Enski boltinn

Lauren James sá um Maríu og stöllur

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Skoraði þrennu gegn Manchester United og tvennu í dag.
Skoraði þrennu gegn Manchester United og tvennu í dag. Justin Setterfield/Getty Images

Englandsmeistarar Chelsea áttu ekki í teljandi vandræðum með Brighton & Hove Albion í eina leik dagsins í ensku úrvalsdeild kvenna í knattspyrnu. María Þórisdóttir lék allan leikinn í vörn Brighton.

Í fjarveru Sam Kerr lék Lauren James upp á topp hjá Englandsmeisturunum og sýndi hún heldur betur hvað í sér býr. Eftir markalausan fyrri hálfleik kom James gestunum yfir eftir sendingu frá Niamh Charles.

Francesca Kirby tvöfaldaði svo forystu gestanna áður en James gerði út um leikinn á 59. mínútu.

Lokatölur 0-3 og Englandsmeistararnir í góðum málum á toppi töflunnar með 31 stig. Þar á eftir koma Manchester City og Arsenal með 25 stig en bæði eiga leik til góða. Brighton er í 9. sæti með 11 stig, sex fyrir ofan fallsæti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×