Litla-Hraun notað næstu sex árin: Dró upp dökka mynd af stöðu fangelsismála Heimir Már Pétursson skrifar 1. febrúar 2024 11:59 Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, og Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra. Vísir Þingmaður Pírata segir fanga á Litla Hrauni búa við ömurlegar aðstæður og þurfa meðal annars að baða sig með garðslöngu eftir áratuga fjársvelti. Dómsmálaráðherra boðar bráðabirgðaendurbætur á húsnæðinu og byggingu á nýju fangelsi innan sex ára. Húsnæðið á Litla Hrauni er svo lélegt að ekki er talið svara kostnaði að gera við það. Ákveðið hefur verið að byggja nýtt fangelsi á næstu sex árum.Vísir/Vilhelm Björn LevíGunnarsson þingmaður Pírata dró upp afar dökka mynd af stöðu fangelsismála í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í dag. Í heimsókn á Litla Hraun hafi blasað við skemmt og ónýtt húsnæði því ekki hafi eingöngu skort fé í rekstur fangelsisins heldur einnig í viðhald húsnæðisins. Hann spurði Guðrúnu Hafsteinsdóttur dómsmálaráðherra meðal annars að því hvort hægt væri að réttlæta að greiða föngum 450 krónur á klukkustund fyrir vinnu þeirra, sem þýddi að þeir ættu oft ekki fyrir mat. Björn Leví Gunnarsson þingmaður Pírata gagnrýndi ríkisstjórnina fyrir algert aðgerðarleysi í fangelsismálum. Stöð 2/Ívar Fannar „Fangar og tengdir aðilar ganga svo langt að kalla fangelsin kjörgeymslur í núverandi mynd. Núverandi staða er þannig að allir eru settir undir sama hatt. Þannig eru fangar sem eru jafnvel í mikilli neyslu og telja sig ekki hafa neinu að tapa vistaðir á sömu deild og fangar sem eru í bata eða reyna að finna betrun. Dæmi eru um að menn klári langa dóma, tuttugu og fjóra mánuði eða lengri, án þess að hitta sálfræðing einu sinni,“ sagði Björn Leví. Þá væri lyfjameðferð takmörkuð til að sporna við fíknivanda Þvi væru nauðsynleg lyf til dæmis viðofvirkni ekki aðgengileg. „Ekki einungis sinni þurfa fangað að baða sig í sameiginlegu rými heldur er sturtubúnaður óvirkur og bilaður. Svo fangar hafa tekið til þess ráðs að baða sig með garðslöngu sem er hengd yfir slá sem skilur að rými milli salernisins og sturtuaðstöðu. Er þetta boðlegt,“ spurði þingmaður Pírata. Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra segist leggja mika áherslu að úrbætur í fangelsismálum.Vísir/Vilhelm Dómsmálaráðherra sagði fangelsismál eitt af hennar aðaláherslumálum. Hún væri sammála fyrirspyrjanda um að þessi málaflokkur hefði átt undir högg að sækja í allt of langan tíma. Ákveðið hafi verið að byggja tímabært nýtt fangelsi. Guðrún sagðist einnig hafa boðað heildarendurskoðun á fullnustukerfinu í átt til betrunar. Það væri sóun á fjármunum að eyða tvö þúsund milljónum í endurbætur á Litla Hrauni. En fjármunir hafi verið tryggðir til nauðsynlegs viðhalds á þeim sex árum sem tæki að byggja nýtt fangelsi. „Þá voru tryggðar 250 milljónir í varanlega viðbót til reksturs fangelsa, sem og aðhaldskrafan var tekin af fangelsinu. Sömuleiðis var samþykkt 80 milljón króna viðbótarframlag til að bæta og auka menntun fangavarða. Allt er þetta gert til að bæta aðstöðuna í þessum málaflokki,“ sagði Guðrún Hafsteinsdóttir. Fangelsismál Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Fangelsiskerfið ekki rekið með skilvirkni eða árangri Íslenskt fullnustukerfi er hvorki rekið með skilvirkni né þeim árangri sem lög gera ráð fyrir. Það kemur fram í nýrri stjórnsýsluúttekt Ríkisendurskoðunar á Fangelsismálastofnun. Í tilkynningu frá Ríkisendurskoðun kemur fram að ýmsu sé ábótavant í bæði starfsemi og starfsumhverfi Fangelsismálastofnunar. 4. desember 2023 12:14 Mest lesið „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Innlent Sundgestir reknir inn vegna þruma og eldinga Veður „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Erlent Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Innlent Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi Innlent Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Innlent Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Innlent Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Innlent Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Innlent „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Erlent Fleiri fréttir Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Sjá meira
Húsnæðið á Litla Hrauni er svo lélegt að ekki er talið svara kostnaði að gera við það. Ákveðið hefur verið að byggja nýtt fangelsi á næstu sex árum.Vísir/Vilhelm Björn LevíGunnarsson þingmaður Pírata dró upp afar dökka mynd af stöðu fangelsismála í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í dag. Í heimsókn á Litla Hraun hafi blasað við skemmt og ónýtt húsnæði því ekki hafi eingöngu skort fé í rekstur fangelsisins heldur einnig í viðhald húsnæðisins. Hann spurði Guðrúnu Hafsteinsdóttur dómsmálaráðherra meðal annars að því hvort hægt væri að réttlæta að greiða föngum 450 krónur á klukkustund fyrir vinnu þeirra, sem þýddi að þeir ættu oft ekki fyrir mat. Björn Leví Gunnarsson þingmaður Pírata gagnrýndi ríkisstjórnina fyrir algert aðgerðarleysi í fangelsismálum. Stöð 2/Ívar Fannar „Fangar og tengdir aðilar ganga svo langt að kalla fangelsin kjörgeymslur í núverandi mynd. Núverandi staða er þannig að allir eru settir undir sama hatt. Þannig eru fangar sem eru jafnvel í mikilli neyslu og telja sig ekki hafa neinu að tapa vistaðir á sömu deild og fangar sem eru í bata eða reyna að finna betrun. Dæmi eru um að menn klári langa dóma, tuttugu og fjóra mánuði eða lengri, án þess að hitta sálfræðing einu sinni,“ sagði Björn Leví. Þá væri lyfjameðferð takmörkuð til að sporna við fíknivanda Þvi væru nauðsynleg lyf til dæmis viðofvirkni ekki aðgengileg. „Ekki einungis sinni þurfa fangað að baða sig í sameiginlegu rými heldur er sturtubúnaður óvirkur og bilaður. Svo fangar hafa tekið til þess ráðs að baða sig með garðslöngu sem er hengd yfir slá sem skilur að rými milli salernisins og sturtuaðstöðu. Er þetta boðlegt,“ spurði þingmaður Pírata. Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra segist leggja mika áherslu að úrbætur í fangelsismálum.Vísir/Vilhelm Dómsmálaráðherra sagði fangelsismál eitt af hennar aðaláherslumálum. Hún væri sammála fyrirspyrjanda um að þessi málaflokkur hefði átt undir högg að sækja í allt of langan tíma. Ákveðið hafi verið að byggja tímabært nýtt fangelsi. Guðrún sagðist einnig hafa boðað heildarendurskoðun á fullnustukerfinu í átt til betrunar. Það væri sóun á fjármunum að eyða tvö þúsund milljónum í endurbætur á Litla Hrauni. En fjármunir hafi verið tryggðir til nauðsynlegs viðhalds á þeim sex árum sem tæki að byggja nýtt fangelsi. „Þá voru tryggðar 250 milljónir í varanlega viðbót til reksturs fangelsa, sem og aðhaldskrafan var tekin af fangelsinu. Sömuleiðis var samþykkt 80 milljón króna viðbótarframlag til að bæta og auka menntun fangavarða. Allt er þetta gert til að bæta aðstöðuna í þessum málaflokki,“ sagði Guðrún Hafsteinsdóttir.
Fangelsismál Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Fangelsiskerfið ekki rekið með skilvirkni eða árangri Íslenskt fullnustukerfi er hvorki rekið með skilvirkni né þeim árangri sem lög gera ráð fyrir. Það kemur fram í nýrri stjórnsýsluúttekt Ríkisendurskoðunar á Fangelsismálastofnun. Í tilkynningu frá Ríkisendurskoðun kemur fram að ýmsu sé ábótavant í bæði starfsemi og starfsumhverfi Fangelsismálastofnunar. 4. desember 2023 12:14 Mest lesið „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Innlent Sundgestir reknir inn vegna þruma og eldinga Veður „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Erlent Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Innlent Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi Innlent Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Innlent Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Innlent Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Innlent Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Innlent „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Erlent Fleiri fréttir Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Sjá meira
Fangelsiskerfið ekki rekið með skilvirkni eða árangri Íslenskt fullnustukerfi er hvorki rekið með skilvirkni né þeim árangri sem lög gera ráð fyrir. Það kemur fram í nýrri stjórnsýsluúttekt Ríkisendurskoðunar á Fangelsismálastofnun. Í tilkynningu frá Ríkisendurskoðun kemur fram að ýmsu sé ábótavant í bæði starfsemi og starfsumhverfi Fangelsismálastofnunar. 4. desember 2023 12:14