Segist ekki hafa verið metinn að verðleikum og að tilkynningin hafi frelsað sig Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 30. janúar 2024 23:31 Xavi virðist frekar feginn yfir því að vera að hætta sem knattspyrnustjóri Barcelona. Diego Souto/Getty Images Xavi Hernandez, fráfarandi knattspyrnustjóri Barcelona, segir að honum líði eins og hann hafi verið frelsaður eftir að hann tilkynnti um að hann myndi hætta sem stjóri liðsins að yfirstandandi tímabili loknu. Xavi gerði Barcelona að spænsku meisturum á sínu fyrsta heila tímabili sem þjálfari liðsins tímabilið 2022-2023. Gengi Börsunga á yfirstandandi tímabili hefur hins vegar ekki verið upp á marga fiska og liðið situr i fjórða sæti spænsku deildarinnar með 44 stig eftir 21 leik, ellefu stigum á eftir toppliði Girona. Börsungar máttu svo þola 5-3 tap gegn Villarreal á heimavelli síðastliðinn laugardag og eftir tapið greindi Xavi frá ákvörðun sinni að yfirgefa félagið í sumar. Xavi, sem lék stærstan hluta leikmannaferils síns hjá Barcelona, virðist þó vera heldur feginn að vera losna úr starfinu. Hann segist hafa verið búinn að taka ákvörðunina fyrir löngu. „Það sem við gerum er ekki metið að verðleikum og það er þess vegna sem ég tók ákvörðun um að þetta yrði mitt síðasta tímabil sem þjálfari,“ sagði Xavi. „Þeir láta þér líða eins og þú sért ekki verðugur, á hverjum einasta degi. Þetta hefur komið fyrir alla þjálfara. Ég ræddi við Pep Guardiola og hann var búinn að segja mér þetta og Ernesto Valverdi líka. Með Luis Enrique get ég séð þetta og ég horfði á hann þjást.“ „Ég er búinn að heyra að ég hafi tekið þessa ákvörðun af ýmsum ástæðum. En nei, ég tók þessa ákvörðun af því að mér finnst mín vinna og það sem við höfum gert ekki vera metið að verðleikum. Þess vegna tók ég þessa ákvörðun fyrir löngu. Raunar tók ég þessa ákvörðun í upphafi tímabilsins,“ bætti Xavi við. „Mér fannst tilkynningin frelsa mig á persónulegum nótum, en ég er enn staðráðinn í að gera vel,“ sagði Xavi að lokum. "It seems you have your life at stake during every single moment"Xavi claims that he has never felt valued at Barcelona and that it has made his job 'unenjoyable' pic.twitter.com/dUiCJ1zOmF— Sky Sports News (@SkySportsNews) January 30, 2024 Spænski boltinn Mest lesið Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 ÍA og Vestri mætast inni Íslenski boltinn Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt Fótbolti Fleiri fréttir Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Í beinni: Real Madrid - Athletic Bilbao | Erfitt verkefni bíður Madrídinga Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Sjá meira
Xavi gerði Barcelona að spænsku meisturum á sínu fyrsta heila tímabili sem þjálfari liðsins tímabilið 2022-2023. Gengi Börsunga á yfirstandandi tímabili hefur hins vegar ekki verið upp á marga fiska og liðið situr i fjórða sæti spænsku deildarinnar með 44 stig eftir 21 leik, ellefu stigum á eftir toppliði Girona. Börsungar máttu svo þola 5-3 tap gegn Villarreal á heimavelli síðastliðinn laugardag og eftir tapið greindi Xavi frá ákvörðun sinni að yfirgefa félagið í sumar. Xavi, sem lék stærstan hluta leikmannaferils síns hjá Barcelona, virðist þó vera heldur feginn að vera losna úr starfinu. Hann segist hafa verið búinn að taka ákvörðunina fyrir löngu. „Það sem við gerum er ekki metið að verðleikum og það er þess vegna sem ég tók ákvörðun um að þetta yrði mitt síðasta tímabil sem þjálfari,“ sagði Xavi. „Þeir láta þér líða eins og þú sért ekki verðugur, á hverjum einasta degi. Þetta hefur komið fyrir alla þjálfara. Ég ræddi við Pep Guardiola og hann var búinn að segja mér þetta og Ernesto Valverdi líka. Með Luis Enrique get ég séð þetta og ég horfði á hann þjást.“ „Ég er búinn að heyra að ég hafi tekið þessa ákvörðun af ýmsum ástæðum. En nei, ég tók þessa ákvörðun af því að mér finnst mín vinna og það sem við höfum gert ekki vera metið að verðleikum. Þess vegna tók ég þessa ákvörðun fyrir löngu. Raunar tók ég þessa ákvörðun í upphafi tímabilsins,“ bætti Xavi við. „Mér fannst tilkynningin frelsa mig á persónulegum nótum, en ég er enn staðráðinn í að gera vel,“ sagði Xavi að lokum. "It seems you have your life at stake during every single moment"Xavi claims that he has never felt valued at Barcelona and that it has made his job 'unenjoyable' pic.twitter.com/dUiCJ1zOmF— Sky Sports News (@SkySportsNews) January 30, 2024
Spænski boltinn Mest lesið Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 ÍA og Vestri mætast inni Íslenski boltinn Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt Fótbolti Fleiri fréttir Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Í beinni: Real Madrid - Athletic Bilbao | Erfitt verkefni bíður Madrídinga Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Sjá meira