Halldór Karl: Aganefnd KKÍ tekur mál Ragnars mögulega fyrir í maí Andri Már Eggertsson skrifar 25. janúar 2024 22:20 Halldór Karl Þórsson, þjálfari Hamars, var svekktur eftir tap gegn Haukum Vísir/Hulda Margrét Halldór Karl Þórsson, þjálfari Hamars, var hundfúll eftir eins stigs tap gegn Haukum á heimavelli. Hamar hefur tapað öllum fimmtán leikjunum í Subway-deildinni. Halldór var einnig allt annað en sáttur út í vinnubrögð KKÍ. „Mér er drullusama um að við höfum verið að tapa fimmtánda leiknum í röð. Í kvöld töpuðum við með einu stigi og það var leiðinlegt að tapa þessum. Ég nenni ekki að horfa til baka og tala um síðustu leiki. Þetta var leiðinlegt og ég held að það sé auðvelt svar að segja að það hafi verið leiðinlegt að tapa,“ sagði Halldór Karl svekktur eftir leik. Halldór Karl var ánægður með fyrri hálfleik liðsins þar sem Hamar gerði síðustu tíu stigin og var fjórum stigum yfir í hálfleik. „Það var margt flott í fyrri hálfleik. Það var barátta í þessum leikmönnum sem ég er með. Við gerðum rosalega vel gegn þeim á hálfum velli. Haukar geta bara skorað á opnum velli og þannig leggur maður upp leikinn gegn þeim. Ef þú nærð að koma í veg fyrir að Kaninn hjá Haukum skori á opnum velli þá gerir hann ekki neitt.“ Lokamínúturnar voru æsispennandi en Halldór fann fyrir að hans menn voru þreyttir enda spilaði hann mest á fimm leikmönnum. „Við vorum að hlaupa á fimm mönnum en Haukar fóru dýpra á bekkinn og við fengum ekki mikið frá bekknum enda var það mín ákvörðun að spila á fáum leikmönnum.“ Halldór Karl nýtti tækifærið og hrósaði dómurunum fyrir vel dæmdan leik og sagði að þetta hafi verið besta dómgæsla sem hann hafi fengið í vetur. „Þetta var langbesta dómgæsla sem við höfum fengið í vetur og við höfum fengið allskonar dúdda hingað og þetta var virkilega vel dæmdur leikur. Þvílíkur munur að hafa fengið svona sendingu og við erum ekki eftir leik að pæla í einhverjum dómum. Ég er ótrúlega ánægður þegar að við fáum svona dómara sem koma með gæði inn í leikinn.“ Ummæli Ragnars Nathanaelsson um dómara í leik Keflavíkur og Hamars rataði inn á borð aganefndar KKÍ. Í kjölfarið neitaði Halldór Karl að tala við fjölmiðla en kom í viðtal eftir leik kvöldsins og var allt annað en sáttur með vinnubrögð KKÍ þar sem þetta hefur tekið alltof langan tíma. „Þessi mál eru einhvers staðar í bunka hjá KKÍ. Það er fáránlegt að við höfum ekki fengið að vita neitt um þetta. Við vorum ekki í fjölmiðlabanni heldur að vekja athygli bæði á að KKÍ hafi kært þetta og Stöð 2 Sport að hafa klikkað á þessu. Það skapaði umræðu að við höfum ekki mætt í viðtöl sem við vildum þar sem okkur finnst þetta ekki vera sanngjarnt.“ „KKÍ tekur þetta fyrir kannski í maí eða eitthvað. Það væri voðalega gott að fara að dæma í þessu þar sem það er langt síðan gögnin komu til þeirra.“ „Á miðvikudagskvöldum bíðum við eftir tölvupósti þegar að við höfum gert allan undirbúning fyrir leik um hvort Ragnar verði með liðinu. Hann er eini stóri leikmaðurinn okkar og þá verð ég bara að kalla liðið saman um kvöldið og segja þeim að gleyma öllu sem við höfum unnið í. Við verðum að fara að fá eitthvað út úr þessu strax,“ sagði Halldór Karl Þórsson að lokum. Subway-deild karla Hamar Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Asensio hetjan í endurkomu Villa Enski boltinn „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Handbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti Fleiri fréttir „Eigum skilið að finna til“ Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Í beinni: Las Palmas - Barcelona | Börsungar gætu styrkt stöðu sína á Íslendingaslóðum Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Kom inn á í fyrri háfleik og skoraði í fyrsta sinn í fimm mánuði Arnór Ingvi skoraði tvö mörk í bikarsigri Urðu að ósk Mourinho og kölluðu á útlenskan dómara Ein af þeim sem hefur haldið oftast hreinu í Evrópu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Sjá meira
„Mér er drullusama um að við höfum verið að tapa fimmtánda leiknum í röð. Í kvöld töpuðum við með einu stigi og það var leiðinlegt að tapa þessum. Ég nenni ekki að horfa til baka og tala um síðustu leiki. Þetta var leiðinlegt og ég held að það sé auðvelt svar að segja að það hafi verið leiðinlegt að tapa,“ sagði Halldór Karl svekktur eftir leik. Halldór Karl var ánægður með fyrri hálfleik liðsins þar sem Hamar gerði síðustu tíu stigin og var fjórum stigum yfir í hálfleik. „Það var margt flott í fyrri hálfleik. Það var barátta í þessum leikmönnum sem ég er með. Við gerðum rosalega vel gegn þeim á hálfum velli. Haukar geta bara skorað á opnum velli og þannig leggur maður upp leikinn gegn þeim. Ef þú nærð að koma í veg fyrir að Kaninn hjá Haukum skori á opnum velli þá gerir hann ekki neitt.“ Lokamínúturnar voru æsispennandi en Halldór fann fyrir að hans menn voru þreyttir enda spilaði hann mest á fimm leikmönnum. „Við vorum að hlaupa á fimm mönnum en Haukar fóru dýpra á bekkinn og við fengum ekki mikið frá bekknum enda var það mín ákvörðun að spila á fáum leikmönnum.“ Halldór Karl nýtti tækifærið og hrósaði dómurunum fyrir vel dæmdan leik og sagði að þetta hafi verið besta dómgæsla sem hann hafi fengið í vetur. „Þetta var langbesta dómgæsla sem við höfum fengið í vetur og við höfum fengið allskonar dúdda hingað og þetta var virkilega vel dæmdur leikur. Þvílíkur munur að hafa fengið svona sendingu og við erum ekki eftir leik að pæla í einhverjum dómum. Ég er ótrúlega ánægður þegar að við fáum svona dómara sem koma með gæði inn í leikinn.“ Ummæli Ragnars Nathanaelsson um dómara í leik Keflavíkur og Hamars rataði inn á borð aganefndar KKÍ. Í kjölfarið neitaði Halldór Karl að tala við fjölmiðla en kom í viðtal eftir leik kvöldsins og var allt annað en sáttur með vinnubrögð KKÍ þar sem þetta hefur tekið alltof langan tíma. „Þessi mál eru einhvers staðar í bunka hjá KKÍ. Það er fáránlegt að við höfum ekki fengið að vita neitt um þetta. Við vorum ekki í fjölmiðlabanni heldur að vekja athygli bæði á að KKÍ hafi kært þetta og Stöð 2 Sport að hafa klikkað á þessu. Það skapaði umræðu að við höfum ekki mætt í viðtöl sem við vildum þar sem okkur finnst þetta ekki vera sanngjarnt.“ „KKÍ tekur þetta fyrir kannski í maí eða eitthvað. Það væri voðalega gott að fara að dæma í þessu þar sem það er langt síðan gögnin komu til þeirra.“ „Á miðvikudagskvöldum bíðum við eftir tölvupósti þegar að við höfum gert allan undirbúning fyrir leik um hvort Ragnar verði með liðinu. Hann er eini stóri leikmaðurinn okkar og þá verð ég bara að kalla liðið saman um kvöldið og segja þeim að gleyma öllu sem við höfum unnið í. Við verðum að fara að fá eitthvað út úr þessu strax,“ sagði Halldór Karl Þórsson að lokum.
Subway-deild karla Hamar Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Asensio hetjan í endurkomu Villa Enski boltinn „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Handbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti Fleiri fréttir „Eigum skilið að finna til“ Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Í beinni: Las Palmas - Barcelona | Börsungar gætu styrkt stöðu sína á Íslendingaslóðum Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Kom inn á í fyrri háfleik og skoraði í fyrsta sinn í fimm mánuði Arnór Ingvi skoraði tvö mörk í bikarsigri Urðu að ósk Mourinho og kölluðu á útlenskan dómara Ein af þeim sem hefur haldið oftast hreinu í Evrópu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Sjá meira
Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti
Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti