Allt hrundi hjá Guðrúnu og Rosengård í seinni hálfleik Smári Jökull Jónsson skrifar 31. janúar 2024 22:00 Guðrún Arnardóttir er í lykilhlutverki hjá Rosengård sem spilar í Meistaradeild Evrópu. Getty/Gualter Fatia Guðrún Arnardóttir og stöllur hennar í Rosengård máttu sætta sig við stórt tap gegn Frankfurt í Meistaradeildinni knattspyrnu í kvöld. Fyrir leikinn í dag var Rosengård með eitt stig í A-riðli en auk Frankfurt leika lið Benfica og Barcelona í þeim riðli. Barcelona var búið að tryggja sig upp úr riðlinum líkt og Benfica og því um lítið að spila. Ildaya Acikgöz kom Frankfurt í 1-0 á 18. mínútu og þannig var staðan í hálfleik. Eftir hlé brustu hins vegar allar flóðgáttir hjá sænska liðinu. Nicole Anyomi kom Frankfurt í 2-0 á 66. mínútu og Shekiera Martinez bætti þriðja markinu við átta mínútum síðar en hún hafði lagt upp fyrri mörkin tvö. Tveimur mínútum eftir mark Martinez kom fjórða markið og það var miðjumaðurinn Lisanne Grawe sem skoraði það. Geraldine Reuteler skoraði fimmta markið sex mínútum fyrir leikslok og öruggur sigur Frankfurt staðreynd. Markaleikur í Portúgal Í Portúgal mættust Benfica og Barcelona í frábærum fótboltaleik. Caroline Graham Hansen kom gestunum í 1-0 á 18. mínútu og Patri Guijarro bætti öðru marki við tveimur mínútum síðar. Marie Alidou minnkaði muninn á 26. mínútu og hún jafnaði svo metin á lokamínútu fyrri hálfleiks. Staðan í hálfleik 2-2. Graham Hansen skoraði öðru sinni á 54. mínútu og kom Barcelona í forystu á ný. Benfica svaraði hins vegar með tveimur mörkum. Jessica Silva jafnaði í 3-3 á 71. mínútu og Lucy Bronze skoraði síðan sjálfsmark á 81. mínútu og heimakonur komnar í 4-3. Á sjöttu mínútu uppbótartíma bætti Bronze fyrir sjálfsmarkið og jafnaði metin í 4-4. Ótrúlegum leik lauk því með jafntefli og Barcelona fer því ósigrað í gegnum riðilinn en Benfica nær öðru sætinu tveimur stigum á undan Frankfurt. Frábær árangur hjá Brann Fyrr í kvöld vann norska liðið Brann 2-1 sigur á St. Pölten á heimavelli sínum í Noregi. Natasha Anasi Erlingsson var á varamannabekk Brann sem fyrir leikinn var búið að tryggja sér sæti í 8-liða úrslitum keppninnar. Árangur Brann er afar áhugaverður en Lyon endaði riðlinn á toppnum. Brann skilur St. Pölten og Slavia Prag eftir með sárt ennið og verður í pottinum þegar dregið verður í 8-liða úrslitin. Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Mest lesið Misreiknaði sig á mjög mikilvægum tímapunkti Sport Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Enski boltinn Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Enski boltinn Eftirmaður Amorim strax á útleið Fótbolti Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Enski boltinn Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Fótbolti Fótbrotnaði í fyrra, varð fyrir skotárás í vor og var að slíta krossband Sport Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Handbolti Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Fleiri fréttir Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Sjá meira
Fyrir leikinn í dag var Rosengård með eitt stig í A-riðli en auk Frankfurt leika lið Benfica og Barcelona í þeim riðli. Barcelona var búið að tryggja sig upp úr riðlinum líkt og Benfica og því um lítið að spila. Ildaya Acikgöz kom Frankfurt í 1-0 á 18. mínútu og þannig var staðan í hálfleik. Eftir hlé brustu hins vegar allar flóðgáttir hjá sænska liðinu. Nicole Anyomi kom Frankfurt í 2-0 á 66. mínútu og Shekiera Martinez bætti þriðja markinu við átta mínútum síðar en hún hafði lagt upp fyrri mörkin tvö. Tveimur mínútum eftir mark Martinez kom fjórða markið og það var miðjumaðurinn Lisanne Grawe sem skoraði það. Geraldine Reuteler skoraði fimmta markið sex mínútum fyrir leikslok og öruggur sigur Frankfurt staðreynd. Markaleikur í Portúgal Í Portúgal mættust Benfica og Barcelona í frábærum fótboltaleik. Caroline Graham Hansen kom gestunum í 1-0 á 18. mínútu og Patri Guijarro bætti öðru marki við tveimur mínútum síðar. Marie Alidou minnkaði muninn á 26. mínútu og hún jafnaði svo metin á lokamínútu fyrri hálfleiks. Staðan í hálfleik 2-2. Graham Hansen skoraði öðru sinni á 54. mínútu og kom Barcelona í forystu á ný. Benfica svaraði hins vegar með tveimur mörkum. Jessica Silva jafnaði í 3-3 á 71. mínútu og Lucy Bronze skoraði síðan sjálfsmark á 81. mínútu og heimakonur komnar í 4-3. Á sjöttu mínútu uppbótartíma bætti Bronze fyrir sjálfsmarkið og jafnaði metin í 4-4. Ótrúlegum leik lauk því með jafntefli og Barcelona fer því ósigrað í gegnum riðilinn en Benfica nær öðru sætinu tveimur stigum á undan Frankfurt. Frábær árangur hjá Brann Fyrr í kvöld vann norska liðið Brann 2-1 sigur á St. Pölten á heimavelli sínum í Noregi. Natasha Anasi Erlingsson var á varamannabekk Brann sem fyrir leikinn var búið að tryggja sér sæti í 8-liða úrslitum keppninnar. Árangur Brann er afar áhugaverður en Lyon endaði riðlinn á toppnum. Brann skilur St. Pölten og Slavia Prag eftir með sárt ennið og verður í pottinum þegar dregið verður í 8-liða úrslitin.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Mest lesið Misreiknaði sig á mjög mikilvægum tímapunkti Sport Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Enski boltinn Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Enski boltinn Eftirmaður Amorim strax á útleið Fótbolti Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Enski boltinn Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Fótbolti Fótbrotnaði í fyrra, varð fyrir skotárás í vor og var að slíta krossband Sport Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Handbolti Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Fleiri fréttir Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Sjá meira