar íbúðir verið fullbúnar, en til viðbótar hafi íbúðum fjölgað um 378 og því hafi fullbúnum íbúðum fjölgað um 3.457 á árinu. Þá megi sjá merki um að verulega sé farið að ganga á stofn nýrra íbúða í nágrenni höfuðborgarsvæðisins. Flestar þeirra, um helmingur, eru í sveitarfélögunum Árborg og Ölfusi og hafi þeim farið hratt fækkandi frá miðju síðasta ári. Kaupkeðjur að rofna Í skýrslunni segir að kaupsamningar um íbúðarhúsnæði hafi verið um sjö hundruð í nóvember og sé miðað við þriggja mánaða hlaupandi meðaltal og árstíðarleiðréttar tölur eða nóvembermánuð 2022 fækkar samningum um fjögur prósent milli mánaða. Ef rýnt er í tölur um fjölda fasteigna sem teknar voru úr sölu í desember þá voru 818 fasteignir teknar úr sem er lítils háttar fækkun frá nóvember þegar 821 fasteignir voru teknar úr sölu. Tölur um fjölda íbúða sem teknar eru úr birtingu af auglýsingasíðum fasteigna fylgjast gjarnan að við fjölda kaupsamninga næstu mánuði þar á eftir vegna þess tíma sem tekur að ganga frá kaupsamningi og þinglýsa. Síðustu mánuði virðist fylgnin á höfuðborgarsvæðinu hafa minnkað sem gæti bent til þess að kaupkeðjan þar sé í einhverju mæli að rofna og þ.a.l. verði ekkert af viðskiptum. Einnig gæti verið að íbúðir séu í auknum mæli teknar úr sölu án þess að seljast. Ný útlán í nóvember ekki verið hærri síðan 2022 Hrein ný íbúðalán námu 19,1 ma. kr. í nóvember samanborið við 12,9 ma. kr. í október og á föstu verðlagi hafa útlánin í einum mánuði ekki verið meiri síðan í ágúst 2022. Þessi breyting í útlánum hefur ekki leitt til aukinnar veltu á íbúðamarkaði, en hún dróst saman milli mánaða um rúm 6% í nóvember. Verðtryggð lán eru ríkjandi bæði hjá bönkum og lífeyrissjóðum þessi dægrin. Verulegar uppgreiðslur óverðtryggðra lána heimila halda áfram. Þar sem þær uppgreiðslur eiga sér stað hjá bönkum þá voru hrein ný útlán álíka mikil hjá bönkum og lífeyrissjóðum í nóvembermánuði. HMS Hvar eru nýbyggingarnar á höfuðborgarsvæðinu? Samkvæmt fasteignaskrá eru 10.910 íbúðir með byggingarár 2021 eða síðar og er 6.331 þeirra á höfuðborgarsvæðinu. Á landsbyggðinni eru 4.579 íbúðir með byggingarár 2021 eða síðar. Á höfuðborgarsvæðinu eru flestar íbúðir með byggingarár 2021 eða síðar í póstnúmeri 221 í Hafnarfirði og þar á eftir kemur póstnúmer 210 í Garðabæ. Í Reykjavík eru flestar íbúðirnar í Vogahverfi i (póstnúmer 104), í Laugarnesi (póstnúmer 105), í Norðlingaholti (póstnúmer 110) og í Grafarholti (póstnúmer 113) (póstnúmer 104), í Laugarnesi (póstnúmer 105), í Norðlingaholti (póstnúmer 110) og í Grafarholti (póstnúmer 113),“ segir í skýrslunni.
Fasteignamarkaður Húsnæðismál Byggingariðnaður Mest lesið „Væri samt mjög til í að vera betri söngvari“ Atvinnulíf „Við bara tókum íslensku brjáluðu bjartsýnina á þetta“ Atvinnulíf BYKO opnar nýja og glæsilega timburverslun Samstarf Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Viðskipti innlent „Þetta er afnotagjald“ Viðskipti innlent Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum Viðskipti innlent Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Viðskipti innlent Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Viðskipti innlent Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Viðskipti innlent Gerðu tungumálarassíu hjá reiðhjólaverslunum Neytendur Fleiri fréttir Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Sækja á sjötta milljarð króna Laun eftir kjarasamningi „gervistéttarfélags“ sögð tugum þúsunda lægri Spá 1,8 prósent hagvexti í ár og 2,7 prósent verðbólgu á næsta ári Helgi fær ekki áheyrn Hæstaréttar Hans leiðir vinnu við mögulega sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Hagnaður Isavia rúmir fimm milljarðar Aðalsteinn verður aðstoðarritsjóri við hlið systur sinnar Sjá meira