Egyptaland áfram eftir mikla dramatík Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 22. janúar 2024 22:26 Egyptar eru komnir áfram. @EFA Egyptaland er komið áfram í útsláttarkeppni Afríkukeppninnar í knattspyrnu eftir gríðarlega dramatík í lokaumferðinni. Egyptar, sem voru án Mohamed Salah, gerðu jafntefli í öllum þremur leikjum sínum. Þá eru gestgjafar Fílabeinsstrandarinnar einnig úr leik. Fílabeinsströndin hafði átt erfitt uppdráttar í A-riðli áður en hún tók á móti Miðbaugs-Gíneu í dag. Fór það svo að Miðbaugs-Gínea vann 4-0 stórsigur þökk sé tvennu frá Emilio Nsue ásamt einu marki frá Pablo Ganet og Jannick Buyla. Miðbaugs-Gínea vann þar með A-riðil með 7 stig á meðan Fílabeinsströndin sat eftir með 3 stig í þriðja sæti. It s an Emilio Nsue magical moment #TotalEnergiesAFCON2023 l @NzalangNacional pic.twitter.com/nHw9szCD6J— Total Energies AFCON (@TotalAFCON2023) January 22, 2024 Í hinum leik riðilsins vann Nígería 1-0 sigur á Gínea-Bissá. Sigurmarkið reyndist sjálfsmark á 36. mínútu leiksins. Nígería endaði í 2. sæti með 7 stig en lakari markatölu en topplið riðilsins. Í B-riðli var allt galopið þegar Grænhöfðaeyjar og Egyptaland mættust annars vegar og Gana og Mósambík hins vegar. Mohamed Salah var fjarri góðu gamni eftir að hafa meiðst gegn Gana. Hann var þó í stúkunni en búist er við að hann fari til Liverpool í meðhöndlun og snúi svo aftur verði hann orðinn leikfær. Egyptaland gerði 2-2 jafntefli í hádramatískum leik þar sem tæplega stundarfjórðung var bætt við venjulegan leiktíma. Fyrri hálfleikur var þó heldur tíðindalítill en Gilson Tavares kom Grænhöfðaeyjum yfir rétt fyrir lok ans og Egyptar í vonum málum. Mahmoud Trézéguet jafnaði metin þegar aðeins fimm mínútur voru liðnar af síðari hálfleik og þannig var staðan allt fram í uppbótartíma leiksins. Mostafa Mohamed skoraði það sem virtist ætla að verða sigurmarkið þegar þrjár mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma en á níundu mínútu uppbótartímans jafnaði Bryan Silva Teixeira og lokatölur 2-2. Það kom þó ekki að sök þar sem Gana og Mósambík gerðu einnig 2-2 jafntefli í leik þar sem Jordan Ayew hafði komið Gana í 2-0. Hefðu Ganverjar haldið út hefðu þeir komist áfram en þar sem Mósambík jafnaði er Gana úr leik. FULL-TIME! An amazing Mozambique comeback as teams share points! #MOZGHA | #TotalEnergiesAFCON2023 pic.twitter.com/LYEh8cczM8— Total Energies AFCON (@TotalAFCON2023) January 22, 2024 Grænhöfðaeyjar vinna B-riðilinn sannfærandi með 7 stig. Þar á eftir kemur Egyptaland með 3 stig á meðan Gana og Mósambík eru bæði úr leik með 2 stig. Fótbolti Afríkukeppnin í fótbolta Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Asensio hetjan í endurkomu Villa Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Handbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti „Eigum skilið að finna til“ Enski boltinn Fleiri fréttir Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Kom inn á í fyrri háfleik og skoraði í fyrsta sinn í fimm mánuði Arnór Ingvi skoraði tvö mörk í bikarsigri Urðu að ósk Mourinho og kölluðu á útlenskan dómara Ein af þeim sem hefur haldið oftast hreinu í Evrópu Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Sjá meira
Fílabeinsströndin hafði átt erfitt uppdráttar í A-riðli áður en hún tók á móti Miðbaugs-Gíneu í dag. Fór það svo að Miðbaugs-Gínea vann 4-0 stórsigur þökk sé tvennu frá Emilio Nsue ásamt einu marki frá Pablo Ganet og Jannick Buyla. Miðbaugs-Gínea vann þar með A-riðil með 7 stig á meðan Fílabeinsströndin sat eftir með 3 stig í þriðja sæti. It s an Emilio Nsue magical moment #TotalEnergiesAFCON2023 l @NzalangNacional pic.twitter.com/nHw9szCD6J— Total Energies AFCON (@TotalAFCON2023) January 22, 2024 Í hinum leik riðilsins vann Nígería 1-0 sigur á Gínea-Bissá. Sigurmarkið reyndist sjálfsmark á 36. mínútu leiksins. Nígería endaði í 2. sæti með 7 stig en lakari markatölu en topplið riðilsins. Í B-riðli var allt galopið þegar Grænhöfðaeyjar og Egyptaland mættust annars vegar og Gana og Mósambík hins vegar. Mohamed Salah var fjarri góðu gamni eftir að hafa meiðst gegn Gana. Hann var þó í stúkunni en búist er við að hann fari til Liverpool í meðhöndlun og snúi svo aftur verði hann orðinn leikfær. Egyptaland gerði 2-2 jafntefli í hádramatískum leik þar sem tæplega stundarfjórðung var bætt við venjulegan leiktíma. Fyrri hálfleikur var þó heldur tíðindalítill en Gilson Tavares kom Grænhöfðaeyjum yfir rétt fyrir lok ans og Egyptar í vonum málum. Mahmoud Trézéguet jafnaði metin þegar aðeins fimm mínútur voru liðnar af síðari hálfleik og þannig var staðan allt fram í uppbótartíma leiksins. Mostafa Mohamed skoraði það sem virtist ætla að verða sigurmarkið þegar þrjár mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma en á níundu mínútu uppbótartímans jafnaði Bryan Silva Teixeira og lokatölur 2-2. Það kom þó ekki að sök þar sem Gana og Mósambík gerðu einnig 2-2 jafntefli í leik þar sem Jordan Ayew hafði komið Gana í 2-0. Hefðu Ganverjar haldið út hefðu þeir komist áfram en þar sem Mósambík jafnaði er Gana úr leik. FULL-TIME! An amazing Mozambique comeback as teams share points! #MOZGHA | #TotalEnergiesAFCON2023 pic.twitter.com/LYEh8cczM8— Total Energies AFCON (@TotalAFCON2023) January 22, 2024 Grænhöfðaeyjar vinna B-riðilinn sannfærandi með 7 stig. Þar á eftir kemur Egyptaland með 3 stig á meðan Gana og Mósambík eru bæði úr leik með 2 stig.
Fótbolti Afríkukeppnin í fótbolta Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Asensio hetjan í endurkomu Villa Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Handbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti „Eigum skilið að finna til“ Enski boltinn Fleiri fréttir Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Kom inn á í fyrri háfleik og skoraði í fyrsta sinn í fimm mánuði Arnór Ingvi skoraði tvö mörk í bikarsigri Urðu að ósk Mourinho og kölluðu á útlenskan dómara Ein af þeim sem hefur haldið oftast hreinu í Evrópu Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Sjá meira