Innlent

Vegurinn milli Súðavíkur og Ísa­fjarðar opinn á ný

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Þessi mynd var tekin af Súðavík á dögunum.
Þessi mynd var tekin af Súðavík á dögunum. Súðavíkurhreppur

Vegurinn á milli Ísafjarðar og Súðavíkur á Vestfjörðum hefur verið opnaður fyrir umferð á nýjan leik. Veginum var lokað í gærkvöldi eftir að snjóflóð féll úr hlíðinni og yfir veginn. 

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Lögreglunni á Vestfjörðum. Þar segir að áfram verði fylgst með stöðunni. Á vef Vegagerðarinnar segir að snjóþekja og éljagangur sé í Súðavíkurhlíð.

Þar segir jafnframt að þungfært sé á Klettshálsi. Hálka eða snjóþekja og éljagangur eða skafrenningur á flestum öðrum leiðum. Unnið sé við mokstur í Ísafjarðardjúpi. 

Þæfingsfærð og éljagangur eða snjókoma er á Ennisháls og norður í Árneshrepp. Lokað er á Dynjandisheiði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×