Baulað á Beckham í fjarveru Messi Siggeir Ævarsson skrifar 5. febrúar 2024 06:31 David Beckham stillir sér upp ásamt poppstjörnunni G.E.M. fyrir leikinn vísir/Getty 40.000 aðdáendur Lionel Messi voru ósáttir við að sjá sinn mann ekki spila í æfingaleik Inter Miami gegn Hong Kong XI, en Messi er að glíma við meiðsli aftan í læri. David Beckham, sem er forseti félagsins og einn af eigendum þess, ávarpaði áhorfendur fyrir leikinn og þakkaði þeim kærlega fyrir stuðninginn og höfðinglegar móttökur. Þær voru þó ekki höfðinglegri en svo að mannhafið baulaði á Beckham þegar ljóst var að Messi myndi ekki spila. Uppselt var á leikinn og höfðu sumir ferðast um langan veg til að berja Messi augum. Það lá þó alltaf fyrir að Messi væri ekki heill heilsu og myndi mögulega ekki spila og var það gefið sérstaklega út fyrir leikinn að endurgreiðslur væru ekki inni í myndinni ef Messi myndi forfallast. Miðarnir á leikinn kostuðu allt upp undir 460 dollara og var Messi notaður óspart í auglýsingum fyrir leikinn. Einn ósáttur aðdáandi lét hafa þetta eftir sér: „Ég var kominn í upphitun og það eina sem ég sá var hann að teygja á. Messi er ekki ofurmódel. Fólk borgar ekki fyrir að sjá hann sitja á bekknum.“ Stjórstjörnurnar Lionel Messi og Luis Suarez á bekknum á bekknumvísir/Getty Miklu var tjaldað til í undirbúningi og kynningu fyrir leikinn en skipuleggjendur hans fengu styrk að upphæð tvær milljónir dollara frá stjórnvöldum í aðdraganda hans til að koma honum í kring. Yfirvöld í Hong Kong sendu frá sér yfirlýsingu eftir leikinn þar sem kom fram að það hefðu verið mikil vonbrigði að Messi hefði ekki tekið þátt í leiknum og ljóst að málið mun draga dilk á eftir sér. „Yfirvöld sem og knattspyrnuunnendur eru afar vonsvikin með það hvernig skipuleggjendur stóðu að þessu. Þeir skulda öllu knattspyrnuaðdáendum útskýringar. Íþróttamálanefnd ríkisins mun taka málið upp með skipuleggjendum og draga úr styrkveitingum í ljósi þess að Messi tók ekki þátt í leiknum.“ INTER MIAMI BOOED OFF THE FIELD IN CHINA The mood in Hong Kong turned sour after Messi didn't play in the #InterMiamiCF friendly. 40,000 fans chanted "Refund refund refund" and "Where is Messi?" (who sat on the bench). Beckham also booed post-match.pic.twitter.com/gjnbEfSRUr— World Soccer Talk (@worldsoccertalk) February 4, 2024 Fótbolti Bandaríski fótboltinn Mest lesið Luke Littler grét eftir leik Sport Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Fleiri fréttir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Í beinni: Tottenham - Liverpool | Stórleikur í London Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Í beinni: Real Madrid - Sevilla | Snúin hindrun fyrir meistarana Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Fernukonan komin heim og áritar í Smáralind í dag Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Emelíu sýnt mikið traust og samningurinn framlengdur: „Við sáum gæðin í sumar“ Sjá meira
David Beckham, sem er forseti félagsins og einn af eigendum þess, ávarpaði áhorfendur fyrir leikinn og þakkaði þeim kærlega fyrir stuðninginn og höfðinglegar móttökur. Þær voru þó ekki höfðinglegri en svo að mannhafið baulaði á Beckham þegar ljóst var að Messi myndi ekki spila. Uppselt var á leikinn og höfðu sumir ferðast um langan veg til að berja Messi augum. Það lá þó alltaf fyrir að Messi væri ekki heill heilsu og myndi mögulega ekki spila og var það gefið sérstaklega út fyrir leikinn að endurgreiðslur væru ekki inni í myndinni ef Messi myndi forfallast. Miðarnir á leikinn kostuðu allt upp undir 460 dollara og var Messi notaður óspart í auglýsingum fyrir leikinn. Einn ósáttur aðdáandi lét hafa þetta eftir sér: „Ég var kominn í upphitun og það eina sem ég sá var hann að teygja á. Messi er ekki ofurmódel. Fólk borgar ekki fyrir að sjá hann sitja á bekknum.“ Stjórstjörnurnar Lionel Messi og Luis Suarez á bekknum á bekknumvísir/Getty Miklu var tjaldað til í undirbúningi og kynningu fyrir leikinn en skipuleggjendur hans fengu styrk að upphæð tvær milljónir dollara frá stjórnvöldum í aðdraganda hans til að koma honum í kring. Yfirvöld í Hong Kong sendu frá sér yfirlýsingu eftir leikinn þar sem kom fram að það hefðu verið mikil vonbrigði að Messi hefði ekki tekið þátt í leiknum og ljóst að málið mun draga dilk á eftir sér. „Yfirvöld sem og knattspyrnuunnendur eru afar vonsvikin með það hvernig skipuleggjendur stóðu að þessu. Þeir skulda öllu knattspyrnuaðdáendum útskýringar. Íþróttamálanefnd ríkisins mun taka málið upp með skipuleggjendum og draga úr styrkveitingum í ljósi þess að Messi tók ekki þátt í leiknum.“ INTER MIAMI BOOED OFF THE FIELD IN CHINA The mood in Hong Kong turned sour after Messi didn't play in the #InterMiamiCF friendly. 40,000 fans chanted "Refund refund refund" and "Where is Messi?" (who sat on the bench). Beckham also booed post-match.pic.twitter.com/gjnbEfSRUr— World Soccer Talk (@worldsoccertalk) February 4, 2024
Fótbolti Bandaríski fótboltinn Mest lesið Luke Littler grét eftir leik Sport Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Fleiri fréttir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Í beinni: Tottenham - Liverpool | Stórleikur í London Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Í beinni: Real Madrid - Sevilla | Snúin hindrun fyrir meistarana Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Fernukonan komin heim og áritar í Smáralind í dag Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Emelíu sýnt mikið traust og samningurinn framlengdur: „Við sáum gæðin í sumar“ Sjá meira