Handbolti

„Töpuðum fyrir betra liði í dag“

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Elliði Snær átti fínan leik sóknarlega en erfitt uppdráttar varnarlega.
Elliði Snær átti fínan leik sóknarlega en erfitt uppdráttar varnarlega. Vísir/Vilhelm

„Við töpuðum bara fyrir betra liði í dag. Þeir voru sterkari, sérstaklega sóknarlega,“ sagði línumaðurinn Elliði Snær Viðarsson eftir tap Íslands gegn Frakklandi í milliriðli EM karla í handbolta.

Elliði átti fínan leik sóknarlega en líkt og aðrir leikmenn Íslands þá voru þeir alltaf í eltingaleik varnarlega. Leiknum lauk með sjö marka sigri Ólympíumeistara Frakka, lokatölur 39-32 og Ísland tapað þremur leikjum í röð.

„Við fundum ekki nægilega góðir lausnir varnarlega, vorum á eftir þar allan leikinn,“ sagði Elliði Snær um varnarleik Íslands.

„Þeir eru með eitt af bestu sóknarliðum heims í dag. Andinn var til staðar, höfðum trú allan tímann en þeir náðu að þrýsta okkur langt niður og við héldum ekki í við þá.“

„Fengum tækifæri í seinni hálfleik til að koma okkur aftur inn í leikinn en nýttum það ekki. Þurfum að nýta næstu tvo leiki og sjá hvar við stöndum eftir það.“

Klippa: Viðtal við Elliða eftir Frakkaleik á EM 2024



Fleiri fréttir

Sjá meira


×