Móðir barnsins í haldi og málið rannsakað sem manndráp Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 2. febrúar 2024 15:17 Lögreglan hefur ekki viljað veita miklar upplýsingareftir að tilkynnt var um andlát sex ára barns á Nýbýlavegi í Kópavogi að morgni miðvikudags, enda er málið mjög viðkvæmt. vísir/arnar Andlát sex ára drengs í Kópavogi er rannsakað sem manndráp. Konan sem er í haldi lögreglu er móðir barnsins. Annað barn bjó á heimilinu og er það nú í viðeigandi úrræði barnaverndaryfirvalda. Þetta segir Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglu í viðtali við fréttastofu. Hann segir lögreglu hafa ágæta mynd af því sem gerðist. „Rannsóknin beinist að því að barninu hafi verið ráðinn bani,“ segir Grímur. Mæðginin dvalið hér í á fjórða ár Konan sem er í haldi er móðir barnsins. Mæðginin hafa verið á landinu í þrjú til fjögur ár og njóta alþjóðlegrar verndar á Íslandi. „Þau bjuggu saman þarna, móðir með tvö börn.“ Eldra barnið var ekki í íbúðinni Eldra barnið var á leiðinni í skólann þegar lögreglu bar að garði á miðvikudagsmorgun og er nú í viðeigandi úrræði barnaverndaryfirvalda. Grímur segir að móðirin sjálf hafi hringt á lögreglu. Krufning hefur farið fram en niðurstöður liggja ekki fyrir að svo stöddu. Líkt og fram hefur komið gekkst konan undir geðmat stuttu eftir að hún var handtekin. Grímur segist ekki geta greint frá niðurstöðum þess. Aðspurður hvort lögregla eða barnaverndaryfirvöld hafi áður haft afskipti af konunni segist Grímur ekki vilja fara út í þau mál. Rannsókn miði ágætlega Hann segir konuna samstarfsfúsa en vill ekki greina frá því hvort hún hafi játað í málinu. „Rannsókn miðar ágætlega. Þetta er viðkvæmt mál og við höfum haldið að okkur höndum þegar kemur að upplýsingum til fjölmiðla og teljum að þær upplýsingar sem þurfa að koma séu nú fram komnar.“ Grímur segir fjölmarga hafa verið yfirheyrða í málinu. „Í svona málum eru yfirheyrðir þeir sem þurfa þykir. Auðvitað eru lang flestir og allir með réttarstöðu vitnis nema sú sem grunuð er um verknaðinn,“ segir Grímur og bætir við að það þurfi mögulega að yfirheyra fleiri. Lögreglumál Kópavogur Andlát barns á Nýbýlavegi Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Fleiri fréttir Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki Sjá meira
Þetta segir Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglu í viðtali við fréttastofu. Hann segir lögreglu hafa ágæta mynd af því sem gerðist. „Rannsóknin beinist að því að barninu hafi verið ráðinn bani,“ segir Grímur. Mæðginin dvalið hér í á fjórða ár Konan sem er í haldi er móðir barnsins. Mæðginin hafa verið á landinu í þrjú til fjögur ár og njóta alþjóðlegrar verndar á Íslandi. „Þau bjuggu saman þarna, móðir með tvö börn.“ Eldra barnið var ekki í íbúðinni Eldra barnið var á leiðinni í skólann þegar lögreglu bar að garði á miðvikudagsmorgun og er nú í viðeigandi úrræði barnaverndaryfirvalda. Grímur segir að móðirin sjálf hafi hringt á lögreglu. Krufning hefur farið fram en niðurstöður liggja ekki fyrir að svo stöddu. Líkt og fram hefur komið gekkst konan undir geðmat stuttu eftir að hún var handtekin. Grímur segist ekki geta greint frá niðurstöðum þess. Aðspurður hvort lögregla eða barnaverndaryfirvöld hafi áður haft afskipti af konunni segist Grímur ekki vilja fara út í þau mál. Rannsókn miði ágætlega Hann segir konuna samstarfsfúsa en vill ekki greina frá því hvort hún hafi játað í málinu. „Rannsókn miðar ágætlega. Þetta er viðkvæmt mál og við höfum haldið að okkur höndum þegar kemur að upplýsingum til fjölmiðla og teljum að þær upplýsingar sem þurfa að koma séu nú fram komnar.“ Grímur segir fjölmarga hafa verið yfirheyrða í málinu. „Í svona málum eru yfirheyrðir þeir sem þurfa þykir. Auðvitað eru lang flestir og allir með réttarstöðu vitnis nema sú sem grunuð er um verknaðinn,“ segir Grímur og bætir við að það þurfi mögulega að yfirheyra fleiri.
Lögreglumál Kópavogur Andlát barns á Nýbýlavegi Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Fleiri fréttir Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent