Natasha komin áfram og Guðrún fékk loks stig Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 25. janúar 2024 19:51 Guðrún Arnardóttir er máttarstólpi í liði Rosengård. Getty Images/Gualter Fatia Tvær íslenskar landsliðskonur í knattspyrnu voru í eldlínunni í leikjum kvöldsins í Meistaradeild Evrópu. Guðrún Arnardóttir lék allan leikinn fyrir Rosengård þegar liðið náði í sitt fyrsta stig og Natasha Anasi byrjaði fyrir Brann í Prag þegar norska liðið tryggði sér sæti í 8-liða úrslitum. Fimmta umferð Meistaradeildar Evrópu fer fram þessa dagana og eru línur farnar að skýrast hvaða lið fara áfram og hvaða lið sitja eftir með sárt ennið. Þó það sé löngu ljóst að Rosengård sé ekki á leið upp úr A-riðli þá náði liðið loks í sitt fyrsta stig. Guðrún lék allan leikinn í hjarta þriggja manna varnar sænska liðsins þegar Rosengård gerði 2-2 jafntefli við Benfica. Olivia Schough og Mai Kadowaki með mörk heimaliðsins. Ria Oling lagði upp bæði mörkin. Mörk Benfica skoruðu þær Jessica Silva og Marie-Yasmine Alidou d'Anjou. FC Rosengård are back level!!! Mai Kadowaki nets the fourth goal of the night! WHAT A NIGHT.Watch LIVE https://t.co/0lngGW8euTWatch highlights on YouTube https://t.co/OpupfqBUV3#UWCLonDAZN #NewDealforWomensFootball pic.twitter.com/at6ZywDY27— DAZN Football (@DAZNFootball) January 25, 2024 Benfica er að öllum líkindum komið áfram nema Eintracht Frankfurt takist hið ómögulega og vinni Barcelona síðar í kvöld. Í B-riðli tryggði Brann sér sæti í 8-liða úrslitum með 1-0 útisigri á Slavia Prag. Natasha Anasi-Erlingsson byrjaði leikinn í þriggja manna varnarlínu norska liðsins. Hún var tekin af velli eftir tæpa klukkustund en skömmu síðar kom sigurmarkið. Big ooof from the Slavia keeper to allow Brann the lead!Watch LIVE https://t.co/0lngGW8euT Watch highlights on YouTube https://t.co/OpupfqBUV3 #UWCLonDAZN #NewDealforWomensFootball pic.twitter.com/5hU6QvFFpi— DAZN Football (@DAZNFootball) January 25, 2024 Brann með 10 stig að loknum fimm leikjum. Reikna má þó með að franska stórliðið Lyon vinni riðilinn en það mætir St. Pölten síðar í kvöld. Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Mest lesið Toppsætið endurheimt með átta marka stórsigri Fótbolti Tvenna Diallo tryggði fyrsta sigurinn Fótbolti Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Körfubolti Sigrinum óvænt stolið af Sociedad eftir jöfnunarmark Orra Fótbolti Rice tábrotinn en ætlar að spila á sunnudag Enski boltinn Orri Steinn einn verðmætasti ungi leikmaður heims Fótbolti Spænska stjarnan flutt á sjúkrahús eftir slys á æfingu Fótbolti Kristian aftur í leikmannahópi Ajax | Sverrir stóð í vörn Panathinaikos Fótbolti „Erum lágvaxið lið í þessum glugga og þurfum að vera villingar“ Sport Dagskráin í dag: Ronaldo og félagar í beinni útsendingu Sport Fleiri fréttir Orri Steinn einn verðmætasti ungi leikmaður heims Spænska stjarnan flutt á sjúkrahús eftir slys á æfingu Rice tábrotinn en ætlar að spila á sunnudag Kristian aftur í leikmannahópi Ajax | Sverrir stóð í vörn Panathinaikos Tvenna Diallo tryggði fyrsta sigurinn Sigrinum óvænt stolið af Sociedad eftir jöfnunarmark Orra Toppsætið endurheimt með átta marka stórsigri Tvö mörk á tveimur mínútum tryggðu sigur Galatasaray tók toppsætið af Tottenham Tvö lið með fullt hús stiga í Sambandsdeildinni Ákvörðun þjálfarans að kalla Mbappé ekki inn í landsliðshópinn „Frammistaða upp á 8,5 í þessum leik“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Víkingi sextíu milljónir til viðbótar Víkingar komnir í 750 milljónir og gætu spilað fram í febrúar Uppgjörið: Víkingur - Borac 2-0 | Víkingur færist skrefi nær útsláttarkeppninni með góðum sigri „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ Ísland í riðli með Frökkum og Maríu Ragnar ráðinn til AGF „Leið eins og ég væri í einhverju sorgarferli“ Sjáðu dramatíkina í París og öll mörkin úr Meistaradeildinni Myndir: Skiltin fuku um koll fyrir leikinn mikilvæga í Kópavogi Slot henti bæði Mourinho og Ancelotti úr efsta sætinu Sjáðu klúðrið sem stjóri Villa kallaði „stærstu mistök“ sem hann hefur séð Íslensku stelpurnar gætu lent í riðli með heimsmeisturunum Þurftu að sauma sautján spor í andlit Barcelona stráksins Gummi Tóta og félagar tilbúnir að „leggja örkinni“ á Brúnni „Langar að svara fyrir okkur“ Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Atlético Madríd stal sigrinum í París Sjá meira
Guðrún Arnardóttir lék allan leikinn fyrir Rosengård þegar liðið náði í sitt fyrsta stig og Natasha Anasi byrjaði fyrir Brann í Prag þegar norska liðið tryggði sér sæti í 8-liða úrslitum. Fimmta umferð Meistaradeildar Evrópu fer fram þessa dagana og eru línur farnar að skýrast hvaða lið fara áfram og hvaða lið sitja eftir með sárt ennið. Þó það sé löngu ljóst að Rosengård sé ekki á leið upp úr A-riðli þá náði liðið loks í sitt fyrsta stig. Guðrún lék allan leikinn í hjarta þriggja manna varnar sænska liðsins þegar Rosengård gerði 2-2 jafntefli við Benfica. Olivia Schough og Mai Kadowaki með mörk heimaliðsins. Ria Oling lagði upp bæði mörkin. Mörk Benfica skoruðu þær Jessica Silva og Marie-Yasmine Alidou d'Anjou. FC Rosengård are back level!!! Mai Kadowaki nets the fourth goal of the night! WHAT A NIGHT.Watch LIVE https://t.co/0lngGW8euTWatch highlights on YouTube https://t.co/OpupfqBUV3#UWCLonDAZN #NewDealforWomensFootball pic.twitter.com/at6ZywDY27— DAZN Football (@DAZNFootball) January 25, 2024 Benfica er að öllum líkindum komið áfram nema Eintracht Frankfurt takist hið ómögulega og vinni Barcelona síðar í kvöld. Í B-riðli tryggði Brann sér sæti í 8-liða úrslitum með 1-0 útisigri á Slavia Prag. Natasha Anasi-Erlingsson byrjaði leikinn í þriggja manna varnarlínu norska liðsins. Hún var tekin af velli eftir tæpa klukkustund en skömmu síðar kom sigurmarkið. Big ooof from the Slavia keeper to allow Brann the lead!Watch LIVE https://t.co/0lngGW8euT Watch highlights on YouTube https://t.co/OpupfqBUV3 #UWCLonDAZN #NewDealforWomensFootball pic.twitter.com/5hU6QvFFpi— DAZN Football (@DAZNFootball) January 25, 2024 Brann með 10 stig að loknum fimm leikjum. Reikna má þó með að franska stórliðið Lyon vinni riðilinn en það mætir St. Pölten síðar í kvöld.
Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Mest lesið Toppsætið endurheimt með átta marka stórsigri Fótbolti Tvenna Diallo tryggði fyrsta sigurinn Fótbolti Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Körfubolti Sigrinum óvænt stolið af Sociedad eftir jöfnunarmark Orra Fótbolti Rice tábrotinn en ætlar að spila á sunnudag Enski boltinn Orri Steinn einn verðmætasti ungi leikmaður heims Fótbolti Spænska stjarnan flutt á sjúkrahús eftir slys á æfingu Fótbolti Kristian aftur í leikmannahópi Ajax | Sverrir stóð í vörn Panathinaikos Fótbolti „Erum lágvaxið lið í þessum glugga og þurfum að vera villingar“ Sport Dagskráin í dag: Ronaldo og félagar í beinni útsendingu Sport Fleiri fréttir Orri Steinn einn verðmætasti ungi leikmaður heims Spænska stjarnan flutt á sjúkrahús eftir slys á æfingu Rice tábrotinn en ætlar að spila á sunnudag Kristian aftur í leikmannahópi Ajax | Sverrir stóð í vörn Panathinaikos Tvenna Diallo tryggði fyrsta sigurinn Sigrinum óvænt stolið af Sociedad eftir jöfnunarmark Orra Toppsætið endurheimt með átta marka stórsigri Tvö mörk á tveimur mínútum tryggðu sigur Galatasaray tók toppsætið af Tottenham Tvö lið með fullt hús stiga í Sambandsdeildinni Ákvörðun þjálfarans að kalla Mbappé ekki inn í landsliðshópinn „Frammistaða upp á 8,5 í þessum leik“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Víkingi sextíu milljónir til viðbótar Víkingar komnir í 750 milljónir og gætu spilað fram í febrúar Uppgjörið: Víkingur - Borac 2-0 | Víkingur færist skrefi nær útsláttarkeppninni með góðum sigri „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ Ísland í riðli með Frökkum og Maríu Ragnar ráðinn til AGF „Leið eins og ég væri í einhverju sorgarferli“ Sjáðu dramatíkina í París og öll mörkin úr Meistaradeildinni Myndir: Skiltin fuku um koll fyrir leikinn mikilvæga í Kópavogi Slot henti bæði Mourinho og Ancelotti úr efsta sætinu Sjáðu klúðrið sem stjóri Villa kallaði „stærstu mistök“ sem hann hefur séð Íslensku stelpurnar gætu lent í riðli með heimsmeisturunum Þurftu að sauma sautján spor í andlit Barcelona stráksins Gummi Tóta og félagar tilbúnir að „leggja örkinni“ á Brúnni „Langar að svara fyrir okkur“ Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Atlético Madríd stal sigrinum í París Sjá meira