Viktor með tárin í augunum eftir leik: „Þetta er ógeðslega svekkjandi“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. janúar 2024 17:02 Viktor Gísli Hallgrímsson átti erfitt með sig í leikslok. Vísir/Vilhelm Viktor Gísli Hallgrímsson varði frábærlega í fyrri hálfleiknum á móti Austurríki en náði ekki að fylgja því eftir í þeim síðari. Þrátt fyrir tveggja marka sigur var íslenski markvörðurinn með tárin í augunum eftir leikinn. Íslenska liðið þurfti fimm marka sigur en þarf nú að treysta á Ungverja seinna í kvöld ætli liðið að eiga möguleika á því að komast í umspil um sæti á Ólympíuleikunum í París. Viktor var í talsverðu tilfinningalegu uppnámi eftir leikinn þegar hann kom í viðtal. „Ég er leiður og svekktur út í sjálfan mig. Þetta er allt að ‚hitta' mann núna. Hvað maður hefði getað gert betur sjálfur til þess að ná betri árangri,“ sagði Viktor Gísli Hallgrímsson í viðtali við Henry Birgi Gunnarsson eftir leikinn. Íslenska liðið ætlaði sér stærri hluti á mótinu og strákarnir tóku þetta allt saman vel inn á sig. Ísland var 14-8 yfir í hálfleik en svo hrundi allt í upphafi seinni hálfleiks. „Þetta er ógeðslega svekkjandi og ég skil ekki alveg hvernig þetta gerist. Við mætum ekki til leiks í seinni hálfleik. Það gerist allt of oft á mótinu, sérstaklega í seinni hlutanum þar sem við erum ekki tilbúnir í þetta. Þeir refsa okkur fyrir það og þá missum við mómentum og þá er þetta svo erfitt,“ sagði Viktor. Klippa: Viðtal við Viktor Gísla eftir Austurríkisleikinn Liðið hefur ekki náð taktinum og það er augljóslega erfitt að kyngja því. „Mér finnst við ná þessum takti upp næstum því í hverjum einasta leik. Við náum bara ekki að halda það út. Það koma tvö til þrjú léleg móment og mómentumið fer og við eigum erfitt með að snúa því við aftur,“ sagði Viktor. „Að þurfa að gera það fjórum, fimm sinnum í leik er helvíti, helvíti erfitt,“ sagði Viktor. Er niðurstaðan á þessu móti því vonbrigði? „Já mér finnst það. Pressan sem ég er með á sjálfum mér og allir í liðinu sem vildu ná betri árangri á þessu móti. Sýna betri frammistöðu og stöðugri frammistöðu. Ég held að allir séu sammála því að við náðum því ekki upp. Það er þungur biti að kyngja,“ sagði Viktor. EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Sport Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Fleiri fréttir FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Loksins brosti Dagur Sigurðsson Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Mundi loforðið til kennarans Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Hreiðar Levý um skrif Víðis: Að líkja þessu við landráð er pistlahöfundi til skammar „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Magnaðar móttökur fyrir utan höllina kveiktu í strákunum hans Dags Dagur og lærisveinar hans í úrslit Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Oggi snýr aftur heim Bryðja töflur og spila á öðrum fæti fyrir Dag Segja sigurmark Portúgals ólöglegt: „Stór dómaramistök“ Súrustu töpin í sögu strákanna okkar Þórir ætlar að hlusta á hjartað en ekki strax Lærisveinar Alfreðs úr leik eftir framlengdan leik Anton tekur við kvennaliði Vals Danir flugu inn í undanúrslitin Dagur fyrstur Íslendinga til að fara með karlalið í undanúrslit á HM Hágrét af sorg þegar hann tók við viðurkenningunni Ósáttur bæjarstjóri gaf öllum frí til að styðja sveina Dags Sjá meira
Íslenska liðið þurfti fimm marka sigur en þarf nú að treysta á Ungverja seinna í kvöld ætli liðið að eiga möguleika á því að komast í umspil um sæti á Ólympíuleikunum í París. Viktor var í talsverðu tilfinningalegu uppnámi eftir leikinn þegar hann kom í viðtal. „Ég er leiður og svekktur út í sjálfan mig. Þetta er allt að ‚hitta' mann núna. Hvað maður hefði getað gert betur sjálfur til þess að ná betri árangri,“ sagði Viktor Gísli Hallgrímsson í viðtali við Henry Birgi Gunnarsson eftir leikinn. Íslenska liðið ætlaði sér stærri hluti á mótinu og strákarnir tóku þetta allt saman vel inn á sig. Ísland var 14-8 yfir í hálfleik en svo hrundi allt í upphafi seinni hálfleiks. „Þetta er ógeðslega svekkjandi og ég skil ekki alveg hvernig þetta gerist. Við mætum ekki til leiks í seinni hálfleik. Það gerist allt of oft á mótinu, sérstaklega í seinni hlutanum þar sem við erum ekki tilbúnir í þetta. Þeir refsa okkur fyrir það og þá missum við mómentum og þá er þetta svo erfitt,“ sagði Viktor. Klippa: Viðtal við Viktor Gísla eftir Austurríkisleikinn Liðið hefur ekki náð taktinum og það er augljóslega erfitt að kyngja því. „Mér finnst við ná þessum takti upp næstum því í hverjum einasta leik. Við náum bara ekki að halda það út. Það koma tvö til þrjú léleg móment og mómentumið fer og við eigum erfitt með að snúa því við aftur,“ sagði Viktor. „Að þurfa að gera það fjórum, fimm sinnum í leik er helvíti, helvíti erfitt,“ sagði Viktor. Er niðurstaðan á þessu móti því vonbrigði? „Já mér finnst það. Pressan sem ég er með á sjálfum mér og allir í liðinu sem vildu ná betri árangri á þessu móti. Sýna betri frammistöðu og stöðugri frammistöðu. Ég held að allir séu sammála því að við náðum því ekki upp. Það er þungur biti að kyngja,“ sagði Viktor.
EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Sport Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Fleiri fréttir FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Loksins brosti Dagur Sigurðsson Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Mundi loforðið til kennarans Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Hreiðar Levý um skrif Víðis: Að líkja þessu við landráð er pistlahöfundi til skammar „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Magnaðar móttökur fyrir utan höllina kveiktu í strákunum hans Dags Dagur og lærisveinar hans í úrslit Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Oggi snýr aftur heim Bryðja töflur og spila á öðrum fæti fyrir Dag Segja sigurmark Portúgals ólöglegt: „Stór dómaramistök“ Súrustu töpin í sögu strákanna okkar Þórir ætlar að hlusta á hjartað en ekki strax Lærisveinar Alfreðs úr leik eftir framlengdan leik Anton tekur við kvennaliði Vals Danir flugu inn í undanúrslitin Dagur fyrstur Íslendinga til að fara með karlalið í undanúrslit á HM Hágrét af sorg þegar hann tók við viðurkenningunni Ósáttur bæjarstjóri gaf öllum frí til að styðja sveina Dags Sjá meira