„Ekki spurning um hvort það verði gos, heldur hvenær“ Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 29. janúar 2024 17:21 Þorvaldur Þórðarsson, prófessor í eldfjallafræði við Háskóla Íslands. Vísir/Vilhelm Þorvaldur Þórðarsson, eldfjallafræðingur, segist telja að skjálftahrina í Húsfellsbruna um helgina sé hluti af þeirri virkni sem er að eiga sér stað á Reykjanesskaga. Ekki sé spurning um hvort heldur hvenær muni gjósa í Brennisteinsfjöllum, þó hann telji ekki líkur á að það muni gerast á næstunni. „Skjálftafræðingar myndu sennilega kalla þetta ósköp venjulega jarðskjálfta,“ segir Þorvaldur Þórðarsson, prófessor í eldfjallafræði, spurður út í skjálfthrinuna um helgina. Sjálfur telji hann virknina hinsvegar vera hluta af því sem sé að gerast á Reykjanesskaganum. „Hann er komin í gang. Hinar ýmsu gosreinar taka við sér á mismunandi tímum. Við getum hugsað þetta þannig að Brennisteinssreinin sé farin að hugsa sér til hreyfings.“ Hvenær gæti farið að draga til tíðinda sé þó ómögulegt að segja til um. Hún lætur kannski á sér kræla innan fimmtíu ára. Þorvaldur var gestur í Reykjavík síðdegis. Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni hér fyrir neðan. Skíðasvæði og virkjanir í hættu Fari að gjósa á þessu svæði telur Þorvaldur hraun líklegast leita til norðurs, í áttina að Þjóðvegi 1. Sennilega yrðu um tíu til fimmtán kílómetrar í næstu innviði, fyrir utan skíðasvæði Bláfjalla, sem væri í mikilli hættu á að verða undir hrauni. Þá gæti Hellisheiðarvirkjun verið í hættu. „Leiðslan liggur þarna rétt fyrir ofan og spurning hvað skjálftarnir og hreyfingar á sprungum ná langt norðureftir, það á eftir að koma í ljós. Svo er náttúrulega Hengillinn líka virkt eldstöðvarkerfi. Ef það gerist þá má búast við að það stafi einhver ógn af slíku, bæði fyrir Hellisheiðarvirkjun og Nesjavallarvirkjun.“ Telur að um eitt stórt kerfi sé að ræða Sérfræðingar vilja að sögn Þorvaldar margir hverjir skipta eldfjallakerfunum upp í nokkur kerfi, sumir í þrjú, sumir í fjögur eða fimm, jafnvel sex eða sjö. Sjálfur telur hann að um eitt stórt kerfi sé að ræða. „Ef við horfum á kvikuna sem hefur komið upp á Reykjanesskaga í gegnum tíðina og efnasamsetninguna á henni, þá er hún að stofninum til alveg sú sama. Það er eins og hún hafi öll komið úr sama geymsluhólfinu. Og ef það er rétt, þá er þetta ansi stórt geymsluhólf þarna undir.“ Af þessum sökum telur Þorvaldur mikilvægt að fara í fyrirbyggjandi aðgerðir. „Ekki byggja varnargarða um Reykjanesskagann þveran og endilangann, heldur fara í að átta sig á hverskonar atburði við getum fengið. Hver eru verstu tilfellin, hvaða áhrif geta þau haft á okkar innviði og jafnvel bústaði. Hvernig getum við brugðist við þannig að við drögum úr áhrifum þessara atburða, ef þeir verða.“ Þetta krefst þess að við hugsum fram í tímann. Gerum áhættumat vel og fljótt, svo hægt sé að nota það. Eldgos og jarðhræringar Reykjavík Eldgos á Reykjanesskaga Hafnarfjörður Mest lesið Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Innlent Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Gulli hafi loksins unnið formannsslag Innlent Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Innlent Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Innlent Fleiri fréttir Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Þak flettist af húsi í Sandgerði Bátur kastaðist upp á bryggju í hamfaraveðri í Sandgerði Sjór, grjót og þari ganga yfir veginn um Kjalarnes Stór alda skall á óheppinn myndatökumann Gjöf Gorbatsjovs til Davíðs Oddssonar seld á eina og hálfa milljón „Algjör gjörbreyting á alþjóðakerfinu“ Ný og glæsileg lögreglustöð í Vík í Mýrdal Sjá meira
„Skjálftafræðingar myndu sennilega kalla þetta ósköp venjulega jarðskjálfta,“ segir Þorvaldur Þórðarsson, prófessor í eldfjallafræði, spurður út í skjálfthrinuna um helgina. Sjálfur telji hann virknina hinsvegar vera hluta af því sem sé að gerast á Reykjanesskaganum. „Hann er komin í gang. Hinar ýmsu gosreinar taka við sér á mismunandi tímum. Við getum hugsað þetta þannig að Brennisteinssreinin sé farin að hugsa sér til hreyfings.“ Hvenær gæti farið að draga til tíðinda sé þó ómögulegt að segja til um. Hún lætur kannski á sér kræla innan fimmtíu ára. Þorvaldur var gestur í Reykjavík síðdegis. Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni hér fyrir neðan. Skíðasvæði og virkjanir í hættu Fari að gjósa á þessu svæði telur Þorvaldur hraun líklegast leita til norðurs, í áttina að Þjóðvegi 1. Sennilega yrðu um tíu til fimmtán kílómetrar í næstu innviði, fyrir utan skíðasvæði Bláfjalla, sem væri í mikilli hættu á að verða undir hrauni. Þá gæti Hellisheiðarvirkjun verið í hættu. „Leiðslan liggur þarna rétt fyrir ofan og spurning hvað skjálftarnir og hreyfingar á sprungum ná langt norðureftir, það á eftir að koma í ljós. Svo er náttúrulega Hengillinn líka virkt eldstöðvarkerfi. Ef það gerist þá má búast við að það stafi einhver ógn af slíku, bæði fyrir Hellisheiðarvirkjun og Nesjavallarvirkjun.“ Telur að um eitt stórt kerfi sé að ræða Sérfræðingar vilja að sögn Þorvaldar margir hverjir skipta eldfjallakerfunum upp í nokkur kerfi, sumir í þrjú, sumir í fjögur eða fimm, jafnvel sex eða sjö. Sjálfur telur hann að um eitt stórt kerfi sé að ræða. „Ef við horfum á kvikuna sem hefur komið upp á Reykjanesskaga í gegnum tíðina og efnasamsetninguna á henni, þá er hún að stofninum til alveg sú sama. Það er eins og hún hafi öll komið úr sama geymsluhólfinu. Og ef það er rétt, þá er þetta ansi stórt geymsluhólf þarna undir.“ Af þessum sökum telur Þorvaldur mikilvægt að fara í fyrirbyggjandi aðgerðir. „Ekki byggja varnargarða um Reykjanesskagann þveran og endilangann, heldur fara í að átta sig á hverskonar atburði við getum fengið. Hver eru verstu tilfellin, hvaða áhrif geta þau haft á okkar innviði og jafnvel bústaði. Hvernig getum við brugðist við þannig að við drögum úr áhrifum þessara atburða, ef þeir verða.“ Þetta krefst þess að við hugsum fram í tímann. Gerum áhættumat vel og fljótt, svo hægt sé að nota það.
Eldgos og jarðhræringar Reykjavík Eldgos á Reykjanesskaga Hafnarfjörður Mest lesið Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Innlent Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Gulli hafi loksins unnið formannsslag Innlent Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Innlent Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Innlent Fleiri fréttir Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Þak flettist af húsi í Sandgerði Bátur kastaðist upp á bryggju í hamfaraveðri í Sandgerði Sjór, grjót og þari ganga yfir veginn um Kjalarnes Stór alda skall á óheppinn myndatökumann Gjöf Gorbatsjovs til Davíðs Oddssonar seld á eina og hálfa milljón „Algjör gjörbreyting á alþjóðakerfinu“ Ný og glæsileg lögreglustöð í Vík í Mýrdal Sjá meira