Erlent

Komu í veg fyrir stór­slys í Rauða­hafi

Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar
Óhætt er að segja að áhöfn skipsins hafi sloppið fyrir horn.
Óhætt er að segja að áhöfn skipsins hafi sloppið fyrir horn. AP

Tekist hefur að slökkva eld sem logaði um borð í fraktskipinu Marlin Luanda eftir að eldflaug Húta hæfði það í Rauðahafinu seint í gærkvöldi. Hætt var á að hann kæmist í tæri við afar eldfiman farm skipsins.

Árásin var samkvæmt Hútum viðbragð við auknum árásum Breta og Bandaríkjamanna á Jemen síðastliðnar vikur.

Skipið sem logaði hefur siglt undir fána Marshall-eyja og er í eigu alþjóðlega fyrirtækisins Trafigura. Í tilkynningu frá eigendum skipsins eru allir áhafnarmeðlimir heilir á húfi og sigldi skipið í örugga höfn.

Samkvæmt miðlægri stjórnstöð Bandaríkjahers (CENTCOM) særðist enginn um borð en litlu mátti muna vegna þess að mikið magn hins afar eldfima efnis Nafta sem eins konar vetnisblanda í vökvaformi.

„Þökk sé þessum skjótu viðbrögðum bandaríska, indverska og franska flotans er eldurinn nú slökknaður. Engan sakaði, skipið heldur enn sjó og heldur áfram á ætlaðri leið,“ skrifar CENTCOM í færslu á samfélagsmiðilinn X.

„Þessar ólögmætu aðgerðir hafa ekkert að gera með átökin í Gasa. Hvorki skipið né áhöfn þess hafa nokkra tengingu við Ísrael. Hútar hafa skotið skeytingarlaust á Rauðahafið og haft að skotmörkum skip sem hafa þýðingu fyrir fleiri en fjörutíu lönd um allan heim.“


Tengdar fréttir

Olíuflutningaskip í ljósum logum eftir loftárás Húta

Breskt olíuflutningaskip stendur í ljósum logum í Adenflóa eftir að Hútar skutu eldflaug að því í gærkvöldi. Árásin er samkvæmt Hútum viðbragð við auknum árásum Breta og Bandaríkjamanna á Jemen síðastliðnar vikur. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×