Nefndin verði upplýst um grundvöll ákvörðunarinnar Vésteinn Örn Pétursson skrifar 28. janúar 2024 13:43 Þorgerður Katrín er formaður Viðreisnar og nefndarmaður í utanríkismálanefnd. Vísir/Vilhelm Formaður Viðreisnar segir mikilvægt að utanríkismálanefnd verði upplýst um á hvaða grundvelli ákvörðun var tekin um að fresta greiðslum Íslands til Palestínuaðstoðar Sameinuðu Þjóðanna. Yfirmaður stofnunarinnar hefur kallað eftir því að slíkar ákvarðanir verði dregnar til baka. Í gær var greint frá því að Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra hefði kallað eftir ítarlegri rannsókn á ásökunum á hendur tólf starfsmönnum Palestínuflóttamannahjálpar Sameinuðu þjóðanna, um að hafa aðstoðað Hamas-samtökin við árásirnar á Ísrael 7. október á síðasta ári. Þá kom fram að Ísland myndi fresta frekari greiðslum til stofnunarinnar þar til að loknu samráði við önnur Norðurlönd. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir er formaður Viðreisnar og nefndarmaður í utanríkismálanefnd þingsins. „Þetta slær mig þannig að þetta sé stórt mál, og eflaust erfitt að taka þessa ákvörðun þegar þessar miklu hörmungar eru fyrir botni Miðjarðarhafs. Það sem skiptir mestu máli er að hjálpa fólki í þessari miklu neyð sem þar er,“ segir Þorgerður. Gera megi ráð fyrir að farið verði vel yfir málið á næsta fundi nefndarinnar, og afstaða ráðherra útskýrð nánar. „Það sem skiptir mestu er að upplýsa nefndarmenn í utanríkismálanefnd um þetta mál, það er það sem mér finnst kannski brýnast.“ Sjónarmið stofnunarinnar hljóti að vera skoðuð Í yfirlýsingu sinni í gær sagði Bjarni að skjót viðbrögð Philippe Lazzarini, forstöðumanns Palestínuhjálparinnar, við ásökununum væru vel metin og að starfsemi stofnunarinnar yrði að halda áfram á erfiðum tímum. Lazzarini hefur kallað eftir því að þau ríki sem tekið hafa ákvörðun um að fresta styrkjum til stofnunarinnar endurskoði þá ákvörðun. Meðal þeirra ríkja eru Finnland, Þýskaland, Bretland og Bandaríkin. Ekki ætti að refsa stofnuninni, þar sem um 13 þúsund manns vinna, fyrir mögulegar misgjörðir fárra starfsmanna. Þorgerður telur að þau sjónarmið hljóti að verða skoðuð fram þegar farið verður yfir málið. „Ég tel mestu skipta að við verðum upplýst um það á hvaða grundvelli þessi ákvörðun var tekin. Mér finnst líka skipta miklu máli að við séum í samfylgd með Norðurlöndunum þegar svona ákvörðun er tekin,“ segir Þorgerður Katrín. Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Utanríkismál Alþingi Viðreisn Mest lesið Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Innlent Tveir sérlega hættulegir gómaðir á Íslandi og gríðarleg fjölgun verkefna Innlent Morðtilræði, vændi og frændi sagður drepinn fyrir komuna til Íslands Innlent „Þessi aðgangur hefur bara víst valdið tjóni“ Innlent Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Erlent Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Innlent Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Innlent „Maður úr innsta hring íslenskrar stjórnsýslu“ reyni að afvegaleiða umræðuna Innlent Færeyingar leita til Íslands að útvarpsstjóra Innlent Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Erlent Fleiri fréttir ASÍ fordæmir „siðlausa framgöngu“ í garð ræstingafólks Vill aukna fjölbreytni í lögregluna: „Okkar viðskiptavinir eru alls konar“ Færeyingar leita til Íslands að útvarpsstjóra Afstaða Íslands skýr Krísufundur, veik von og óðir nammigrísir Slitlag lagt á síðasta kafla Grafningsvegar Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Þrjú bítast um formannsstöðuna hjá Siðmennt Kristrún sækir neyðarfund Macron Rófustappan olli niðurgangi þorrablótsgesta Fleiri ótímabundin verkföll boðuð Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Langflestir hafa minnsta trú á Ingu „Maður úr innsta hring íslenskrar stjórnsýslu“ reyni að afvegaleiða umræðuna Örn skipaður landsbókavörður Boðar samninganefndir kennara á fund í dag Styrkir, kílómetragjald og biðin eftir gosi „Þessi aðgangur hefur bara víst valdið tjóni“ Þingið kafi í styrkveitingarnar Morðtilræði, vændi og frændi sagður drepinn fyrir komuna til Íslands Tveir sérlega hættulegir gómaðir á Íslandi og gríðarleg fjölgun verkefna Ráðist á bifreiðar með spörkum og hamri Samtenging sjúkraskráa auki sjúklingaöryggi Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Tvö þúsund Íslendingar í hverri viku á Tenerife Vegabætur taldar auka straum ferðafólks um Norðausturland Fékk net í aðalskrúfuna og dreginn í land Strandveiðar augljóslega ekki ábatasamasta leiðin við veiðar „Mjög langur“ listi fjölmiðla sem hægt yrði að velja úr Fá að rukka fyrir geymslu á líkum Sjá meira
Í gær var greint frá því að Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra hefði kallað eftir ítarlegri rannsókn á ásökunum á hendur tólf starfsmönnum Palestínuflóttamannahjálpar Sameinuðu þjóðanna, um að hafa aðstoðað Hamas-samtökin við árásirnar á Ísrael 7. október á síðasta ári. Þá kom fram að Ísland myndi fresta frekari greiðslum til stofnunarinnar þar til að loknu samráði við önnur Norðurlönd. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir er formaður Viðreisnar og nefndarmaður í utanríkismálanefnd þingsins. „Þetta slær mig þannig að þetta sé stórt mál, og eflaust erfitt að taka þessa ákvörðun þegar þessar miklu hörmungar eru fyrir botni Miðjarðarhafs. Það sem skiptir mestu máli er að hjálpa fólki í þessari miklu neyð sem þar er,“ segir Þorgerður. Gera megi ráð fyrir að farið verði vel yfir málið á næsta fundi nefndarinnar, og afstaða ráðherra útskýrð nánar. „Það sem skiptir mestu er að upplýsa nefndarmenn í utanríkismálanefnd um þetta mál, það er það sem mér finnst kannski brýnast.“ Sjónarmið stofnunarinnar hljóti að vera skoðuð Í yfirlýsingu sinni í gær sagði Bjarni að skjót viðbrögð Philippe Lazzarini, forstöðumanns Palestínuhjálparinnar, við ásökununum væru vel metin og að starfsemi stofnunarinnar yrði að halda áfram á erfiðum tímum. Lazzarini hefur kallað eftir því að þau ríki sem tekið hafa ákvörðun um að fresta styrkjum til stofnunarinnar endurskoði þá ákvörðun. Meðal þeirra ríkja eru Finnland, Þýskaland, Bretland og Bandaríkin. Ekki ætti að refsa stofnuninni, þar sem um 13 þúsund manns vinna, fyrir mögulegar misgjörðir fárra starfsmanna. Þorgerður telur að þau sjónarmið hljóti að verða skoðuð fram þegar farið verður yfir málið. „Ég tel mestu skipta að við verðum upplýst um það á hvaða grundvelli þessi ákvörðun var tekin. Mér finnst líka skipta miklu máli að við séum í samfylgd með Norðurlöndunum þegar svona ákvörðun er tekin,“ segir Þorgerður Katrín.
Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Utanríkismál Alþingi Viðreisn Mest lesið Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Innlent Tveir sérlega hættulegir gómaðir á Íslandi og gríðarleg fjölgun verkefna Innlent Morðtilræði, vændi og frændi sagður drepinn fyrir komuna til Íslands Innlent „Þessi aðgangur hefur bara víst valdið tjóni“ Innlent Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Erlent Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Innlent Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Innlent „Maður úr innsta hring íslenskrar stjórnsýslu“ reyni að afvegaleiða umræðuna Innlent Færeyingar leita til Íslands að útvarpsstjóra Innlent Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Erlent Fleiri fréttir ASÍ fordæmir „siðlausa framgöngu“ í garð ræstingafólks Vill aukna fjölbreytni í lögregluna: „Okkar viðskiptavinir eru alls konar“ Færeyingar leita til Íslands að útvarpsstjóra Afstaða Íslands skýr Krísufundur, veik von og óðir nammigrísir Slitlag lagt á síðasta kafla Grafningsvegar Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Þrjú bítast um formannsstöðuna hjá Siðmennt Kristrún sækir neyðarfund Macron Rófustappan olli niðurgangi þorrablótsgesta Fleiri ótímabundin verkföll boðuð Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Langflestir hafa minnsta trú á Ingu „Maður úr innsta hring íslenskrar stjórnsýslu“ reyni að afvegaleiða umræðuna Örn skipaður landsbókavörður Boðar samninganefndir kennara á fund í dag Styrkir, kílómetragjald og biðin eftir gosi „Þessi aðgangur hefur bara víst valdið tjóni“ Þingið kafi í styrkveitingarnar Morðtilræði, vændi og frændi sagður drepinn fyrir komuna til Íslands Tveir sérlega hættulegir gómaðir á Íslandi og gríðarleg fjölgun verkefna Ráðist á bifreiðar með spörkum og hamri Samtenging sjúkraskráa auki sjúklingaöryggi Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Tvö þúsund Íslendingar í hverri viku á Tenerife Vegabætur taldar auka straum ferðafólks um Norðausturland Fékk net í aðalskrúfuna og dreginn í land Strandveiðar augljóslega ekki ábatasamasta leiðin við veiðar „Mjög langur“ listi fjölmiðla sem hægt yrði að velja úr Fá að rukka fyrir geymslu á líkum Sjá meira