Lyon skoraði sjö en Barcelona aðeins tvö Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 25. janúar 2024 22:11 Ada Hegerberg fagna öðru marka sinna í kvöld. @OLfeminin Lyon og Barcelona unnu þægilegra sigra í Meistaradeild kvenna í knattspyrnu í kvöld. Sigur Lyon var þó heldur þægilegri en sigur Börsunga sem hafa átt betri dag fyrir framan markið. Ekki nóg með að Barcelona væri komið áfram þegar leikur kvöldsins gegn Eintracht Frankfurt í 5. umferð Meistaradeildar Evrópu hófst heldur var liðið einnig búið að tryggja sér sigur í A-riðli. Hvort um kæruleysi hafi verið að ræða verður ósagt látið en Barcelona komst yfir á 19. mínútu með marki Patricia Guijarro. Það reyndist eina mark leiksins þangað til á þegar rúmur stundarfjórðungur var til leiksloka. Þá bætti Caroline Graham við marki eftir sendingu Lucy Bronze og þar við sat, lokatölur 2-0. She looks up. She sees the target. She fires. Caroline Graham Hansen doubles Barca's lead. Watch LIVE https://t.co/0lngGW8euTWatch highlights on YouTube https://t.co/OpupfqBUV3#UWCLonDAZN #NewDealforWomensFootball pic.twitter.com/q1NOEEF7pM— DAZN Football (@DAZNFootball) January 25, 2024 Börsungar eru með fullt hús stiga að loknum fimm umferðum, Benfica er í 2. sæti með átta stig og er sömuleiðis komið áfram í 8-liða úrslit. Frankfurt er í 3. sæti með fjögur stig á meðan Rosengård, lið Guðrúnar Arnardóttur, rekur lestina með eitt stig. Í B-riðli var Lyon komið áfram en baráttan um toppsætið þó enn á lífi eftir sigur Brann og Natöshu Anasi-Erlingsson fyrr í kvöld. Lyon sótti St. Pölten heim og sýndi sínar bestu hliðar. Tvö mörk á tveimur mínútum gerðu í raun út um leikinn en staðan var 0-3 í hálfleik. Ada Hegerberg hafði þá skorað tvennu og Sara Dabritz skoraði eitt og lagði upp annað. Þá var Damaris Berta Egurrola Wienke með tvær stoðsendingar. Vanessa Gilles bætti fjórða markinu við, Dzsenifer Marozsan því fimmta og Kadidiatou Diani því sjötta áður en Dabtriz veitti heimaliðinu náðarhöggið, lokatölur 0-7. Sara Däbritz finding the top corner for Lyon to lead7 -0 !Watch LIVE https://t.co/0lngGW8euT Watch highlights on YouTube https://t.co/OpupfqBUV3 #UWCLonDAZN #NewDealforWomensFootball pic.twitter.com/0Wi9piqY1a— DAZN Football (@DAZNFootball) January 25, 2024 Lyon nú á toppi B-riðils með 13 stig, þremur meira en Brann þegar ein umferð er eftir. Þar á eftir koma Slavia Prag með fjögur stig og St. Pölten með eitt stig. Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Mest lesið Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Enski boltinn Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Fleiri fréttir Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Sara Björk lagði upp í stórsigri Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Orri og Elías í einvígi um að mæta ensku stórliði Tveir íslenskir Nökkvar í Rotterdam City mætir Real Madrid í umspilinu Sjá meira
Ekki nóg með að Barcelona væri komið áfram þegar leikur kvöldsins gegn Eintracht Frankfurt í 5. umferð Meistaradeildar Evrópu hófst heldur var liðið einnig búið að tryggja sér sigur í A-riðli. Hvort um kæruleysi hafi verið að ræða verður ósagt látið en Barcelona komst yfir á 19. mínútu með marki Patricia Guijarro. Það reyndist eina mark leiksins þangað til á þegar rúmur stundarfjórðungur var til leiksloka. Þá bætti Caroline Graham við marki eftir sendingu Lucy Bronze og þar við sat, lokatölur 2-0. She looks up. She sees the target. She fires. Caroline Graham Hansen doubles Barca's lead. Watch LIVE https://t.co/0lngGW8euTWatch highlights on YouTube https://t.co/OpupfqBUV3#UWCLonDAZN #NewDealforWomensFootball pic.twitter.com/q1NOEEF7pM— DAZN Football (@DAZNFootball) January 25, 2024 Börsungar eru með fullt hús stiga að loknum fimm umferðum, Benfica er í 2. sæti með átta stig og er sömuleiðis komið áfram í 8-liða úrslit. Frankfurt er í 3. sæti með fjögur stig á meðan Rosengård, lið Guðrúnar Arnardóttur, rekur lestina með eitt stig. Í B-riðli var Lyon komið áfram en baráttan um toppsætið þó enn á lífi eftir sigur Brann og Natöshu Anasi-Erlingsson fyrr í kvöld. Lyon sótti St. Pölten heim og sýndi sínar bestu hliðar. Tvö mörk á tveimur mínútum gerðu í raun út um leikinn en staðan var 0-3 í hálfleik. Ada Hegerberg hafði þá skorað tvennu og Sara Dabritz skoraði eitt og lagði upp annað. Þá var Damaris Berta Egurrola Wienke með tvær stoðsendingar. Vanessa Gilles bætti fjórða markinu við, Dzsenifer Marozsan því fimmta og Kadidiatou Diani því sjötta áður en Dabtriz veitti heimaliðinu náðarhöggið, lokatölur 0-7. Sara Däbritz finding the top corner for Lyon to lead7 -0 !Watch LIVE https://t.co/0lngGW8euT Watch highlights on YouTube https://t.co/OpupfqBUV3 #UWCLonDAZN #NewDealforWomensFootball pic.twitter.com/0Wi9piqY1a— DAZN Football (@DAZNFootball) January 25, 2024 Lyon nú á toppi B-riðils með 13 stig, þremur meira en Brann þegar ein umferð er eftir. Þar á eftir koma Slavia Prag með fjögur stig og St. Pölten með eitt stig.
Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Mest lesið Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Enski boltinn Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Fleiri fréttir Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Sara Björk lagði upp í stórsigri Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Orri og Elías í einvígi um að mæta ensku stórliði Tveir íslenskir Nökkvar í Rotterdam City mætir Real Madrid í umspilinu Sjá meira