Enski boltinn

Ten Hag: Meiðsli Martinez líta ekki vel út

Dagur Lárusson skrifar
Lisandro Martinez virtist virkilega þjáður.
Lisandro Martinez virtist virkilega þjáður. Vísir/Getty

Manchester United fór létt með West Ham á Old Trafford í dag þar sem lokatölur voru 3-0 en meiðsli Lisandro Martinez gætu skyggt aðeins á gleði stuðningsmanna liðsins.

Argentínumaðurinn knái, Lisandro Martinez fór meiddur af velli á 71. mínútu eftir að hafa fundið fyrir sársauka í hægra hné sínu en Erik Ten Hag, þjálfari United, var spurður út í meiðslin eftir leik.

„Meiðslin hjá Lisandro líta alls ekki vel út og nú getum við aðeins beðið og séð,“ byrjaði Ten Hag að segja.

„Við munum bíða eftir niðurstöðum úr rannsóknum en við erum mjög leiðir eins og er. Það lítur út fyrir að hann þurfi að vera á hliðarlínunni enn og aftur.“

„Þetta er mjög slæmt fyrir liðið, en við óskum Licha góðs bata,“ endaði Ten Hag að segja.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×