Á föstudag kom annar upp á 3,1 stig sem fannst víða á höfuðborgarsvæðinu og á föstudagskvöld kom annar upp á 2,4 stig. Í athugasemdum jarðvísindamanns á vef Veðurstofunnar segir að skjálftanir séu á svæði sem tilheyrir Brennisteinsfjöllum og að þar geti komið skjálftar allt að sex stigum.
Í Morgunblaðinu í morgun er rætt við Þorvald Þórðarson eldfjallafræðing sem segir skjálftahrinuna til marks um að svæðið hafi virkjast. Því sé brýnt að ráðast í alvöru í fyrirbyggjandi aðgerðir og gera áætlanir, komi til goss á svæðinu.