Best klæddu á Grammys: Laufey skein skært í Chanel Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 5. febrúar 2024 12:46 Stjörnurnar skinu skært í gærkvöldi á Grammys, þar á meðal sigurvegarinn Laufey Lín. SAMSETT Grammy verðlaunin fóru fram í 66. skipti í gærkvöldi með pomp og prakt í Crypto höllinni í Los Angeles. Stjörnurnar glitruðu á rauða dreglinum í sínu allra fínasta pússi og þar á meðal voru Grammy verðlaunahafinn Laufey Lín og Ólafur Arnalds, sem hlaut tilnefningu. Á Instagram síðu sinni deilir Ólafur Arnalds því að ákveðin óreiða hafi komið upp þegar það byrjaði allt í einu að rigna í Los Angeles. Ólafur Arnalds klæddist dökkbláum jakkafötum á rauða dreglinum.Matt Winkelmeyer/Getty Images for The Recording Academy) Ólafur segir veðrið þó einfaldlega hafa minnt á íslenskan sumardag og virtist rigningin ekki hafa eyðilagt kvöldið. View this post on Instagram A post shared by O lafur Arnalds (@olafurarnalds) Hér má sjá lista yfir best klæddu stjörnur kvöldsins: Chanel drottningin Fyrst ber að sjálfsögðu að nefna Laufeyju Lín sem skartaði ljósbleikum og doppóttum síðkjól frá tískurisanum Chanel. Laufey skartaði síðkjól frá Chanel. Emma McIntyre/Getty Images for The Recording Academy Vegferð Laufeyjar á undanförnum árum hefur verið ævintýri líkust. Hún ræddi við blaðamann í nóvember 2022 og sagði þá meðal annars að hlutirnir hafi farið á skrið þegar hún fór aðeins að brjóta reglurnar. Sigurvegari í Schiaparelli Tónlistargyðjan Taylor Swift átti öflugt kvöld á hátíðinni og skráði sig í sögubækurnar þegar hún varð fyrst allra til að vinna Plötu ársins fjögur ár í röð. Hún skartaði glæsilegum síðkjól með klauf frá einu heitasta tískuhúsinu í dag, Schiaparelli. Taylor Swift stórglæsileg í Schiaparelli. Lionel Hahn/Getty Images Gleraugun punkturinn yfir i-ið Tónlistarkonan og tískukisan Doja Cat var tilnefnd til þrenna verðlauna í gærkvöldi. Hún fer alltaf eigin leiðir í tískunni og klæddist síðkjól frá hönnuðinum Dilara Findikoglu og rokkaði svört gleraugu við. Doja Cat lætur aldrei lítið fyrir sér fara í fatavali og skín skært.Lionel Hahn/Getty Images Gull og gimsteinar Ofurstjarnan Miley Cyrus kom, sá og sigraði loksins í gærkvöldi. Hún fór heim með tvenn Grammy verðlaun og er þetta í fyrsta skipti sem þessi farsæla tónlistarkona hlýtur þau. View this post on Instagram A post shared by @patmcgrathreal Miley gerði sér lítið fyrir og glitraði á dreglinum í efnislitlum, glæsilegum og sérhönnuðum Maison Margiela gullkjól. Miley Cyrus tískudíva klæddist Maison Margiela gullkjól við Christian Louboutin x Maison Margiela hæla. Lionel Hahn/Getty Images Fjaðrir ofan á fjaðrir Tónlistarkonan Summer Walker hlaut tilnefningu fyrir R&B plötuna sína „Clear 2: Soft Life“. Hún klæddist hvítum fjaðrakjól við stóran hvítan fjarðahatt án þess þó að valda neinu fjaðrafoki. Hönnunin er eftir hönnuðinn Usama Ishtay sem kemur frá Sýrlandi og Venezúela. Minnir hatturinn óneitanlega á eitthvað sem íslenska stórstjarnan Bríet myndi rokka. Summer Walker er stórkostleg í Usama Ishtay.Lionel Hahn/Getty Images Vöðvastæltur Lenny Kravitz nýtti tækifærið til að sýna magavöðvana í gegnsærri skyrtu eftir Rick Owens. Buxurnar voru sérhannaðar af spennandi tískuhúsinu Chrome Hearts. Lenni Kravitz er lifandi goðsögn í tónlist og stíl. Lester Cohen/Getty Images for The Recording Academy Fer alltaf eigin leiðir Sjarmatröllið og stórstjarnan Billie Eilish rokkaði bleikan og svartan Barbie jakka frá Chrome Hearts. Billie fer alltaf eigin leiðir og er samkvæm sjálfri sér í fatavali. Hún vann til tvenna verðlauna, meðal annars fyrir lag ársins sem er einmitt úr kvikmyndinni Barbie og heitir What Was I Made For. Þrátt fyrir ungan aldur hefur Billie unnið til sjö Grammy verðlauna og fengið 25 tilnefningar. Billie Eilish er alltaf töff. Lionel Hahn/Getty Images Hafmeyja á dreglinum Upprunalegi áhrifavaldurinn, raunveruleikastjarnan, plötusnúðurinn, athafnakonan og súperstjarnan Paris Hilton lét sig ekki vanta á Grammy verðlaunahátíðina. Hún gaf frá sér hafmeyjuvíbrur í grænum og gegnsæjum kjól frá Reem Acra. Upprunalegi áhrifavaldurinn og stórstjarnan Paris Hilton bauð upp á hafmeyjuvíbrur á dreglinum. Lionel Hahn/Getty Images Tignarlegur töffari Ofurtöffarinn, tónlistarkvárið og rapparinn Janelle Monáe skein skært í síðkjól frá Rahul Mishra sem dró innblástur til drekaflugna. Janelle fékk tilnefningu í gær fyrir plötuna „The Age of Pleasure“. Janelle Monae skartaði síðkjól frá Rahul Mishra.Axelle/Bauer-Griffin/FilmMagic Silfurlituð stórstjarna Tónlistarkonan og tískuskvísan Dua Lipa glitraði í skósíðum silfurkjól sem minnti samtímis svolítið á jakkaföt. Klæðnaðurinn er frá tískurisanum Courrèges. Dua Lipa silfruð og stórglæsileg á Grammys. Lionel Hahn/Getty Images Tíska og hönnun Grammy-verðlaunin Hollywood Íslendingar erlendis Laufey Lín Tengdar fréttir Laufey spilaði á selló með Billy Joel Grammy verðlaunahafinn Laufey Lín endaði ævintýralegt kvöld sitt á hátíðinni í gær með því að spila á sviði með Billy Joel. 5. febrúar 2024 10:34 Laufey hlaut Grammy-verðlaun Laufey Lín Jónsdóttir hlaut Grammy-verðlaun í kvöld í flokki hefðbundinnar popptónlistar, fyrir breiðskífu sína Bewitched. 4. febrúar 2024 22:44 Fyrst til að vinna Grammy fyrir plötu ársins í fjórgang Bandaríska tónlistarkonan Taylor Swift stal senunni á Grammy-verðlaunahátíðinni í nótt þegar hún varð fyrsti tónlistarmaðurinn í sögunni til að vinna verðlaunin fyrir Plötu ársins í fjórða sinn. 5. febrúar 2024 07:48 Risastór sigur fyrir íslenskt menningarlíf Lilja Dögg Alfreðsdóttir menningarmálaráðherra fylgdist grannt með gangi mála í Grammy-verðlaunaafhendingu í gærkvöldi og hún var að vonum ánægð með sigur Laufeyjar sem um leið er sigur íslensku þjóðarinnar. 5. febrúar 2024 10:00 Konur í aðalhlutverki á Grammy-hátíðinni í kvöld Grammy verðlaunahátíðin fer fram í 66. sinn í kvöld. Hátíðin fer fram í Crypto-höllinni í Los Angeles. Tveir íslenskir tónlistarmenn eru tilnefndir, Laufey Lín og Ólafur Arnalds. 4. febrúar 2024 12:32 Mest lesið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Lífið Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Lífið Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Lífið Fleiri fréttir Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Sjá meira
Á Instagram síðu sinni deilir Ólafur Arnalds því að ákveðin óreiða hafi komið upp þegar það byrjaði allt í einu að rigna í Los Angeles. Ólafur Arnalds klæddist dökkbláum jakkafötum á rauða dreglinum.Matt Winkelmeyer/Getty Images for The Recording Academy) Ólafur segir veðrið þó einfaldlega hafa minnt á íslenskan sumardag og virtist rigningin ekki hafa eyðilagt kvöldið. View this post on Instagram A post shared by O lafur Arnalds (@olafurarnalds) Hér má sjá lista yfir best klæddu stjörnur kvöldsins: Chanel drottningin Fyrst ber að sjálfsögðu að nefna Laufeyju Lín sem skartaði ljósbleikum og doppóttum síðkjól frá tískurisanum Chanel. Laufey skartaði síðkjól frá Chanel. Emma McIntyre/Getty Images for The Recording Academy Vegferð Laufeyjar á undanförnum árum hefur verið ævintýri líkust. Hún ræddi við blaðamann í nóvember 2022 og sagði þá meðal annars að hlutirnir hafi farið á skrið þegar hún fór aðeins að brjóta reglurnar. Sigurvegari í Schiaparelli Tónlistargyðjan Taylor Swift átti öflugt kvöld á hátíðinni og skráði sig í sögubækurnar þegar hún varð fyrst allra til að vinna Plötu ársins fjögur ár í röð. Hún skartaði glæsilegum síðkjól með klauf frá einu heitasta tískuhúsinu í dag, Schiaparelli. Taylor Swift stórglæsileg í Schiaparelli. Lionel Hahn/Getty Images Gleraugun punkturinn yfir i-ið Tónlistarkonan og tískukisan Doja Cat var tilnefnd til þrenna verðlauna í gærkvöldi. Hún fer alltaf eigin leiðir í tískunni og klæddist síðkjól frá hönnuðinum Dilara Findikoglu og rokkaði svört gleraugu við. Doja Cat lætur aldrei lítið fyrir sér fara í fatavali og skín skært.Lionel Hahn/Getty Images Gull og gimsteinar Ofurstjarnan Miley Cyrus kom, sá og sigraði loksins í gærkvöldi. Hún fór heim með tvenn Grammy verðlaun og er þetta í fyrsta skipti sem þessi farsæla tónlistarkona hlýtur þau. View this post on Instagram A post shared by @patmcgrathreal Miley gerði sér lítið fyrir og glitraði á dreglinum í efnislitlum, glæsilegum og sérhönnuðum Maison Margiela gullkjól. Miley Cyrus tískudíva klæddist Maison Margiela gullkjól við Christian Louboutin x Maison Margiela hæla. Lionel Hahn/Getty Images Fjaðrir ofan á fjaðrir Tónlistarkonan Summer Walker hlaut tilnefningu fyrir R&B plötuna sína „Clear 2: Soft Life“. Hún klæddist hvítum fjaðrakjól við stóran hvítan fjarðahatt án þess þó að valda neinu fjaðrafoki. Hönnunin er eftir hönnuðinn Usama Ishtay sem kemur frá Sýrlandi og Venezúela. Minnir hatturinn óneitanlega á eitthvað sem íslenska stórstjarnan Bríet myndi rokka. Summer Walker er stórkostleg í Usama Ishtay.Lionel Hahn/Getty Images Vöðvastæltur Lenny Kravitz nýtti tækifærið til að sýna magavöðvana í gegnsærri skyrtu eftir Rick Owens. Buxurnar voru sérhannaðar af spennandi tískuhúsinu Chrome Hearts. Lenni Kravitz er lifandi goðsögn í tónlist og stíl. Lester Cohen/Getty Images for The Recording Academy Fer alltaf eigin leiðir Sjarmatröllið og stórstjarnan Billie Eilish rokkaði bleikan og svartan Barbie jakka frá Chrome Hearts. Billie fer alltaf eigin leiðir og er samkvæm sjálfri sér í fatavali. Hún vann til tvenna verðlauna, meðal annars fyrir lag ársins sem er einmitt úr kvikmyndinni Barbie og heitir What Was I Made For. Þrátt fyrir ungan aldur hefur Billie unnið til sjö Grammy verðlauna og fengið 25 tilnefningar. Billie Eilish er alltaf töff. Lionel Hahn/Getty Images Hafmeyja á dreglinum Upprunalegi áhrifavaldurinn, raunveruleikastjarnan, plötusnúðurinn, athafnakonan og súperstjarnan Paris Hilton lét sig ekki vanta á Grammy verðlaunahátíðina. Hún gaf frá sér hafmeyjuvíbrur í grænum og gegnsæjum kjól frá Reem Acra. Upprunalegi áhrifavaldurinn og stórstjarnan Paris Hilton bauð upp á hafmeyjuvíbrur á dreglinum. Lionel Hahn/Getty Images Tignarlegur töffari Ofurtöffarinn, tónlistarkvárið og rapparinn Janelle Monáe skein skært í síðkjól frá Rahul Mishra sem dró innblástur til drekaflugna. Janelle fékk tilnefningu í gær fyrir plötuna „The Age of Pleasure“. Janelle Monae skartaði síðkjól frá Rahul Mishra.Axelle/Bauer-Griffin/FilmMagic Silfurlituð stórstjarna Tónlistarkonan og tískuskvísan Dua Lipa glitraði í skósíðum silfurkjól sem minnti samtímis svolítið á jakkaföt. Klæðnaðurinn er frá tískurisanum Courrèges. Dua Lipa silfruð og stórglæsileg á Grammys. Lionel Hahn/Getty Images
Tíska og hönnun Grammy-verðlaunin Hollywood Íslendingar erlendis Laufey Lín Tengdar fréttir Laufey spilaði á selló með Billy Joel Grammy verðlaunahafinn Laufey Lín endaði ævintýralegt kvöld sitt á hátíðinni í gær með því að spila á sviði með Billy Joel. 5. febrúar 2024 10:34 Laufey hlaut Grammy-verðlaun Laufey Lín Jónsdóttir hlaut Grammy-verðlaun í kvöld í flokki hefðbundinnar popptónlistar, fyrir breiðskífu sína Bewitched. 4. febrúar 2024 22:44 Fyrst til að vinna Grammy fyrir plötu ársins í fjórgang Bandaríska tónlistarkonan Taylor Swift stal senunni á Grammy-verðlaunahátíðinni í nótt þegar hún varð fyrsti tónlistarmaðurinn í sögunni til að vinna verðlaunin fyrir Plötu ársins í fjórða sinn. 5. febrúar 2024 07:48 Risastór sigur fyrir íslenskt menningarlíf Lilja Dögg Alfreðsdóttir menningarmálaráðherra fylgdist grannt með gangi mála í Grammy-verðlaunaafhendingu í gærkvöldi og hún var að vonum ánægð með sigur Laufeyjar sem um leið er sigur íslensku þjóðarinnar. 5. febrúar 2024 10:00 Konur í aðalhlutverki á Grammy-hátíðinni í kvöld Grammy verðlaunahátíðin fer fram í 66. sinn í kvöld. Hátíðin fer fram í Crypto-höllinni í Los Angeles. Tveir íslenskir tónlistarmenn eru tilnefndir, Laufey Lín og Ólafur Arnalds. 4. febrúar 2024 12:32 Mest lesið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Lífið Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Lífið Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Lífið Fleiri fréttir Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Sjá meira
Laufey spilaði á selló með Billy Joel Grammy verðlaunahafinn Laufey Lín endaði ævintýralegt kvöld sitt á hátíðinni í gær með því að spila á sviði með Billy Joel. 5. febrúar 2024 10:34
Laufey hlaut Grammy-verðlaun Laufey Lín Jónsdóttir hlaut Grammy-verðlaun í kvöld í flokki hefðbundinnar popptónlistar, fyrir breiðskífu sína Bewitched. 4. febrúar 2024 22:44
Fyrst til að vinna Grammy fyrir plötu ársins í fjórgang Bandaríska tónlistarkonan Taylor Swift stal senunni á Grammy-verðlaunahátíðinni í nótt þegar hún varð fyrsti tónlistarmaðurinn í sögunni til að vinna verðlaunin fyrir Plötu ársins í fjórða sinn. 5. febrúar 2024 07:48
Risastór sigur fyrir íslenskt menningarlíf Lilja Dögg Alfreðsdóttir menningarmálaráðherra fylgdist grannt með gangi mála í Grammy-verðlaunaafhendingu í gærkvöldi og hún var að vonum ánægð með sigur Laufeyjar sem um leið er sigur íslensku þjóðarinnar. 5. febrúar 2024 10:00
Konur í aðalhlutverki á Grammy-hátíðinni í kvöld Grammy verðlaunahátíðin fer fram í 66. sinn í kvöld. Hátíðin fer fram í Crypto-höllinni í Los Angeles. Tveir íslenskir tónlistarmenn eru tilnefndir, Laufey Lín og Ólafur Arnalds. 4. febrúar 2024 12:32