Mætast að nýju tuttugu árum eftir hetjudáð Árna Gauts Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 26. janúar 2024 07:01 Árni Gautur Arason var leikmaður Manchester City í nokkra mánuði árið 2004. Alex Livesey/Getty Images Tuttugu ár eru síðan Manchester City vann Tottenham Hotspur 4-3 eftir að vera 3-0 undir í hálfleik. Um er að ræða einn frægasta leik FA Cup, ensku bikarkeppninnar í knattspyrnu. Við Íslendingar munum hvað helst eftir ótrúlegri tvöfaldri-markvörslu Árna Gauts Arasonar en hann stóð vaktina i marki Manchester City í leiknum. Í kvöld mætast liðin aftur í 4. umferð FA Cup. Þægilegur fyrri hálfleikur hjá Tottenham Þegar liðin gengu til búningsherbergja þann 4. febrúar árið 2004 var nákvæmlega ekkert sem benti til þess að Man City væri á leiðinni áfram né að frammistaða Ara Gauts yrði enn til umræðu tveimur áratugum síðar. Líkt og í kvöld þá mættust liðin í 4. umferð en þar sem ekki fékkst skorið úr hvort liðið færi áfram þegar þau mættust í Manchester, lokatölur 1-1, þurftu þau að mætast að nýju á White Hart Lane þann 4. febrúar. Þegar flautað var til hálfleiks var staðan 3-0 Tottenham í vil þökk sé mörkum frá Ledley King, Robbie Keane og Christian Ziege. Ekki skánaði það þegar hinn svo einkar takmarkaði Joey Barton nældi sér í sitt annað gula spjald og þar með rautt undir lok fyrri hálfleiks. Ofan á allt þetta hafði Nicolas Anelka, að flestra mati besti leikmaður Man City á þessum tíma, haltrað af velli í fyrri hálfleik. Ótrúlegasta endurkoma síðari ára Síðari hálfleikurinn var hins vegar eins fjarri þeim fyrri og hægt er að ímynda sér. Sylvain Distin , franski miðvörður Man City, minnkaði muninn eftir aðeins þriggja mínútna leik og fór ónotatilfinning um þau 30 þúsund sem höfðu gert sér ferð á White Hart Lane þetta kvöld. Í stöðunni 3-1 fékk Tottenham aukaspyrnu sem Ziege tók en hann hafði skorað úr einni slíkri í fyrri hálfleik. Aftur smellti Ziege boltanum yfir vegginn og stefndi hann í bláhornið þegar vinstri hendi Árna Gauts Arasonar sló boltann í þverslánna. Ekki nóg með það heldur náði Ari Gautur áttum og sýndi ótrúlega lipra takta þegar hann stökk á eftir frákastinu sem var við það að skoppa yfir marklínuna. Árni Gautur náði hins vegar að klófesta boltann og koma í veg fyrir að Tottenham kæmist 4-1 yfir. 04.02.2004 Á þessum degi fyrir 19 árum. Skagamaður hendir sér í double save á White Hart Lane. Árni Gautur Arason (f.1975) Man City Tottenham #GamlaVarslan pic.twitter.com/AcC2Xacoee— Áhugaverðar staðreyndir um íslenska knattspyrnu (@OReyndir) February 4, 2023 Þarna virtust heimamenn missa alla trú. Hinn hollenski Paul Bosvelt minnkaði muninn svo enn frekar á 69. mínútu og Shaun Wright-Phillips, sem ógnaði sífellt með hraða sínum og krafti, jafnaði metin þegar tíu mínútur voru til leiksloka. Það var svo í uppbótatíma sem Jonathan Paul Macken, sem ólst upp í rauða hluta Manchester-borgar, skoraði fjórða mark gestanna og tryggði Manchester City einn ótrúlegasta sigur í sögu félagsins. Mörkin og vörslu Árna Gauts má sjá í spilaranum hér að ofan. Árni Gautur átti aðeins eftir að spila einn leik til viðbótar fyrir Man City áður en hann yfirgaf félagið sumarið 2004. Sá var gegn Manchester United í 5. umferð FA Cup, fór Man Utd með 4-2 sigur af hólmi í þeim leik og bikarævintýri City-manna því á enda. Árni Gautur og ungur Cristiano Ronaldo í leik liðanna í 5. umferð FA Cup.Neal Simpson/Getty Images Leikur kvöldsins er sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Útsending hefst klukkan 19.50 og leikurinn sjálfur tíu mínútum síðar. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? Sport Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Enski boltinn „Tími til kominn að taka afstöðu gegn Ísrael“ Sport Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti Dagskráin í dag: Knicks ásamt íslenskum körfubolta og íslenskri pílu Sport Fleiri fréttir Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Guardiola samdi til ársins 2027 Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Guardiola framlengir við Man. City Klopp vildi fá Antony í stað Salah Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Amorim fékk loksins að stýra æfingu hjá Man. United Liverpool fær Van Dijk fyrr til baka Fékk sjö leikja bann fyrir það sem hann sagði um eigin fyrirliða Man. Utd reynir við rándýra ungstirnið sem Amorim leyfði að blómstra Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Scott McTominay sér ekki eftir neinu Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Sjá meira
Við Íslendingar munum hvað helst eftir ótrúlegri tvöfaldri-markvörslu Árna Gauts Arasonar en hann stóð vaktina i marki Manchester City í leiknum. Í kvöld mætast liðin aftur í 4. umferð FA Cup. Þægilegur fyrri hálfleikur hjá Tottenham Þegar liðin gengu til búningsherbergja þann 4. febrúar árið 2004 var nákvæmlega ekkert sem benti til þess að Man City væri á leiðinni áfram né að frammistaða Ara Gauts yrði enn til umræðu tveimur áratugum síðar. Líkt og í kvöld þá mættust liðin í 4. umferð en þar sem ekki fékkst skorið úr hvort liðið færi áfram þegar þau mættust í Manchester, lokatölur 1-1, þurftu þau að mætast að nýju á White Hart Lane þann 4. febrúar. Þegar flautað var til hálfleiks var staðan 3-0 Tottenham í vil þökk sé mörkum frá Ledley King, Robbie Keane og Christian Ziege. Ekki skánaði það þegar hinn svo einkar takmarkaði Joey Barton nældi sér í sitt annað gula spjald og þar með rautt undir lok fyrri hálfleiks. Ofan á allt þetta hafði Nicolas Anelka, að flestra mati besti leikmaður Man City á þessum tíma, haltrað af velli í fyrri hálfleik. Ótrúlegasta endurkoma síðari ára Síðari hálfleikurinn var hins vegar eins fjarri þeim fyrri og hægt er að ímynda sér. Sylvain Distin , franski miðvörður Man City, minnkaði muninn eftir aðeins þriggja mínútna leik og fór ónotatilfinning um þau 30 þúsund sem höfðu gert sér ferð á White Hart Lane þetta kvöld. Í stöðunni 3-1 fékk Tottenham aukaspyrnu sem Ziege tók en hann hafði skorað úr einni slíkri í fyrri hálfleik. Aftur smellti Ziege boltanum yfir vegginn og stefndi hann í bláhornið þegar vinstri hendi Árna Gauts Arasonar sló boltann í þverslánna. Ekki nóg með það heldur náði Ari Gautur áttum og sýndi ótrúlega lipra takta þegar hann stökk á eftir frákastinu sem var við það að skoppa yfir marklínuna. Árni Gautur náði hins vegar að klófesta boltann og koma í veg fyrir að Tottenham kæmist 4-1 yfir. 04.02.2004 Á þessum degi fyrir 19 árum. Skagamaður hendir sér í double save á White Hart Lane. Árni Gautur Arason (f.1975) Man City Tottenham #GamlaVarslan pic.twitter.com/AcC2Xacoee— Áhugaverðar staðreyndir um íslenska knattspyrnu (@OReyndir) February 4, 2023 Þarna virtust heimamenn missa alla trú. Hinn hollenski Paul Bosvelt minnkaði muninn svo enn frekar á 69. mínútu og Shaun Wright-Phillips, sem ógnaði sífellt með hraða sínum og krafti, jafnaði metin þegar tíu mínútur voru til leiksloka. Það var svo í uppbótatíma sem Jonathan Paul Macken, sem ólst upp í rauða hluta Manchester-borgar, skoraði fjórða mark gestanna og tryggði Manchester City einn ótrúlegasta sigur í sögu félagsins. Mörkin og vörslu Árna Gauts má sjá í spilaranum hér að ofan. Árni Gautur átti aðeins eftir að spila einn leik til viðbótar fyrir Man City áður en hann yfirgaf félagið sumarið 2004. Sá var gegn Manchester United í 5. umferð FA Cup, fór Man Utd með 4-2 sigur af hólmi í þeim leik og bikarævintýri City-manna því á enda. Árni Gautur og ungur Cristiano Ronaldo í leik liðanna í 5. umferð FA Cup.Neal Simpson/Getty Images Leikur kvöldsins er sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Útsending hefst klukkan 19.50 og leikurinn sjálfur tíu mínútum síðar.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? Sport Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Enski boltinn „Tími til kominn að taka afstöðu gegn Ísrael“ Sport Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti Dagskráin í dag: Knicks ásamt íslenskum körfubolta og íslenskri pílu Sport Fleiri fréttir Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Guardiola samdi til ársins 2027 Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Guardiola framlengir við Man. City Klopp vildi fá Antony í stað Salah Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Amorim fékk loksins að stýra æfingu hjá Man. United Liverpool fær Van Dijk fyrr til baka Fékk sjö leikja bann fyrir það sem hann sagði um eigin fyrirliða Man. Utd reynir við rándýra ungstirnið sem Amorim leyfði að blómstra Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Scott McTominay sér ekki eftir neinu Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti