Fótbolti

„Við erum komnir aftur, það er al­veg ljóst“

Siggeir Ævarsson skrifar
Arteta og Klopp meðan allt lék í lyndi
Arteta og Klopp meðan allt lék í lyndi vísir/Getty

Arsenal vann gríðarlega mikilvægan sigur á Liverpool í toppbaráttunni í ensku úrvalsdeildinni í dag og opnaði titilbaráttunni upp á gátt en tvö stig skilja nú Liverpool og Arsenal að.

Mikel Arteta, stjóri Arsenal, fagnaði sigrinum mjög innilega, og í viðtali eftir leikinn sagði hann að Arsenal væri komið aftur í titilbaráttuna.

„Við erum þar, engin spurning. Við viljum halda áfram að vera þar. Við höfum verið mjög stöðugir allt tímabilið, ef við hefðum ekki verið það værum við ekki þar sem við erum núna. Við tökum einn leik í einu og hvaða leikmenn ég get valið í liðið hverju sinni skiptir höfuðmáli. Við lærðum það af biturri reynslu í fyrra.“

Arteta hrósaði sínum mönnum sérstaklega fyrir andlega þáttinn og hversu miklu máli hann skiptir.

„Við sýndum það í dag. Málið er að þú verður að sýna þínar bestu andlegu hliðar á þriggja daga fresti. Það er stærsta áskorunin sem við fáumst við. Við sýndum styrk í dag og að mínu mati er ekki lið í Evrópu í betra standi en við.“

„Þetta var magnaður leikur. Ótrúleg frammistaða frá leikmönnunum og stuðningsmönnum. Leikmennirnir skildu allt eftir á vellinum og settu hjarta og sál í hvern einasta bolta.“


Tengdar fréttir

Arsenal tók Liverpool í kennslustund

Arsenal nældi í mikilvæg þrjú stig gegn toppliði Liverpool á Emirates leikvanginum í dag. Fyrir leikinn hafði Liverpool leikið fimmtán leiki í röð án þess að tapa.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×