Frá þessu greinir Morgunblaðið.
Miðillinn bar það undir ráðherrann hvort hann teldi tímabært að hverfa frá hugmyndum um byggingu alþjóðaflugvallar í Hvassahrauni í ljósi yfirlýsinga vísindamanna um nýtt eldsumbrotatímabil á Reykjanesskaga, sem gæti staðið í áratugi eða árhundruð.
Sigurður sagði von á skýrslu um fýsileika þess að fara í framkvæmdir í Hvassahrauni í mars og sagði rétt að bíða eftir henni áður en menn færu að horfa til annarra staða undir flugvöll. En hann bætti einnig við:
„Í ljósi alls þessa er auðvitað ljóst að Reykjavíkurflugvöllur mun þjóna sínu hlutverki næstu áratugina, það liggur í augum uppi.“
Þegar skýrslan um Hvassahraun lægi fyrir þyrftu menn að gera það upp við sig hvort það væri ef til vill best í stöðunni að hafa Reykjavíkurflugvöll áfram á sínum stað eða hvort það ætti að fara aftur af stað að leita að plássi fyrir nýjan flugvöll.