Þá verður rætt við stjórnarformann Hagsmunasamtaka brotaþola, sem segir fáránlegt að ítrekað komi upp mál varðandi kynferðislega áreitni, ofbeldi eða einelti innan lögreglunnar. Málin grafi undan trausti til stofnunarinnar.
Aðgerðir ríkisstjórnarinnar vegna Grindavíkur verða kynntar á morgun. Landris mælist enn í Svartsengi og land hefur ekki mælst hærra. Þyrla Landhelgisgæslunnar var notuð til að koma rafmagni á í Grindavík í dag. Farið verður yfir stöðu mála í fréttatímanum.
Þá hafa heilbrigðisstarfsmenn á Gasa miklar áhyggjur af fjölgun fósturláta og fæðinga fyrir tímann. Þeir segja sökudólginn vera mikið álag á þungaðar konur, sem margar hverjar þjáist af næringarskorti.
Þetta og margt fleira í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30.