Aðeins eitt mark var skorað í heldur tilþrifalitlum leik. Staðan var markalaus í hálfleik en þegar tíu mínútur voru liðnar af síðari hálfleik skoraði Álvaro Morata eftir undirbúning Antoine Griezmann. Morata hefur iðinn við kolann á leiktíðinni en þetta var hans 19. mark í öllum keppnum.
Saúl Ñíguez hélt hann hefði tvöfaldaði forystu gestanna nokkrum mínútum síðar en markið var dæmt af vegna rangstöðu eftir að myndbandsdómari leiksins skoðaði það betur.
Lokatölur á Estadio Nuevo Los Cármenes-vellinum í Granda 0-1 og Atlético Madríd komið upp í 4. sæti La Liga með 41 stig, líkt og Athletic Bilbao sem situr í 5. sæti eftir að hafa leikið leik meira. Barcelona er í 3. sæti með 44 stig.