Frá þessu greinir Morgunblaðið.
Vinnueftirlitið segir í svörum við fyrirspurn blaðsins að um sé að ræða einstakt atvik, þar sem það tengist náttúruhamförum. Rannsókn málsins taki mið af því að vettvangurinn hafi breyst verulega frá því að slysið átti sér stað.
Leit að manninum, Lúðvík Péturssyni, bar ekki árangur og var að lokum hætt. Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjórinn á Suðurnesjum, sagði ekki forsvaranlegt að leggja björgunarmenn í hættu við leitina.
Fjölskylda Lúðvíks hefur farið fram á að hvarf hans verði rannsakað af óháðum aðila og krefst svara um aðdraganda slyssins, ákvarðanatöku og aðstæður þar sem Lúðvík var við störf. Mörgum spurningum sé ósvarað.