Þessi 18 ára Norðmaður hefur mikið verið orðaður við Tottenham síðustu vikurnar en liðin tvö hafa ekki náð samkomulagi og því hefur Brentford nú nýtt sér það.
Nusa mun klára tímabilið hjá Club Brugge áður en hann gengur formlega til liðs við Brentford í júní en hann á fjóra leiki að baki sér með norska landsliðinu.
Brentford hefur haft mikið að gera á leikmannamarkaðnum síðustu vikuna en fyrir nökkrum dögum varð það staðfest að Hákon Valdimarsson myndi ganga til liðs við liðið frá Elfsborg í Svíþjóð.