Aston Villa búið að leggja fram kauptilboð í Hákon Rafn Aron Guðmundsson skrifar 19. janúar 2024 00:14 Hákon Rafn í leik með íslenska landsliðinu gegn Portúgal á síðasta ári. David S. Bustamante/Getty Images) Enska úrvalsdeildarfélagið Aston Villa hefur lagt fram formlegt kauptilboð í íslenska landsliðsmarkvörðinn Hákon Rafn Valdimarsson sem nú er á mála hjá sænska úrvalsdeildarfélaginu Elfsborg. Frá þessu greinir félagsskiptasérfræðingurinn virti Fabrizio Romano í kvöld en Hákon Rafn sló í gegn með liði Elfsborgar á síðasta tímabili og var valinn markvörður tímabilsins í sænsku úrvalsdeildinni en Elfsborg rétt missti af sænska meistaratitlinum í lokaumferð deildarinnar. Mikill áhugi hefur verið á kröftum Hákons Rafns síðan þá en auk þess að hafa spilað frábærlega í Svíþjóð tók hann sín fyrstu skref með A-landsliði Íslands. Romano segir frá því í færslu á samfélagsmiðlinum X að bæði Aston Villa og FC Kaupmannahöfn hafi lagt fram formlegt kauptilboð í Hákon Rafn. Tilboð Aston Villa sé hins vegar hærra, um og yfir 2 milljónir evra herma heimildir félagsskiptasérfræðingsins. Gengi Aston Villa undir stjórn Spánverjans Unai Emery á yfirstandandi tímabili hefur verið glimrandi gott. Liðið er sem stendur í 3.sæti ensku úrvalsdeildarinnar, tveimur stigum frá toppliði Liverpool og er auk þess komið áfram í útsláttarkeppni Sambandsdeildar Evrópu. EXCL: Aston Villa and Copenhagen have both sent formal bid to sign Hákon Rafn Valdimarsson.Nothing done yet as 2001 born GK is wanted by several clubs. Aston Villa have sent bid in excess of 2m while Copenhagen offered around 1.7m. pic.twitter.com/yVRdUiabey— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) January 18, 2024 Enski boltinn Sænski boltinn Danski boltinn Mest lesið Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Fótbolti Meikle skaut Littler skelk í bringu Sport Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Golf Dagskráin í dag: Áttundi dagur heimsmeistaramótsins Sport Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Fótbolti Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Fótbolti Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Fleiri fréttir Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Áfall bætist við ógöngur Man. City Króatíski metalhausinn á að bjarga málunum „Ekki það góður leikmaður miðað hvað við tölum mikið um hann“ „Höfum við séð tvo markverði spila jafn illa í sama leik?“ Tottenham áfram í undanúrslit eftir sjö marka leik með mörgum mistökum Loks búið að ganga frá sölu Everton Segir að það sé erfiðara að vera þjálfari en forsætisráðherra Hefði viljað að Rashford hefði talað við sig fyrir viðtalið Liverpool og Newcastle áfram í undanúrslitin Gabriel Jesus skaut Arsenal áfram í undanúrslitin Arne Slot viðurkennir að hafa reynt að hafa áhrif á dómarana Chelsea trúir á sakleysi Mudryks Lofar að óheppni Liverpool-nýliðinn spili í kvöld Barton ákærður „Við erum betri með Rashford“ Rashford til í að fara: „Tilbúinn í nýja áskorun“ Manchester United reynir að skrúfa fyrir lekann Mudryk í áfalli eftir að hafa fallið á lyfjaprófinu United hefur áhuga á framherja sem er í frystinum hjá PSG Vill að Liverpool kaupi vinstri bakvörð Bournemouth Draumurinn að spila fyrir Liverpool Mudryk féll á lyfjaprófi Sjá meira
Frá þessu greinir félagsskiptasérfræðingurinn virti Fabrizio Romano í kvöld en Hákon Rafn sló í gegn með liði Elfsborgar á síðasta tímabili og var valinn markvörður tímabilsins í sænsku úrvalsdeildinni en Elfsborg rétt missti af sænska meistaratitlinum í lokaumferð deildarinnar. Mikill áhugi hefur verið á kröftum Hákons Rafns síðan þá en auk þess að hafa spilað frábærlega í Svíþjóð tók hann sín fyrstu skref með A-landsliði Íslands. Romano segir frá því í færslu á samfélagsmiðlinum X að bæði Aston Villa og FC Kaupmannahöfn hafi lagt fram formlegt kauptilboð í Hákon Rafn. Tilboð Aston Villa sé hins vegar hærra, um og yfir 2 milljónir evra herma heimildir félagsskiptasérfræðingsins. Gengi Aston Villa undir stjórn Spánverjans Unai Emery á yfirstandandi tímabili hefur verið glimrandi gott. Liðið er sem stendur í 3.sæti ensku úrvalsdeildarinnar, tveimur stigum frá toppliði Liverpool og er auk þess komið áfram í útsláttarkeppni Sambandsdeildar Evrópu. EXCL: Aston Villa and Copenhagen have both sent formal bid to sign Hákon Rafn Valdimarsson.Nothing done yet as 2001 born GK is wanted by several clubs. Aston Villa have sent bid in excess of 2m while Copenhagen offered around 1.7m. pic.twitter.com/yVRdUiabey— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) January 18, 2024
Enski boltinn Sænski boltinn Danski boltinn Mest lesið Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Fótbolti Meikle skaut Littler skelk í bringu Sport Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Golf Dagskráin í dag: Áttundi dagur heimsmeistaramótsins Sport Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Fótbolti Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Fótbolti Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Fleiri fréttir Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Áfall bætist við ógöngur Man. City Króatíski metalhausinn á að bjarga málunum „Ekki það góður leikmaður miðað hvað við tölum mikið um hann“ „Höfum við séð tvo markverði spila jafn illa í sama leik?“ Tottenham áfram í undanúrslit eftir sjö marka leik með mörgum mistökum Loks búið að ganga frá sölu Everton Segir að það sé erfiðara að vera þjálfari en forsætisráðherra Hefði viljað að Rashford hefði talað við sig fyrir viðtalið Liverpool og Newcastle áfram í undanúrslitin Gabriel Jesus skaut Arsenal áfram í undanúrslitin Arne Slot viðurkennir að hafa reynt að hafa áhrif á dómarana Chelsea trúir á sakleysi Mudryks Lofar að óheppni Liverpool-nýliðinn spili í kvöld Barton ákærður „Við erum betri með Rashford“ Rashford til í að fara: „Tilbúinn í nýja áskorun“ Manchester United reynir að skrúfa fyrir lekann Mudryk í áfalli eftir að hafa fallið á lyfjaprófinu United hefur áhuga á framherja sem er í frystinum hjá PSG Vill að Liverpool kaupi vinstri bakvörð Bournemouth Draumurinn að spila fyrir Liverpool Mudryk féll á lyfjaprófi Sjá meira